Ellefti eða tólfti íslenski hlaðvarpsþátturinn um kvikmyndir hefur sína göngu
Á morgun verður gefinn út fyrsti þáttur hlaðvarpsins Poppkúltúr sem framvegis verður fastur liður á vefnum. Þátturinn verður gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr sjónrænum heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur… Lesa meira
Fréttir
Leit að tilgangi í tilgangsleysinu
Það er nóg að segja um Netflix-myndina I'm Thinking of Ending Things.
Jæja þá, hugsum fyrst stórt og förum síðan út í rassgat. Listin eins og hún leggur sig er oft til þess ætluð að ögra; spyrja erfiðra spurninga, feisa bitran sannleika og ekki er alltaf ætlast til að maður ‘skilji’ allan pakkann við fyrstu skoðun. Charlie Kaufman er akkúrat svolítið í þessum bransa, sérstaklega þegar hann… Lesa meira
Sigga þráir lífið í Kaliforníu – Sýnishorn úr Iceland is Best
Sýnishorn fyrir indímynd þar sem allir Íslendingar tala allir ensku.
Sýnishorn fyrir indímyndina Iceland is Best birtist nýverið á YouTube en um ræðir erlenda framleiðslu þar sem finna má leikara á borð við Judd Nelson, Arnar Jónsson, Atla Óskar Fjalarsson og fleiri. Það er Kristín Auður Sophusdóttir, leikkona og hönnuður, sem fer með hlutverk sögupersónunnar, en myndin fer öll fram… Lesa meira
Verstu og bestu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu
Skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp.
Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta magnaðrar bíómyndar í bíósal eins og oft er til ætlast. Það snýst vissulega ekki aðeins upplifunin um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins. En skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp, frá þeim versta til hins besta, en það… Lesa meira
Madonna leikstýrir eigin ævisögu
Myndin mun að öllum líkindum ekki bera heitið Body of Evidence.
Hin fjölhæfa Madonna kemur til með að leikstýra nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi poppstjörnunnar stórvinsælu. Það er kvikmyndaverið Universal sem framleiðir en söngkonan segir í yfirlýsingu að enginn annar sé betur til þess fallinn að stýra þessu verkefni en hún sjálf. Jafnframt segir hún að tónlistin verði aðaláherslan í… Lesa meira
Vildi fara allt aðra leið með víkingamynd en flestir
Þetta hófst allt með kvöldverðarboði hjá Björk.
„Ástæðan fyrir því að við erum að vinna saman er að við höfum báðir áhuga á að birta innri veruleikann í sögunni, í því hvernig fólk hagar sér og upplifir veruleikann.“Svo mælir listamaðurinn Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og vísar í samstarf sitt við leikstjórann og handritshöfundinn Robert… Lesa meira
Ólafur kennir kvikmyndagerð á netinu
Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu.
Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið ber heitið Learn Indie Filmmaking by Doing a Short Film og má skrá sig í gegnum þennan hlekk.Ólaf þekkja margir undir listamannsnafninu Olaf de Fleur og hefur hann farið yfir víðan völl, á… Lesa meira
10 íslensk hlaðvörp um kvikmyndir
Það vantar ekki framboðið í þessum efnum.
Það hefur eflaust ekki farið framhjá landsmönnum hvað hlaðvörp (e. podcast) hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin. Úrval íslenskra hlaðvarpsþátta hefur aldrei verið betra og stefnir allt í að formið sé komið til að taka yfir útvarp, í það minnsta hjá ákveðinni kynslóð. Á þessu ári hefur framboð á kvikmyndatengdum… Lesa meira
Ráðherrann ekki byggður á Sigmundi Davíð
„Þið sjáið Ólaf Darra eins og þið hafið aldrei séð hann áður“
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki er rétt handan við hornið. Þar segir frá forsætisráðherranum Benedikt, sem greinist með geðhvarfasýki og þarf þá aðstoðarmaður hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Leikstjórn er í höndum Nönnu… Lesa meira
Ósátt við nýju skilyrði Óskarsins: „Þið hafið öll misst vitið“
„Þetta er listafólki til skammar,“ segir Alley.
Leikkonan Kirstie Alley gagnrýnir harðlega bandarísku kvikmyndaakademíuna eftir að sett voru ný skilyrði sem kvikmyndir þurfa að uppfylla til að eiga möguleika á Óskarstilnefningu. Þessi skilyrði taka gildi frá og með verðlaunahátíðinni árið 2025 og eiga að tryggja fjölbreytni meðal leikaraliðs og framleiðsluteymis. Leikkonan kveðst styðja fjölbreytni en segir þessar… Lesa meira
Diana Rigg látin
Rigg var á meðal virtustu leikkvenna í Bretlandi.
