Listin að gera spennandi stiklu

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið gengur út á smíði á einna mínútna stiklu og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í gegnum þennan hlekk.

Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndunum Blindsker: Saga Bubba Morthens, The Amazing Truth About Queen Raquela, Borgríki, Borgríki 2 og jafnframt unnið með stórrisunum hjá Netflix með hryllingsmyndinni Malevolent, fyrstur íslenskra leikstjóra til að gefa út kvikmynd sem frumsýnd var á streyminu.

„Sýnishorn [e. stiklur] geta komið flóknum hugmyndum til skila með sekúndubroti,“ segir Ólafur í kynningarmyndbandi fyrir námskeiðið.

Myndbandið má sjá hér.