Undanfarin ár þá hef ég, Þráinn Halldór Halldórsson, valið bestu og verstu myndir hvers árs sem um ræðir. Fyrir árið 2006 valdi ég Children of Men sem bestu mynd ársins og árið 2007 var Sunshine fyrir valinu.
Eftirfarandi er listi minn yfir bestu (topp 10) og verstu (topp 5) myndir ársins 2008
10.Miroir noir

Ég nota 10.sætið til að setja inn aðeins öðruvísi mynd, en Miroir Noir er án efa besta tónleikamynd ársins (já betri en Shine A Light eða U2-3D). Hljómsveitin Arcade Fire ákvað að taka með sér upptökuvél á tónleikaferðalag sitt eftir að tökum á nýjustu plötunni, Neon Bible, var lokið – og út kom þessi mynd. Þrátt fyrir daufa punkta hér og þar tekst þeim að halda þessu fjandi áhugaverðu og eiga skilið 10.sætið á lista bestu mynda ársins 2008. Myndin er vel aðgengileg á netinu og hægt að kaupa á http://www.miroir-noir.com/
9.Taken

Taken er sú mynd með hæsta skemmtanagildi á nýliðnu ári. Besta hreinræktaða spennumynd ársins er kannski hefðbundin, en öll hasaratriði; allir leikarar og handritið er bara svo fjandi svalt að það væri skandall að hafa hana ekki á þessum topplista. Liam Neeson er harðasti mannfjandi sem sést hefur á hvíta tjaldinu í þónokkurn tíma og uppi stendur mynd sem kemur virkilega á óvart.
8.WALL·E

Án efa besta teiknimynd síðasta árs (hún hlaut ekki Óskarinn fyrir ekki neitt1) og það er í raun ótrúlegt að þessi mynd hafi fengið græna ljósið frá upphafi, vegna þess hversu sérstök hún er. Það er lítið talað og hljóð vélmennanna fá að njóta sín. Það kemur á óvart hvað hún er meira miðuð að eldri aldurshópum og er í raun frábær vísindaskáldskapur.

Besta gamanmynd síðasta árs, ágætlega leikin, gott handrit og ansi þétt mynd í heildina litið. Fáránlega gróf á tímum og Jason Segel hefði alveg mátt fara í buxur. Veikasti punkturinn er leikur Mila Kunis sem er vægast sagt ömurleg, en hún er heit þannig að þetta er í lagi.
6.Let The Right One In (Låt den rätte komma in)

Sænsk hryllingsmynd/spennutryllir um 12 ára strák sem er lagður í einelti og eignast vinkonu sem reynist vera vampíra. Það er best að líkja þessari mynd við Twilight á sterum. Hún hefur unnið mörg verðlaun og sló í gegn í Svíþjóð, en þetta er ein af þeim myndum sem teknar eru til greina hjá kvikmyndaklúbbnum Gagnrýnandinn, s.s. ef hún hlýtur nógu mörg atkvæði áhorfenda í kosningu hjá þeim þá mun hún koma í kvikmyndahús. Myndatakan er ein af þeim betri sem maður hefur séð síðustu ár. Snilld.

Ed Harris leynir á sér en hann skrifaði handritið að, lék og leikstýrði þessum mergjaða vestra sem Sena flutti inn á árinu. Harris og Viggo Mortensen mynda ótrúlega gott leikarapar, en frammistaða Renee Zellweger hefur verið betri. Mjög góður vestri hér á ferð.

Ég er langt frá því að vera Woody Allen mann og Vicky Cristina Barcelona er langt frá því að vera hans besta mynd. Hún gerir hins vegar nákvæmlega það sem hún á að gera og verður að teljast vera besta rómantíska gamanmynd ársins. Scarlett, Bardem og þá sérstaklega Penélope Cruz eru fáránlega góð í hlutverkum sínum og svo lengi sem þú lætur stefnuleysi (að mínu mati góður hlutur í þessu tilviki) ekki fara í taugarnar á þér þá er þessi garanteruð skemmtun.

