Sigga þráir lífið í Kaliforníu – Sýnishorn úr Iceland is Best

Sýnishorn fyrir indímyndina Iceland is Best birtist nýverið á YouTube en um ræðir erlenda framleiðslu þar sem finna má leikara á borð við Judd Nelson, Arnar Jónsson, Atla Óskar Fjalarsson og fleiri. 

Það er Kristín Auður Sophusdóttir, leikkona og hönnuður, sem fer með hlutverk sögupersónunnar, en myndin fer öll fram á enskri tungu. Óvíst er enn hvenær og hvar Iceland is Best verður aðgengileg á Íslandi en hún lendir á iTunes streymi þann 22. September í Bandaríkjunum og Kanada. 

Iceland is Best segir frá Siggu, 17 ára stúlku sem býr í sveitaþorpi og þráir fátt heitar en að verða ljóðskáld og flytja til Kaliforníu. Við fyrstu er þetta markmið Siggu einfalt og stefnir brátt í brottför, en óvæntar raðir atburða, ekki síður með tilkomu ókunnugs manns, verður hægara sagt en gert að komast alla leið gegnum flugvöllinn.

Kristín Auður hefur áður leikið aðalhlutverk í stuttmyndinni Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur, auk þess að hafa átt minni hlutverk í Rétti og Lof mér að falla. Á meðal annarra leikenda, fyrir utan þessa ofantöldu, eru Helena Mattson, Álfrún Laufeyjardóttir, Þórunn Erna Clausen, Tom Prior, Tom Maden og Stefán Hallur Stefánsson.

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Max Newson, breskur kvikmyndagerðarmaður með margra ára reynslu af heimildarþáttagerð fyrir fréttastofur í Bretlandi. Iceland is Best er önnur kvikmyndin hans í fullri lengd en hans fyrri mynd, Plunge: The Movie, er frá árinu 2003 og fóru þar Kate Winslet og Alan McKenna með lítil hlutverk. 

Framleiðsla Iceland is Best hófst hér á landi 2017 og má skyggnast á bak við tjöldin á Facebook-síðu myndarinnar. Á þeirri síðu er söguþráðurinn jafnframt nokkuð ítarlega rakinn.

Betra er að vara við spillum (eða?) en segir þarna á frummálinu:

BUT, SIGGA… ‘ICELAND IS BEST!’ is what Sigga’s mother tells her when she wants her daughter to stay. But Sigga has to go. We all have to go. Just, for many of us, it’s not quite so simple. This is the story, based on true events, of Sigga’s trying then succeeding in finally leaving home. Sigga, 17, tells her parents she is leaving her beautiful Icelandic shing village to become a poet. In California. Her grandpa has just given her enough money to buy a plane ticket. Her parents are shocked. ‘Sigga’, they tell her, ‘Iceland is best’. But Sigga has a dream. It is going to be simple. She just has to go to the airport and leave. What can possibly go wrong? Her three childhood friends, Kati, Benni and Gunni, don’t want her to go. They offer to drive Sigga to the airport but pick up Nikki, a very good-looking stranger. He has just come back from California. He likes Sigga and wants her to stay. He invites her to a party. She says she will not go. He steals her suitcase. Sigga is furious. She goes to a disastrous poetry class then to the party. Her drink is spiked and wakes up back in her village, brought home by her friends. A little in love, she heads straight back, via a second try at the poetry class. Nikki interrupts with a poem he has composed for her and asks her to be in a friend’s lm. Under pressure from her friends Sigga agrees but at the party sees Nikki with another girl. Broken-hearted, she returns home. Nikki follows. He asks her to marry him. Sigga resists and heads to the airport. Her friends and Nikki come with her. All Sigga now has to do is get through the security gate. Will she succeed or will Nicki stop her from fulfilling her dream.