Hversu ruglað var 2020 í poppkúltúr?

2020 er að baki.

Farið. Búið. Bless.

En aldeilis verður erfitt eða rétt um bil ómögulegt að gleyma þeim farangri sem árið bar í skauti sér. Með útbreiðslu COVID-19 fór ekki einungis allt á hliðina víða um heim, heldur tók þetta heim poppkúltúrsins með sér á marga vegu. Stórar breytingar, stórir titlar, skandalar, frestanir, rakettuforskot streymisþjónusta fram yfir kvikmyndahús.

Það er úr svo miklu að taka, en mikilvægt er að skoða hvað úr skemmtanaiðnaðinum náði að fótfesta sig og síast inn í breiðari umræðu.
Sigurjón og Tómas fagna nýja árinu, fullir bjartsýni, ringulreið, staðreyndarmolum og setja upp gleraugun til að greiða úr þeirri flækju sem blasir við.

Hverju munum við eftir – og hverju viljum við helst gleyma?
Getur hugsast að hið ómögulega COVID-ár hafi verið besta ár Íslandssögu í poppkúltúrnum?

Og er helvítið hann Hamilton þess virði að sjá?

Þáttinn má nálgast gegnum Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Gleðilegt árið, kæru hlustendur!