Milljón króna inneign í verðlaun

Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að haldið verður í þá breytingu sem gerð var á síðasta ári að myndirnar þurfa ekki að vera Íslands frumsýndar heldur nægir að þær hafi verið framleiddar á síðasta ári.

Segir áfram í tilkynningunni:

Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi
kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að Stockfish hafi viljað gefa fleirum kost á þátttöku án þess að takmarka möguleika þeirra á öðrum hátíðum.

„Það er mikilvægt fyrir upprennandi kvikmyndagerðarfólk að geta sýnt verk sín á fleiri en einni íslenskri hátíð. Þess fyrir utan viljum við verðlauna það besta sem var framleitt á síðasta ári en ekki takmarka okkur við ósýndar myndir.“

Sú stuttmynd sem valin verður besta mynd Sprettfisks fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði en Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda – og sjónvarpsgerð. Sigurvegari síðasta árs var myndin Sigurvegari síðasta árs var Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og hefur hún síðan farið á fjölmargar kvikmyndahátíðir og vann t.a.m. Eddu verðlaunin fyrir bestu stuttmyndina.

Ninna Pálmadóttir