Spennandi hasar framundan frá einum færasta klippara landsins.
Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, er svo sannarlega merkt nokkrum stórum og svölum kvikmyndaverkefnum sem áætlað er að frumsýna á þessu ári. Fyrst ber að nefna Marvel-stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (sem sýnd verður í júlí, að öllu óbreyttu) að ógleymdri hasarmyndinni Kate frá streymisþursanum… Lesa meira
Fréttir
Húsavík og Já fólkið á stuttlista vegna Óskars
Eru Íslendingar komnir til að vera á Óskarsverðlaununum?
Lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er á stuttlista fyrir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, en tilkynningar verða opinberaðar 15. mars næstkomandi. Stuttlistinn umræddi var birtur í gær en þar kemur einnig fram stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson.Já fólkið hefur vakið mikla athygli víða… Lesa meira
Christopher Plummer látinn
Plummer átti langan og glæsilegan feril.
Kanadíski stórleikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Leikarinn var giftur leikkonunni Elaine Taylor í 53 ár og er dóttir þeirra leikkonan Amanda… Lesa meira
„Ég horfði bara á fyrstu þrjár“
Þessu bjuggust aðdáendur ekki við.
Ófáum unnendum Harry Potter-kvikmyndanna var brugðið þegar breski leikarinn Rupert Grint varpaði fram sturlaðri staðreynd um sjálfan sig. Svo herma að minnsta kosti heimildir galdraheimsins en netheimastormurinn hófst þegar Grint var staddur í viðtali við Variety og var þar spurður um tengsl sín og minningar bakvið tjöld myndabálksins stórfræga. „Ég… Lesa meira
Lykilatriði að komast framhjá ofhugsun
Ólafur deilir reynslu sinni og fáeinum brögðum í kvikmyndagerð.
„Sýnishorn [e. stiklur] geta komið flóknum hugmyndum til skila með sekúndubroti,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Þessa dagana býður hann upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare sem gengur út á smíði á einna mínútna stiklu. Flestir þekkja manninn undir nafninu Olaf De Fleur, en… Lesa meira
The Crown og Mank með flestar tilnefningar
Hátíðin fer fram þann 28. febrúar næstkomandi.
Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar í gær og stóðu þættirnir The Crown (fjórða sería) og kvikmyndin Mank uppi með flestar tilnefningar, eða sex talsins. Í kvikmyndahlutanum hafa Golden Globe verðlaunin yfirleitt gefið upp ágæta mynd af þeim titlum sem þykja líklegir á komandi Óskarsverðlaunum. Golden Globe hátíðin fer… Lesa meira
Milljón króna inneign í verðlaun
Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki
Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að haldið verður í þá breytingu sem gerð var á síðasta ári að myndirnar þurfa ekki að vera Íslands frumsýndar heldur nægir að þær hafi verið framleiddar á síðasta ári. Segir áfram í tilkynningunni:… Lesa meira
Listin að gera spennandi stiklu
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson með nýtt námskeið á netinu.
Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið gengur út á smíði á einna mínútna stiklu og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í gegnum þennan hlekk.Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu. Hann er meðal annars… Lesa meira
Alræmd sorpmynd undir smásjánni
Er þetta ein bjánalegasta mynd sinnar tegundar – eða allra tíma?
„Stórkostleg skemmtun frá byrjun til enda með frábærum tæknibrellum.“ Þannig hljómaði bíókynningin á sínum tíma fyrir kvikmynd sem er víða talin ein sú allra versta í sínum geira. Um er að ræða bíómynd sem er ekki aðeins talin vera móðgun gagnvart uppruna sínum, heldur birtist reglulega á botnlistum og er… Lesa meira
Tókst þú eftir þessu í WandaVision?
Marvel-þættirnir eru hlaðnir litlum „páskaeggjum“
Sjónvarpsþættirnir WandaVision úr smiðju Marvel Studios hófu göngu sína fyrr í mánuðinum á streymisveitunni Disney+. Nú eru þrír þættir lentir þegar þessi texti er ritaður og má búast við nýjum á hverjum föstudegi næstu sjö vikurnar. Óhætt er að segja að sjónvarpsserían er með öðruvísi sniði heldur en aðdáendur Marvel-færibandsins… Lesa meira
Þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur í bígerð
Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar.
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið verður betur kynnt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg snemma í febrúar. Á vef Variety er greint frá því að í þáttaröðinni verði fylgst með Vigdísi frá æskuárum hennar og þar til hún var… Lesa meira
Back to the Future í bobba
Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en sjálfur skáldskapurinn sem um ræðir.
Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en sjálfur skáldskapurinn sem um ræðir. Sci-fi gamanmyndin Back to the Future er af mörgum talin sígild og er víða kennd í handritakúrsum. Myndin er eðaldæmi um samansafn margra hráefna sem fóru glæsilega saman, oft á elleftu stundu - af nokkrum hryllingssögum framleiðslunnar… Lesa meira
„Þetta er vandamálið með unga fólkið í dag“
Russell Crowe stekkur kvikmynd sinni til varnar.
„Það kvarta margir undan svefnleysi á tímum faraldursins. Þá ætla ég að mæla með Master & Commander, með hinum yfirleitt grípandi og athyglisverða Russell Crowe. Ég hef aldrei komist yfir fyrstu tíu mínúturnar. Verði ykkur að góðu. Og takk, Russell.“ Svo skrifar Robert McNabb, Twitter-notandi sem tekinn var hressilega á… Lesa meira
Saga Mikkelsens í framleiðslu Baltasars
Samstarfsverkefni Balta og Game of Thrones-leikarans er farið að taka á sig mynd.
Leikstjórinn og ofurframleiðandinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum þessa dagana og hefur lítið látið faraldurinn stöðva maskínuna. Auk sjónvarpsseríunnar Kötlu, sem sýndir verða á Netflix í vor eða sumar, er Baltasar að ljúka við að klippa þriðju þáttaröðina af Ófærð og jafnframt er spennutryllirinn Beast með Idris Elba í vinnslu fyrir Universal Studios. Þá er Baltasar einnig… Lesa meira
Lengsta ofurhetjumynd allra tíma
Það er ekki lengdin sem öllu máli skiptir, heldur skemmtanagildið.
Justice League útgáfa Zacks Snyder verður ekki gefin út í fjórum hlutum eins og áður var gefið upp, heldur sem ein risamynd - cirka 240 mínútur að lengd. Um er þá að ræða lengstu ofurhetjumynd sem hingað til hefur verið gerð og verður hún bönnuð börnum yngri en 17 ára… Lesa meira
Ókeypis myndir á RVK Feminist Film Festival
Vegna COVID fer hátíðin fram á netinu að þessu sinni.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival er hafin og stendur til 17. janúar. Í tilkynningu frá hátíðinni, sem haldin er nú annað skiptið, segir að áfram verði lögð áhersla á kvenleikstýrur, sjóndeildarhringurinn víkkaður og nýju þema bætt við. Haldinn verður Zoom umræðupanell tileinkaður kvikmyndatökukonum. Aðalmarkmiðið í ár er að tengjast… Lesa meira
Ólíklegt að stórmynd Pratts komi í bíó
Tökur á The Tomorrow War fóru meðal annars fram á Vatnajökli.
Lengi hefur staðið til að frumsýna stórmyndina The Tomorrow War í kvikmyndahúsum. Upphaflega átti að frumsýna myndina í fyrra, en hún var síðar færð til júlímánaðar 2021. Þykir nú líklegt að myndin sleppi alfarið bíóútgáfu þar sem streymisrisinn Amazon Prime er í samningaviðræðum um að tryggja sér sýningarréttinn. Samkvæmt vef… Lesa meira
Listræn samsuða af drama og kómedíu
NORMS er glæný íslensk vefþáttaröð.
Norms er ný íslensk vefþáttaröð sem frumsýnd verður á RVK Feminist Film Festival 14. janúar næstkomandi. Þættirnir segja frá Söru, ungri reykvískri konu sem á erfitt með að fóta sig í fyrirsjáanlegum hversdeginum. Drifin áfram af hvatvísi og sjálfseyðingarhvöt setur hún allt á hliðina, eyðileggur sambandið við unnustu sína og… Lesa meira
Óþolandi að leika Bean
Þriðja bíómyndin um Mr. Bean er í vinnslu um þessar mundir.
„Velgengni Mr. Bean hefur aldrei komið mér á óvart. Það er einfaldlega stórfyndið að fylgjast með fullorðnum einstaklingi hegða sér eins og smákrakki án þess að hann gerir sig grein fyrir því,“ segir breski leikarinn Rowan Atkinson um frægustu persónu sína - sem hann þolir ekki að leika. Atkinson tjáði… Lesa meira
Bestu (og verstu) kvikmyndir 2020
Rúmlega 40 titlar. Dembum okkur í þetta.
Nú þegar (bíó)árið er að baki þýðir ekki annað en að gera upp framlög til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur.Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndnustu? Hverjar voru mest spennandi, fallegastar og hverjar skildu mesta óbragðið eftir sig?Þetta eru spurningarnar sem margir bíófíklar og sjónvarpshámarar eiga… Lesa meira
25 vinsælustu myndirnar á Netflix árið 2020
Jólamyndir og gredda á toppnum.
Af þeim kvikmyndum sem eru í boði eyddu notendur Netflix mestum tíma í jólamyndir, stjörnufans, hasar og umdeilda afar greddumynd á nýliðnu ári. Streymisrisinn upplýsti notendur sína á dögunum um 25 mest streymdu kvikmyndatitla 2020. Kemur það sjálfsagt fáum á óvart hvaða titill rauk á toppinn, þó magn jólamynda gæti… Lesa meira
Hversu ruglað var 2020 í poppkúltúr?
Getur hugsast að hið ómögulega COVID-ár hafi verið besta ár Íslandssögu í poppkúltúrnum?
2020 er að baki. Farið. Búið. Bless. En aldeilis verður erfitt eða rétt um bil ómögulegt að gleyma þeim farangri sem árið bar í skauti sér. Með útbreiðslu COVID-19 fór ekki einungis allt á hliðina víða um heim, heldur tók þetta heim poppkúltúrsins með sér á marga vegu. Stórar breytingar,… Lesa meira
Þetta segja landsmenn um Skaupið: „Love love love á þetta skaup!“
Það streymdu inn sterkar skoðanir á Áramótaskaupinu, að venju.
Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt í jákvæðari kantinum þetta árið, af fyrstu tístum landsmanna að dæma.Í Skaupinu var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp… Lesa meira
Sér eftir hlutverki Bond-stúlkunnar
„Með aldrinum áttaði ég mig á því hversu margt er á gráu svæði varðandi konur í Bond-myndum.“
Breska leikkonan Gemma Arterton ber ekki hlýjan hug til ákvörðun sinnar um að gerast svonefnd Bond-stúlka í hasarmyndinni Quantum of Solace. Myndin var gefin út árið 2008 - við mikla aðsókn en dræmar viðtökur - og fór þar Arterton með hlutverk MI6 njósnarans Strawberry Fields, persónu sem leikkonan segir hafa… Lesa meira
Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu
Margir snillingar féllu frá árið 2020.
Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikkonur frá gullaldarárum Hollywood, upprennandi stórleikara, brautryðjandi Íslendinga, tvo fræga úr heimi Star Wars og uppáhalds James Bond leikara… Lesa meira
10 vinsælustu sjónvarpsþættir Netflix árið 2020
Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit vöktu athygli víða þetta árið.
Notendur Netflix eyddu mestum tíma í að horfa á Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit þetta árið. Streymisrisinn upplýsti notendur sína á dögunum um hvert vinsælasta sjónvarpsefni ársins 2020 væri og ættu upplýsingarnar ekki að koma mörgum á óvart.Listinn byggir á því hversu margir notendur horfðu á minnst… Lesa meira
Wonder Woman 3 í bígerð
WW84 hefur verið á vörum margra yfir hátíðirnar.
Framleiðsla á þriðju kvikmyndinni um Wonder Woman er þegar hafin og mæta þær Gal Gadot og Patty Jenkins leikstjóri aftur til leiks til að klára þríleikinn.Kvikmyndaverið Warner Bros. tilkynnti þetta um leið og aðsókn og áhorfstölur streymdu inn fyrir Wonder Woman 1984. Myndin var frumsýnd víða um heim í kvikmyndahúsum… Lesa meira
Bond til sölu?
Serían leitar mögulega að nýju heimili.
Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. hyggjast selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann hennar hátignar, James Bond. Frá því er meðal annars greint á vef Wall Street Journal og segir þar að vonast sé til með sölunni að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisþjónusta. MGM inniheldur alls rúmlega fjögur þúsund titla og sautján þúsund klukkustundir af sjónvarpsefni. Hermt er að markaðsvirði… Lesa meira
Ást, ófriður og undur yfir meðallag
Wonder Woman 1984 er fínasta eitur fyrir hina svartsýnustu.
Það er skandall að á meðan tíu kvikmyndir þar sem Spider-Man kemur við sögu og töluvert fleiri með Batman, að Wonder Woman hafi fyrst fyrir þremur árum birst í kvikmynd. Að vísu hafði Zack Snyder kynnt hana til leiks árið 2016 í hinni ofhlöðnu ‘Dawn of Justice,’ þar sem Gal… Lesa meira
Af hverju Friends?
Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu?
Hvort ert þú meira Seinfeld eða Friends megin í lífinu? Í aðdraganda þess að frægu sexmenningar Central Perk hverfa af streymi Netflix nú um áramótin þykir kjörið að skoða aðeins sögu, einkenni og vinsældir þáttanna. Auk þess þykir vert að kanna það hvers vegna þekktar persónur grínþátta verða svona oft… Lesa meira

