Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

30. desember 2024
ÆvintýriSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Saga breska tónlistarmannsins Robbie Williams allt frá barnæsku og þar til hann varð yngsti meðlimur strákabandsins vinsæla Take That og sló síðar aftur í gegn sem tónlistarmaður undir eigin nafni. Á sama tíma mætti hann ýmsum áskorunum sem fylgdu frægðinni.
Útgefin: 30. desember 2024
1. janúar 2025
HrollvekjaÆvintýriRáðgáta
Leikstjórn Robert Eggers
Hrollvekjandi saga af þráhyggjusambandi ungrar konu og hræðilegrar vampíru sem er gagntekin af henni.
Útgefin: 1. janúar 2025
1. janúar 2025
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Halina Reijn
Forstjóri í stóru fyrirtæki setur ferilinn og fjölskylduna í hættu þegar hún byrjar í sjóðheitu sambandi við ungan starfsnema.
Útgefin: 1. janúar 2025
9. janúar 2025
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 9. janúar 2025
9. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Edward Berger
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
Útgefin: 9. janúar 2025
9. janúar 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Christian Gudegast
Big Nick er hér aftur á ferð í Evrópu og nálgast nú Donnie, sem er flæktur í sviksamlegan og óútreiknanlegan heim demantaþjófnaðar og hina alræmdu Panther mafíu. Á sama tíma er er risastórt rán í heimsins stærstu demantakauphöll í undirbúningi.
Útgefin: 9. janúar 2025
16. janúar 2025
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
Útgefin: 16. janúar 2025
16. janúar 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Leigh Whannell
Hjónaband Blake og Charlotte er að gliðna í sundur. Blake sannfærir konu sína um að fara í frí útfyrir bæinn og heimsækja gamla heimabæinn í Oregon. Þegar þau koma í sveitina um nóttina ræðst eitthvað dýr á þau og þau læsa sig inni í húsinu á meðan skepnan er fyrir utan. En eftir því sem líður á nóttina fara undarlegar breytingar að verða á Blake. Hann hagar sér æ undarlegar og svo virðist sem hann sé að ummyndast í eitthvað óþekkjanlegt fyrirbæri.
Útgefin: 16. janúar 2025
16. janúar 2025
SpennaDrama
Leikstjórn Guy Ritchie
Tveir flóttasérfræðingar þurfa að skipuleggja undankomu fyrir háttsettan kvenkyns samningamann.
Útgefin: 16. janúar 2025
17. janúar 2025
Gaman
Leikstjórn Artus
Þegar hópur fólks með ólíkan bakgrunn kemur saman, leiðir tilviljun til dásamlegra augnablika sem minna okkur á fegurðina í smáum atriðum lífsins. Með léttum húmor og hjartnæmum boðskap er kvikmyndin falleg áminning um að stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.
Útgefin: 17. janúar 2025
18. janúar 2025
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Alain Guiraudie
Jérémie er mættur í heimabæ sinn í jarðarför fyrrverandi yfirmanns síns, sem er bakarinn í þorpinu. Hann ákveður að staldra við í nokkra daga og búa hjá ekkju mannsins. Dularfullt mannshvarf, ógnandi nágranni og prestur sem ekki er allur þar sem hann er séður....
Útgefin: 18. janúar 2025
23. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Mel Gibson
Flugmaður og lögreglufulltrúi eru að fylgja eftirlýstum manni í réttarhöld. Á leið yfir óbyggðir Alaska eykst spennan um borð og það reynir á traust milli manna. Svo virðist sem einhverjir í vélinni séu að villa á sér heimildir.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota og risi hans til frægðar og frama.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thordur Palsson
Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ. Allar tilraunir til að bjarga áhöfninni munu hafa áhrif á matarforða bæjarins, þar sem íbúar svelta.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
Drama
Leikstjórn Brady Corbet
Hinn framsækni arkitekt László Tóth kemur til Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöldina til að skapa sér nýja framtíð, og hefja nýtt líf með eiginkonu sinni, en þau skildust að í stríðinu vegna breytinga á landamærum í Evrópu. Hann sest að í Pennsylvaníu þar sem hinn auðugi iðnjöfur Harrison Lee Van Buren sér hvað í hann er spunnið og vill nýta krafta hans til uppbyggingar. En völd og arfleifð kosta sitt.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
SpennaDramaÆvintýri
Edmond Dantes er ranglega handtekinn og fangelsaður á brúðkaupsdegi sínum fyrir glæp sem hann ekki framdi. Eftir fjórtán ár í grjótinu, á eyjunni Château d’If, tekst honum að flýja og tekur upp nafnið Greifinn af Monte-Cristo. Hann ákveður að hefna sín á mönnunum þremur sem sviku hann.
Útgefin: 23. janúar 2025
30. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Drew Hancock
Hey þú. Leið/ur á að fletta? Leið/ur á að ekki sé tekið eftir þér? Finnst þér eins og það vanti hluta af þér? FindYourCompanion.com mun finna þann eða þá einu réttu.
