Diana Rigg látin

Breska leik­kon­an Di­ana Rigg lést í morgun, 82 ára að aldri, en frá því greindi umboðsmaður hennar. Segir í tilkynningu frá honum að leikkonan hafi látist friðsamlega á heimili sínu í nærveru fjölskyldu sinnar.

Rigg var á meðal virt­ustu leik­kvenna í Bretlandi og hún hef­ur meðal annars verið öðluð.

Hún varð heims­fræg fyrir hlutverk sitt sem Emma Peel í bresku spennuþátt­un­um The Avengers í sjón­varpi á sjö­unda ára­tugnum og lék einnig í James Bond-mynd­inni On Her Majesty’s Secret Service að ógleymdri stórsnilldinni The Great Muppet Caper. Margir hverjir þekkja hana einnig sem Olenna Tyrell úr Game of Thrones.