Back to the Future í bobba

Sagan á bakvið skáldskapinn er oft lygilegri en sjálfur skáldskapurinn sem um ræðir. 

Sci-fi gamanmyndin Back to the Future er af mörgum talin sígild og er víða kennd í handritakúrsum. Myndin er eðaldæmi um samansafn margra hráefna sem fóru glæsilega saman, oft á elleftu stundu – af nokkrum hryllingssögum framleiðslunnar að dæma.

Það þurfti ansi lítið til að lokaafraksturinn hefði aldrei orðið að því yndislega barni síns tíma sem við fengum, og tilheyrandi framhaldsmyndum. 

Poppkúltúr skoðar þessa bobba, hvað hefði getað orðið með minnstu sveiflu og hvernig tíminn hefur farið með Aftur til framtíðar.

Þáttinn má nálgast hér eða gegnum Spotify hlekkinn að neðan.

Poppkúltúr hóf göngu sína í september og er í umsjón Sigurjóns Inga Hilmarssonar og Tómasar Valgeirssonar. Saman hafa þeir svarað kalli hlustenda hvað umræðuefni varðar og eru opnir fyrir uppástungum um málefni til að tala um. Þátturinn er reglulega gefinn út á Kvikmyndir.is og helstu á hlaðvarpsveitum.

Ef þú, hlustandi góður, hefur tillögu að umræðuefni eða spurningu sem þú vilt koma að í þættinum, bendum við á athugasemdasvæðið hér að neðan. Einnig má senda póst á netfangið tommi@kvikmyndir.is.