Útgefin: 30. janúar 2025
6. febrúar 2025
GamanDrama
Leikstjórn Jesse Eisenberg
Hinir ólíku frændur David og Benji fara saman í ferðalag til Póllands til að heiðra ástkæra ömmu sína. Ævintýrið tekur óvænta stefnu þegar gamlar deilur félaganna koma aftur fram á sjónarsviðið.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
GamanRómantíkHrollvekja
Leikstjórn Josh Ruben
Þegar ástarmorðinginn lætur til skarar skríða í Seattle eru tveir aðilar sem vinna yfirvinnu saman á Valentínusardaginn teknir í misgripum fyrir par, en morðinginn útsmogni leggur snörur sínar fyrir pör. Núna þurfa þeir að eyða rómantískasta kvöldi ársins á flótta, í baráttu fyrir lífi sínu.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
SpennaGaman
Leikstjórn Jonathan Eusebio
Fasteignasali þarf að taka aftur upp fyrri iðju sem slagsmálahetja, þegar fyrrum félagi hans birtist á ný með ógnvænleg skilaboð. Með bróður sinn glæpaforingjann á hælunum, þá neyðist hann til að horfast í augu við fortíðina og söguna sem hann gat ekki grafið að fullu.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Browngardt
Porky og Daffy verða ólíklegar hetjur þegar skrípalæti þeirra í tyggjóverksmiðju bæjarins leiða í ljós háleynilegt geimverusamsæri. Þeir eru staðráðnir í að bjarga bænum og öllum heiminum ... ef þeir ná þá ekki að gera hvorn annan brjálaðan áður.
Útgefin: 6. febrúar 2025
6. febrúar 2025
DramaÍslensk mynd
Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.
Útgefin: 6. febrúar 2025
13. febrúar 2025
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Bridget Jones er nú komin á sextugsaldur og tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af hennar tíma og orku.
Útgefin: 13. febrúar 2025
14. febrúar 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
Útgefin: 14. febrúar 2025
20. febrúar 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundamaðurinn verður til. Hundamaður ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundamaðurinn venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
Útgefin: 20. febrúar 2025
20. febrúar 2025
GamanHrollvekja
Leikstjórn Osgood Perkins
Þegar tvíburabræðurnir Bill og Hal finna gamlan tuskuapa pabba síns uppi á háalofti fara hrottaleg dauðsföll að eiga sér stað. Bræðurnir ákveða að henda dótinu og halda áfram með lífið, og smátt og smátt fjarlægjast þeir hvorn annan.
Útgefin: 20. febrúar 2025
27. febrúar 2025
Drama
Leikstjórn Alex Parkinson
Kafari er fastur á botni Norðursjávarins og þegar loftslangan hans fer í sundur vegna óróa í hafinu og mistaka í skipinu fyrir ofan, þá á hann aðeins fimm mínútna skammt af súrefni eftir. Hann er nú í algjöru myrkri og nístandi kulda og engin von er um björgun næstu þrjátíu mínúturnar.
Útgefin: 27. febrúar 2025
27. febrúar 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Bryan Bertino
Ung kona þarf að berjast fyrir lífi sínu þegar hún rennur niður óþægilega kanínuholu sem falin var inni í dularfullri gjöf frá gesti seint um kvöld.
Útgefin: 27. febrúar 2025
6. mars 2025
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ryan Coogler
Tvíburabræður í leit að betra lífi snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Útgefin: 6. mars 2025
6. mars 2025
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Tim Fehlbaum
Bandarískt fréttateymi sem er statt á sumarólympíuleikunum í Munchen í Þýskalandi árið 1972 þarf að beina athyglinni að dramatískri gíslatöku þar sem ísraelskum íþróttamönnum er haldið föngnum. Ungur framleiðandi, sem óvænt lendir í því að segja fréttir í beinni útsendingu, þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar klukkan tifar, orðrómur breiðist út og líf gíslanna hangir á bláþræði.
Útgefin: 6. mars 2025
13. mars 2025
SpennaGamanSpennutryllir
Leikstjórn Robert Olsen, Dan Berk
Nathan Caine fæddist með þann sjaldgæfa kvilla að vera ónæmur fyrir sársauka. Hann ólst upp við mikið öryggi og lærði að borða þannig að hann biti ekki eigin tungu af í ógáti. Og hann lærði að passa sig á að fara reglulega á klósettið. En þegar rán er framið í bankanum hans og kærastan tekin sem gísl, þá verður þessi eiginleiki hans að hans stærsta kosti, og hann heldur af stað í björgunarleiðangur.
Útgefin: 13. mars 2025
13. mars 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Leit manns að sjálfum sér fléttast saman við skyldur hans og umhyggju gagnvart þjóðinni, sem leiðir hann á krossgötur.
