Broddgöltur á toppinn og Parasite rýkur upp listann

Það kemur ekki á óvart að Sonic: The Hedgehog hafi farið beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, því myndin fjallar um leiftursnöggan bláan broddgölt. Þá má segja að velgengni næst vinsælustu kvikmyndarinnar, Klovn: The Final, komi ekki á óvart heldur, því þar eru á ferð æringjar og Íslandsvinir miklir, þeir Frank og Casper.

Einbeittur broddgöltur.

Þriðja sæti listans fellur svo toppmynd síðustu viku í skaut, myndarinnar um Harley Quinn; Birds of Prey.

Athygli vekur að Parasite, sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á dögunum, þýtur upp um 14 sæti á listanum milli vikna, en hún hefur verið í bíó í nítján vikur hér á landi.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: