Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet?
Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduðum heimum ýmissa kvikmynda. Slíkar myndir hafa yfirleitt verið kallaðar „Film within a film“ (kvikmynd-inni-í-kvikmynd), en við kjósum að kalla þær gervimyndir hér. Nánast frá upphafi kvikmyndasögunnar hafa menn sett gervimyndir inn… Lesa meira
Fréttir
Nýjung á Íslandi – Kynntu þér Kvikmyndaleitarann
Með nýju leitarsíunni okkar getur þú séð hvaða myndir eru á helstu streymisveitum og leigum.
Í áraraðir hefur Kvikmyndir.is verið í sérflokki með birtingu sýningartíma bíóhúsa þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað.Mjög hefur bæst í flóru streymisveitna hér á landi að undanförnu, og þar má nefna streymisveitur Símans, Sýnar, Rúv og Nova auk hinna erlendu Netflix, Viaplay og Disney +. Kvikmyndir.is hefur… Lesa meira
RIFF 2020: Sigríður hæstánægð með Þriðja pólinn
„Ég er þakklát öllum aðstandendum fyrir þetta þarfa listaverk“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 17. sinn þann 24. september, fimmtudag næstkomandi, og stendur til 4. október. Opnunarmynd RIFF í ár er Þriðji póllinn, ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur.Í myndinni er sagt frá Önnu Töru, sem veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og… Lesa meira
Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier
Kristinn er einna þekktastur fyrir The Valhalla Murders á Netflix.
Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið. Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir framleiðslu sína á íslensku glæpaþáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Valhalla Murders á Netflix. Fréttamiðillinn… Lesa meira
Sigursæl á Skjaldborg
Þrettán heimildamyndir voru frumsýndar á hátíðinni í ár.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís. Þrettán heimildamyndir voru frumsýndar á hátíðinni, sjö verk í vinnslu voru kynnt auk dagskrár í tengslum við heiðursgest hátíðarinnar Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Tvenn… Lesa meira
Upprisa Krists enn í vinnslu hjá Gibson
„Þetta verður stærsta mynd kvikmyndasögunnar“
Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald að kvikmyndinni The Passion of the Christ. Þeir Mel Gibson og handritshöfundurinn Randall Wallace (Braveheart, We Were Soldiers) hafa verið með myndina á teikniborðinu í töluverðan tíma og er hún sögð vera epísk og rándýr í framleiðslukostnaði, en einnig herma heimildir… Lesa meira
Þetta sögðu Íslendingar um Ráðherrann: „Það er ekki svona mikil gredda í pólitík“
„Fyrsti kjánahrollurinn kom eftir tæpar 5 mínútur“
Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í gærkvöldi og þar fer Ólafur Darri Ólafsson með aðalhlutverkið. Bregður hann sér í gervi háskólakennarans Benedikts Ríkarðssonar, sem er dreginn inn í pólitík, endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands. Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á… Lesa meira
Verður Tom Hardy næsti Bond?
Arftaki Craigs er mögulega fundinn.
Breski leikarinn Tom Hardy er sagður efstur á óskalista framleiðenda kvikmyndanna um James Bond þegar Daniel Craig leggur byssuna á hilluna. Samkvæmt vef The Vulcan Reporter var Hardy boðið hlutverkið eftir að hafa staðið sig frábærlega í prufu síðastliðinn júnímánuð. Á vefnum kemur einnig fram að framleiðendur Bond-myndanna muni tilkynna… Lesa meira
Fleiri en 80 myndir ókeypis á Nordisk Panorama
Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum.
Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hófst nýverið og fer fram að mestu leyti í stafrænu formi til september. Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn. Norðurlöndunum býðst tækifæri til að skrá sig frítt í streymikerfi hátíðarinnar þar sem fjöldi heimilda- og stuttmynda… Lesa meira
Á hverju eru streymisveitur að klikka?
Í hlaðvarpi vikunnar er farið yfir heitustu streymin og harmssögur úr sal.
Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur formlega hafið göngu sína og verður gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple, Stitcher og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi sjónrænnar poppmenningar; þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Tómas Valgeirsson og Sigurjón Ingi… Lesa meira
Segir fjórðu Matrix vera ástarsögu
„Við látum fortíðina í friði,“ segir Keanu Reeves.