Útgefin: 13. mars 2025
20. mars 2025
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Leikin útgáfa af Disney teiknimyndinni Mjallhvíti og dvergunum sjö frá árinu 1937.
Útgefin: 20. mars 2025
2. apríl 2025
SpennaÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
Útgefin: 2. apríl 2025
10. apríl 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn James Hawes
Bráðsnjall en einrænn dulmálssérfræðingur hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tekur málin í eigin hendur þegar yfirmenn hans halda að sér höndum, eftir að eiginkona hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Lundúnum.
Útgefin: 10. apríl 2025
10. apríl 2025
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann.
Útgefin: 10. apríl 2025
17. apríl 2025
GamanÆvintýri
Leikstjórn Bong Joon-ho
Mickey Barnes er lentur í þeim óvenjulegu aðstæðum að hann er að vinna fyrir vinnuveitanda sem krefst hinnar endanlegu fórnar - að vinna við að deyja. Hann getur sem sagt endurfæðst í sífellu og minnið haldist óskaddað, en hlutirnir geta þó farið illilega úrskeiðis.
Útgefin: 17. apríl 2025
24. apríl 2025
DramaHrollvekja
Leikstjórn David F. Sandberg
Átta vinir eru fastir í skíðaskála lengst uppi í fjalli og uppgötva að þeir eru ekki einir. Óttinn og spennan eykst og þeir þurfa að hafa sig alla við til að þrauka í gegnum nóttina.
Útgefin: 24. apríl 2025
24. apríl 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Gavin O'Connor
Þegar fyrrum yfirmaður Medina er drepinn af óþekktum leigumorðingjum neyðist hún til að leita hjálpar hjá Christian. Með hjálp bróður síns, hins stórhættulega Brax, hefst hinn bráðsnjalli Chris handa við að leysa málið og notar til þess vafasamar aðferðir að vanda.
Útgefin: 24. apríl 2025
30. apríl 2025
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Jake Schreier
Hópur ofurþorpara er ráðinn í verkefni fyrir hið opinbera.
Útgefin: 30. apríl 2025
8. maí 2025
Drama
Leikstjórn Kogonada
David fer í brúðkaup í gamla bílnum sínum. Þar hittir hann Sarah og saman fara þau í ferðalag sem GPS leiðsögukerfi bifreiðarinnar stingur upp á. Á leiðinni ræða þau fortíðina og skoða landslagið, og tengjast dýpri böndum. Þegar þau horfa fram á veginn og inn í framtíðina standa þau frammi fyrir erfiðri ákvörðun um sambandið.
Útgefin: 8. maí 2025
15. maí 2025
22. maí 2025
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Dean Fleischer Camp
Leikin útgáfa af hinni sígildu Disney teiknimynd Lilo and Stich.
Útgefin: 22. maí 2025
29. maí 2025
SpennaDramaFjölskylda
Leikstjórn Jonathan Entwistle
Daniel kemur til Beijing þar sem Hr. Han bíður hans. Han er kominn með nýjan skjólstæðing Li Fong. Kennararnir tveir taka höndum saman til að leiðbeina Li Fong en svo er að sjá hvort aðferðir þeirra passi saman og skili árangri.
Útgefin: 29. maí 2025
5. júní 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Len Wiseman
Ungur kvenkyns leigumorðingi leitar hefnda gegn fólkinu sem drap fjölskyldu hennar. Myndin gerist á sama tíma og atburðirnir í John Wick: Chapter 3 - Parabellum.
Útgefin: 5. júní 2025
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025
19. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Danny Boyle
Það eru næstum þrír áratugir liðnir síðan veiran slapp úr efnavopnarannsóknarstofu, og núna, í hámarks öryggiseinangrun, hafa nokkrar náð að lifa af í þeim smituðu. Einn slíkur hópur eftirlifenda býr á lítilli eyju sem tengist meginlandinu með upphækkuðum vegi. Þegar einn úr hópnum fer af eynni yfir á meginlandið kemst hann að leyndarmálum, undrum, og hryllingi sem hefur stökkbreytt ekki bara þeim sýktu heldur öðrum eftirlifendum líka.
Útgefin: 19. júní 2025
26. júní 2025
DramaÍþróttir
Leikstjórn Joseph Kosinski
Kappakstursgoðsögnin Sonny Hayes er fenginn til að taka ökuhanskana af hillunni til að leiða Formúlu 1 lið til sigurs. Á sama tíma og hann leiðbeinir einnig ungum og efnilegum ökuþór fær hann eitt tækifæri enn í sviðsljósinu.
Útgefin: 26. júní 2025
10. júlí; 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Superman reynir að samræma kryptonska arfleifð sína og uppvöxt á Jörðu sem Clark Kent. Hann er holdtekja sannleikans, réttlætisins og bandarískra gilda í heimi sem lítur á þetta allt saman sem gamaldags viðhorf.
Útgefin: 10. júlí 2025
14. ágúst 2025
1. júlí; 2026
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 1. júlí 2026