Kate Winslet og David Kross standa sig ótrúlega vel í mynd sem er með svo flott sögusvið að það hálfa væri nóg. Þessi mynd er alger dáleiðsla frá upphafi til enda enda grípandi saga til staðar. Myndin heldur dampi allan tímann og hringsólar vel í kringum þær lykilpersónur sem eiga við hverju sinni.

Besta heimildarmynd síðasta árs, og ef það væri ekki fyrir froðufellandi snilld sem kom út síðasta sumar þá væri þessi mynd í fyrsta sætinu. Ég hef aldrei verið jafn sáttur með nokkra heimildarmynd í gegnum tíðina, enda segir það sig sjálft að þetta er best gagnrýnda mynd ársins. Hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin og fjallar um Frakka sem tekur sig til og labbar á milli tvíburaturnanna sálugu á reipi (já!). Verður sýnd á bíódögum græna ljóssins 17.apríl – 4.maí.

Þetta kemur engum á óvart. Besta spennumynd ársins og ein af betri myndum sem ég hef séð í gegnum tíðina. The Dark Knight er svo fáránlega þétt að þú hreinlega verður, VERÐUR, að sjá hana nokkrum sinnum til þess að meta hana fyrir það sem hún er. Gjörsamlega sprengdi skalann þegar hún kom út og hækkaði standardinn allverulega fyrir ofurhetjumyndir komandi ára. Heath Ledger er magnaður í hlutverki sínu.
Verstu myndir ársins 2008
5.Jumper

Manninum sem tókst nánast að eyðileggja Star Wars er hér í essinu sínu í ömurlegri mynd. Það er ágætis effort lagt í myndina en allt í kringum hana er ,,fleh“ og leiðinlegt og óáhugavert. Það er líka alls ekki gaman að sjá Samuel L. Jackson með snjóbolta á hausnum í 90 mínútur. Rachel Bilson er heit, það er það eina sem bjargar þessari mynd að einhverju leiti.

Það er varla að ég nenni að eyða púðri í þetta rusl. Hroðaleg mynd sem skildi við mig pirraðan, en ég var rjúkandi af reiði þegar ég gekk út úr bíósalnum. Ekki endilega vegna þess hversu illa leikin þessi mynd var eða hversu sögulegar staðreyndir eru gjörsamlega út í hött – heildur hreinlega hversu ótrúlega léleg myndin var í heild sinni. Ekki 1 góður hlutur til staðar. Hvernig í fjandanum komst þessi mynd í gegn ?

Ég dýrka Shyamalan sem leikstjóra og var örugglega sá eini á Íslandi sem virkilega fílaði Lady in the Water. Hér fer hann allverulega yfir strikið, sem væri venjulega í lagi ef myndin væri að minnsta kosti vel leikin (sem The Happening er ekki). Zooey Deschanel verður sér til skammar í hlutverki sínu og Marky Mark er sofandi í gegnum mestalla myndina. Gríðarleg vonbrigði, líklega stærstu vonbrigði ársins að mínu mati.
2. Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull

Ég hélt í alvöru að ég myndi setja Indy í efsta sætið yfir verstu myndir síðasta árs, en vonandi gengur honum betur í fimmtu myndinni. Ég er mikill Indy fan og var því spenntur þegar þessi kom í bíó. Indy 4 er skýrt dæmi hvernig á að eyðileggja franchise og ég vona að George Lucas og Steven Spielberg séu sáttir við þetta rúnkefni sem þeir telja þessa mynd vera. Hlaut yfir meðallagi góða dóma þegar hún kom út, en dómarnir hafa farið versnandi með tímanum. Þessi mynd er rusl frá upphafi til enda.
1.Heiðin

Alvöru íslensk skítahrúga. Hroðaleg mynd. Byrjar vel en þegar allt kemur til alls þá stendur EKKERT uppi nema leikur Jóhanns Sigurðssonar og litla lambið sem var drepið (allt í gervi þó). Búhú.