Fjórða Matrix-kvikmyndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, er nú á fullu í tökum í Berlín og hafa aðstandendur verið duglegir við að halda leynd yfir söguþræðinum. Það er Lana Wachowski sem leikstýrir nýju myndinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Hún leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur… Lesa meira
Bíóbíllinn á RIFF: „Með þessu móti náum við til allra landsmanna“
„Þetta verður heljarinnar dagskrá og mikið fjör út um allt land“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF), verður haldin í sautjánda sinn dagana 24. september til 4. október. Þessi hátíð verður þó nokkuð frábrugðin fyrri hátíðum og verða myndirnar allar aðgengilegar á netinu á riff.is. Hrönn Marinósdóttir sagði í viðtali við RÚV í gær að þetta sé vissulega afleiðing kórónuveirunnar en á… Lesa meira
Heiðar hjólar í Mulan: „Ekkert annað en afleitt prump“
Gagnrýnanda Vísis var ekki skemmt yfir Mulan endurgerðinni.
Heiðar Sumarliðason, kvikmyndagagnrýnandi Vísis og stjórnandi hlaðvarpsins Stjörnubíó, er allt annað en ánægður með Mulan, nýjustu leiknu endurgerð Disney. Hann segir myndina vera sundur- og sálarlausa vöru af Hollywood-færibandinu og kveðst ekki geta mælt með myndinni við nokkurn einstakling. Í dómnum veltir hann jafnframt fyrir sér handa hverjum þessi kvikmynd… Lesa meira
Poppkúltúr: Hlaðvarpsþáttur um kvikmyndir og afþreyingu
Ellefti eða tólfti íslenski hlaðvarpsþátturinn um kvikmyndir hefur sína göngu
Á morgun verður gefinn út fyrsti þáttur hlaðvarpsins Poppkúltúr sem framvegis verður fastur liður á vefnum. Þátturinn verður gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr sjónrænum heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur… Lesa meira
Leit að tilgangi í tilgangsleysinu
Það er nóg að segja um Netflix-myndina I'm Thinking of Ending Things.
Jæja þá, hugsum fyrst stórt og förum síðan út í rassgat. Listin eins og hún leggur sig er oft til þess ætluð að ögra; spyrja erfiðra spurninga, feisa bitran sannleika og ekki er alltaf ætlast til að maður ‘skilji’ allan pakkann við fyrstu skoðun. Charlie Kaufman er akkúrat svolítið í þessum bransa, sérstaklega þegar hann… Lesa meira
Sigga þráir lífið í Kaliforníu – Sýnishorn úr Iceland is Best
Sýnishorn fyrir indímynd þar sem allir Íslendingar tala allir ensku.
Sýnishorn fyrir indímyndina Iceland is Best birtist nýverið á YouTube en um ræðir erlenda framleiðslu þar sem finna má leikara á borð við Judd Nelson, Arnar Jónsson, Atla Óskar Fjalarsson og fleiri. Það er Kristín Auður Sophusdóttir, leikkona og hönnuður, sem fer með hlutverk sögupersónunnar, en myndin fer öll fram… Lesa meira
Verstu og bestu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu
Skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp.
Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta magnaðrar bíómyndar í bíósal eins og oft er til ætlast. Það snýst vissulega ekki aðeins upplifunin um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins. En skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp, frá þeim versta til hins besta, en það… Lesa meira
Madonna leikstýrir eigin ævisögu
Myndin mun að öllum líkindum ekki bera heitið Body of Evidence.
Hin fjölhæfa Madonna kemur til með að leikstýra nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi poppstjörnunnar stórvinsælu. Það er kvikmyndaverið Universal sem framleiðir en söngkonan segir í yfirlýsingu að enginn annar sé betur til þess fallinn að stýra þessu verkefni en hún sjálf. Jafnframt segir hún að tónlistin verði aðaláherslan í… Lesa meira
Vildi fara allt aðra leið með víkingamynd en flestir
Þetta hófst allt með kvöldverðarboði hjá Björk.
„Ástæðan fyrir því að við erum að vinna saman er að við höfum báðir áhuga á að birta innri veruleikann í sögunni, í því hvernig fólk hagar sér og upplifir veruleikann.“Svo mælir listamaðurinn Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og vísar í samstarf sitt við leikstjórann og handritshöfundinn Robert… Lesa meira
Ólafur kennir kvikmyndagerð á netinu
Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu.
Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið ber heitið Learn Indie Filmmaking by Doing a Short Film og má skrá sig í gegnum þennan hlekk.Ólaf þekkja margir undir listamannsnafninu Olaf de Fleur og hefur hann farið yfir víðan völl, á… Lesa meira
10 íslensk hlaðvörp um kvikmyndir
Það vantar ekki framboðið í þessum efnum.