Breska leikkonan Diana Rigg lést í morgun, 82 ára að aldri, en frá því greindi umboðsmaður hennar. Segir í tilkynningu frá honum að leikkonan hafi látist friðsamlega á heimili sínu í nærveru fjölskyldu sinnar. Rigg var á meðal virtustu leikkvenna í Bretlandi og hún hefur meðal annars verið öðluð. Hún… Lesa meira
Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera
Endurgerðir þurfa ekki alltaf að vera af hinu slæma.
Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel halda að draumasmiðjan virðist yfir höfuð vera hætt að nenna því að vera frumleg og kjósi… Lesa meira
Markmiðið að klippa burt kynjahallann
Frábært framtak!
Mynd: Reykjavik.is Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Á meðal kennara á námskeiðinu eru Baltasar Kormákur leikstjóri, Valdís Óskarsdóttir klippari og Margrét Jónasdóttir framleiðandi. Námskeiðið miðar að… Lesa meira
Geðhvörf í starfi ráðherra – Sjáðu stikluna
Þáttaröðin hefur göngu sína þann 20. september næstkomandi.
Þáttaröðin Ráðherrann hefur göngu sína á RÚV þann 20. september næstkomandi. Það er Sagafilm sem framleiðir og hefur stikla verið gefin út við stórfínar viðtökur. Þau Björg Magnúsdóttir, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit seríunnar ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni. Arnór Pálmi Arnarson og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýra. Ólafur… Lesa meira
Heimsendasprell á hárréttum tíma
Slugsarnir Bill og Ted með fjöruga og sjarmerandi endurkomu.
Eftir 29 ára fjarveru eru kærleiksríku lofthausarnir Bill og Ted snúnir aftur, lítið breyttir, enn í stuði og með loftgítarana á lofti. Þó þurfa þeir nú að horfast í augu við breytta tíma, enda miðaldra feður með úreltan stíl. Lífið eftir frægðina hefur ekki reynst þeim jákvætt og hefur þeim og… Lesa meira
Agnes fagnar 25 ára afmæli
Þetta líður svo hratt.
Kvikmyndin Agnes frá Agli Eðvarðssyni verður tekin til sýninga í Sambíóunum þann 25. september, í endurbættri útgáfu og tilefni 25 ára útgáfuafmælis. Með aðalhlutverkin fara María Ellingsen, Baltasar Kormákur og Egill Ólafsson, en búist er við að myndin verði sýnd í viku, að minnsta kosti. Agnes er byggð á morðunum… Lesa meira
Enn krafist þess að sniðganga Mulan
Myllumerkið #BoycottMulan náði flugi á ný eftir að Disney+ gaf út myndina á dögunum.
Ævintýramyndin Mulan átti upphaflega að vera með fyrstu stórmyndum þessa árs til að prýða kvikmyndahús um allan heim og gefa tóninn fyrir komandi bíóár. Áætlað var að gefa myndina út í mars áður en kórónuveiran skall á víða um heim og eftir sífelldar frestanir ákváðu risarnir hjá Disney að gefa… Lesa meira
Skjaldborg í Bíó Paradís: Metfjöldi umsókna í ár
Skjaldborg er eina hátíðin sem sérhæfir sig í íslenskum heimildamyndum.
Hátíð íslenskra heimildamynda, betur þekkt sem Skjaldborg, verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020. Skjaldborg verður opnunarhátíð Bíó Paradísar sem hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars. Það er mikið fagnaðarefni fyrir kvikmyndaunnendur á Íslandi að bíóið sé að opna dyr sínar á… Lesa meira
Citizen Kane verður til: Fyrstu stillurnar úr nýju mynd Finchers
David Fincher kvikmyndar handrit föður síns fyrir Netflix.
Eftir sex ára fjarveru frá kvikmyndum er leikstjórinn David Fincher að leggja lokahönd á sitt nýjasta verk, sem að þessu sinni er framleitt af Netflix og verður gefið út beint á streymisveituna. Kvikmyndin ber heitið “Mank” og verður í svarthvítum stíl, en til að aðdáendur Finchers fái einhvern smjörþef hafa… Lesa meira
Metallica vinnur að kvikmyndatónlist fyrir Disney
Trommari hljómsveitarinnar lofar athyglisverðri blöndu.
Stórhljómsveitin Metallica mun eiga hlut í tónlist kvikmyndarinnar Jungle Cruise frá Disney samsteypunni. Það er tónskáldið James Newton Howard sem semur megnið af músíkinni fyrir ævintýramyndina sem búast má við næsta sumar. Hermt er að tónskáldið og hljómsveitin séu að sjóða saman einhvern athyglisverðan bræðing. Lars Ulrich, trommari Metallica, sagði í… Lesa meira
Nýr Jack Reacher ráðinn
Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher geta glaðst yfir þessu.
Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher, tröllvaxna hermanninn fyrrverandi, geta glaðst yfir því að von er á sjónvarpsseríu um manninn án nokkurrar aðkomu frá Tom Cruise. Það er Amazon Prime sem framleiðir þættina og hefur bandaríski leikarinn Alan Ritchson verið ráðinn í aðalhlutverkið. Hann hefur farið yfir víðan völl… Lesa meira
Reykjanesbær býður í bílabíó – Grease og Birds of Prey á meðal mynda
Þú hefur ekki notið Grease almennilega fyrr en þú sérð hana í bílabíói.
Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í bílabíó á Ásbrú á morgun, laugardaginn 5. september. Um er að ræða fjórar sýningar, sem verða á bílaplani við Hæfingarstöðina, Keilisbraut 755. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og… Lesa meira
Pattinson greindur með COVID – Framleiðsla á The Batman stöðvuð í annað sinn
Framleiðsluteymi kvikmyndarinnar The Batman er komið í einangrun.
Breski leikarinn Robert Pattinson hefur greinst með COVID-19 sjúkdóminn og hefur verið gert hlé á tökum kvikmyndarinnar The Batman. Kvikmyndaverið Warner Bros. gaf út tilkynningu í dag um stöðvun framleiðslunnar eftir að kom í ljós að einn meðlimur tökuliðsins hefði greinst með veiruna. Í tilkynningunni er einstaklingurinn ekki nafngreindur og… Lesa meira
Bond í kröppum dansi – Sjáðu glænýtt sýnishorn
Loksins fer að styttast í eina dýrustu kvikmynd ársins.
Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni No Time to Die en þar fer Daniel Craig með hlutverk njósnarans fimmta og síðasta sinn. Myndinni er leikstýrt af Cary Fukunaga. Sá er virtur í fagi sínu og sjálfsagt þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015)… Lesa meira
Boyega ósáttur við Disney: „Svona ferli gerir þig reiðan“
Leikarinn kveðst vera bitur út í framleiðendur nýju Stjörnustríðsmyndanna.
Breski leikarinn John Boyega lét hörð orð falla í garð Disney á dögunum, en hann var staddur í viðtali við tímaritið GQ þegar hann gagnrýndi hvernig framleiðendur nýjasta Star Wars þríleiksins hafi þá leikara sem tilheyrðu minnihlutahópum. Hann telur Disney hafa markaðssett myndirnar á röngum forsendum og var minnihlutahópum síðar… Lesa meira
Nolan að vera Nolan
Nolan er í góðum gír sem mætti vera betri.
Christopher Nolan heldur ekki vatni yfir tímanum; hann notar tifandi klukku sem meintan stressgjafa, er heillaður af tímarúmsskekkjum, endurliti, tilraunum með strúktúr og léttum fyrirlestrum um hversu brenglað fyrirbæri um ræðir. Nolan er í einstakri stöðu í Hollywood; hann getur vaðið í hvaða verkefni sem hann vill, skrifað hvað sem… Lesa meira
Vill fresta réttarhöldunum vegna ótrúlegra skepna
Galdraheimurinn hefur forgang.
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur lagt fram beiðni um frest á áframhaldi réttarhalda hans gegn fjölmiðlinum The Sun. Frá þessu var fyrst greint í Deadline og segir þar að tökur á þriðju Fantastic Beasts myndinni stangist á við réttarhöldin.Eins og mörgum er kunnugt gerist Fantastic Beasts í töfraheimi Harry Potter… Lesa meira
Tenet krufin til mergjar: Er Nolan með gráa fiðringinn?
„Flott hasaratriði eru til einskis ef manni er nokk sama um persónurnar.“
Heiðar Sumarliðason, sem heldur úti kvikmyndaþættinum Stjörnubíói, ræddi nýjustu spennumynd Christophers Nolan. Myndin var frumsýnd á dögunum í kvikmyndahúsum borgarinnar, en þar gefst áhorfendum færi á að sjá fyrstu stórmyndina í tæpa sex mánuði. Hátt í 80 myndum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru fjölmargar kvikmyndir sem átti… Lesa meira
Fyrsta sinn í íslenskri kvikmyndasögu fjallað um veruleika minnihlutahóps
Tökur eru sagðar ganga vel þrátt fyrir breytingar á sóttvarnaráherslum.
Tökur hófust nýverið á kvikmyndinni Wolka, sem er pólskt-íslenskt samstarfsverkefni og segir frá konu sem þarf að grípa til örþrifaráða er hún losnar úr 16 ára prísund í pólsku fangelsi. Neyðist hún meðal annars til að brjóta skilorð, lög og leggja allt undir til að finna konu að nafni Dorotea.… Lesa meira
Quaid í nýju Scream
Ein vinsælasta slægja allra tíma kemur endurræst í bíó 2022.
Bandaríski leikarinn Jack Quaid hefur verið ráðinn í hlutverk í hinni væntanlegu Scream 5, en það eru framleiðslufyrirtækin Paramount Pictures og Spyglass Media sem standa að myndinni. Quaid í kröppum dansi. Upprunalegu leikararnir Courntney Cox og David Arquette, mæta til leiks á ný í sömu hlutverkum og áður, sem fréttakonan… Lesa meira