Það hefur eflaust ekki farið framhjá landsmönnum hvað hlaðvörp (e. podcast) hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin. Úrval íslenskra hlaðvarpsþátta hefur aldrei verið betra og stefnir allt í að formið sé komið til að taka yfir útvarp, í það minnsta hjá ákveðinni kynslóð. Á þessu ári hefur framboð á kvikmyndatengdum… Lesa meira
Ráðherrann ekki byggður á Sigmundi Davíð
„Þið sjáið Ólaf Darra eins og þið hafið aldrei séð hann áður“
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki er rétt handan við hornið. Þar segir frá forsætisráðherranum Benedikt, sem greinist með geðhvarfasýki og þarf þá aðstoðarmaður hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Leikstjórn er í höndum Nönnu… Lesa meira
Ósátt við nýju skilyrði Óskarsins: „Þið hafið öll misst vitið“
„Þetta er listafólki til skammar,“ segir Alley.
Leikkonan Kirstie Alley gagnrýnir harðlega bandarísku kvikmyndaakademíuna eftir að sett voru ný skilyrði sem kvikmyndir þurfa að uppfylla til að eiga möguleika á Óskarstilnefningu. Þessi skilyrði taka gildi frá og með verðlaunahátíðinni árið 2025 og eiga að tryggja fjölbreytni meðal leikaraliðs og framleiðsluteymis. Leikkonan kveðst styðja fjölbreytni en segir þessar… Lesa meira
Diana Rigg látin
Rigg var á meðal virtustu leikkvenna í Bretlandi.
Breska leikkonan Diana Rigg lést í morgun, 82 ára að aldri, en frá því greindi umboðsmaður hennar. Segir í tilkynningu frá honum að leikkonan hafi látist friðsamlega á heimili sínu í nærveru fjölskyldu sinnar. Rigg var á meðal virtustu leikkvenna í Bretlandi og hún hefur meðal annars verið öðluð. Hún… Lesa meira
Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera
Endurgerðir þurfa ekki alltaf að vera af hinu slæma.
Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel halda að draumasmiðjan virðist yfir höfuð vera hætt að nenna því að vera frumleg og kjósi… Lesa meira
Markmiðið að klippa burt kynjahallann
Frábært framtak!
Mynd: Reykjavik.is Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Á meðal kennara á námskeiðinu eru Baltasar Kormákur leikstjóri, Valdís Óskarsdóttir klippari og Margrét Jónasdóttir framleiðandi. Námskeiðið miðar að… Lesa meira
Geðhvörf í starfi ráðherra – Sjáðu stikluna
Þáttaröðin hefur göngu sína þann 20. september næstkomandi.
Þáttaröðin Ráðherrann hefur göngu sína á RÚV þann 20. september næstkomandi. Það er Sagafilm sem framleiðir og hefur stikla verið gefin út við stórfínar viðtökur. Þau Björg Magnúsdóttir, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit seríunnar ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni. Arnór Pálmi Arnarson og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýra. Ólafur… Lesa meira
Heimsendasprell á hárréttum tíma
Slugsarnir Bill og Ted með fjöruga og sjarmerandi endurkomu.
Eftir 29 ára fjarveru eru kærleiksríku lofthausarnir Bill og Ted snúnir aftur, lítið breyttir, enn í stuði og með loftgítarana á lofti. Þó þurfa þeir nú að horfast í augu við breytta tíma, enda miðaldra feður með úreltan stíl. Lífið eftir frægðina hefur ekki reynst þeim jákvætt og hefur þeim og… Lesa meira
Agnes fagnar 25 ára afmæli
Þetta líður svo hratt.
Kvikmyndin Agnes frá Agli Eðvarðssyni verður tekin til sýninga í Sambíóunum þann 25. september, í endurbættri útgáfu og tilefni 25 ára útgáfuafmælis. Með aðalhlutverkin fara María Ellingsen, Baltasar Kormákur og Egill Ólafsson, en búist er við að myndin verði sýnd í viku, að minnsta kosti. Agnes er byggð á morðunum… Lesa meira
Enn krafist þess að sniðganga Mulan
Myllumerkið #BoycottMulan náði flugi á ný eftir að Disney+ gaf út myndina á dögunum.
Ævintýramyndin Mulan átti upphaflega að vera með fyrstu stórmyndum þessa árs til að prýða kvikmyndahús um allan heim og gefa tóninn fyrir komandi bíóár. Áætlað var að gefa myndina út í mars áður en kórónuveiran skall á víða um heim og eftir sífelldar frestanir ákváðu risarnir hjá Disney að gefa… Lesa meira

