Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd frekar slaka dóma, ég vissi af því þegar ég horfði á hana. Hún er stór, vitlaus og ótrúleg en það var í raun bara ein ástæða fyrir því að ég horfði á hana, DÝRIN. Í þessari mynd eru mammútar, sverðtennt tígrisdýr og risa fuglar (strútslegir fuglar sem kallast terror birds). Of mikil freisting fyrir mig. Dýrin eru ekki nálægt Jurrassic Park gæðum, meira eins og Ice Age. Í heild er ekki hægt að segja annað en að myndin sé misheppnuð. Samtöl eru hallærisleg, leikurinn slakur og plottið óáhugavert. Hún minnti mig á Pathfinder og Apocalypto og ef dýrin hefðu ekki verið pínu áhugaverð hefði hún verið algjör tímasóun. Maður fær það samt á tilfinninguna að menn hafi virkilega reynt sitt besta að búa til meistaraverk. Hæfileikinn var einfaldlega ekki til staðar.
Myndin fer mjög frjálslega með staðreyndir. Til dæmis eiga terror birds ekki að hafa verið upp á þessum tíma. Þeir dóu út fyrir um 2 milljónum árum síðan.
http://en.wikipedia.org/wiki/Phorusrhacidae
Þegar maður lítur yfir sögu leikstjórans sér maður nokkuð skýra mynd. Hann gerir stórar myndir sem eru yfirleitt ekki betri en í meðallagi góðar. Ég verð að segja að ég held að besta myndin hans sé Universal Soldier :-)
Guð minn almáttugur
Mér finnst þetta alveg frábærilega ÖMURLEG MYND. Allt í lagi, mér finnst þessi leikstjóri skemmtilegur (stundum) en vá..þetta var hræðilegt af honum. Sko, ég veit ekki hvaðan þessir leikarar koma og söguþráðurinn er leim. Dýrin eru líka asnalega og líka NÖFNIN á köllunum.
Sko sverðljónið framan á myndini var bara í 2 atriðum í myndini. Og það tengdist ekki rassgat fjallaendanum framan á. Svo alltaf þegar hann hefur tækifæri á að ná stelpunni...þá ná vondu kallarnir hana aftur. Og svo þegar vondi kallinn drepur stelpuna..þá lifnar hún aftur við. HAPPY ENDING FUCKERS. Ég búaði yfir myndini þegar ég var búinn að sjá hana.
ég gef myndini hálfa stjörnu af fimm fyrir brellur.
Mér finnst þetta alveg frábærilega ÖMURLEG MYND. Allt í lagi, mér finnst þessi leikstjóri skemmtilegur (stundum) en vá..þetta var hræðilegt af honum. Sko, ég veit ekki hvaðan þessir leikarar koma og söguþráðurinn er leim. Dýrin eru líka asnalega og líka NÖFNIN á köllunum.
Sko sverðljónið framan á myndini var bara í 2 atriðum í myndini. Og það tengdist ekki rassgat fjallaendanum framan á. Svo alltaf þegar hann hefur tækifæri á að ná stelpunni...þá ná vondu kallarnir hana aftur. Og svo þegar vondi kallinn drepur stelpuna..þá lifnar hún aftur við. HAPPY ENDING FUCKERS. Ég búaði yfir myndini þegar ég var búinn að sjá hana.
ég gef myndini hálfa stjörnu af fimm fyrir brellur.
La-la.
Þessi mynd nær aldrei að vera eitthvað, hún augljóslega ætlað
að vera þessi dæmigerða stórmynd en nær því aldrei.
Ég myndi sam sem áður ekki segja að þessi mynd rusl, því
leikurinn í henni er með ágætur og myndin er í ágætum höndum;
Roland Emmerich, sem hefur gert myndir eins og Day after Tomorrow og
The Patriot. 5 stjörnur...
Þessi mynd nær aldrei að vera eitthvað, hún augljóslega ætlað
að vera þessi dæmigerða stórmynd en nær því aldrei.
Ég myndi sam sem áður ekki segja að þessi mynd rusl, því
leikurinn í henni er með ágætur og myndin er í ágætum höndum;
Roland Emmerich, sem hefur gert myndir eins og Day after Tomorrow og
The Patriot. 5 stjörnur...
B-stórmynd
Það sem pirraði mig mest við þessa "stórmynd" var hvað menn töluðu stirðbusalega ensku. Líklega hefur það verið listræn ákvörðun leikstjórans til að reyna að telja manni trú um að menn hafi ekki talað oxford ensku þarna í eldgamla daga.
Myndin hefur yfir sér sterkan B-mynda brag og leikurinn er hálf stirður í flestum tilfellum. Aðalleikkonan þurfti reyndar mjög takmarkað að leika, og ekki sagði hún mörg orð að mig minnir.
Hápunktur myndarinnar var klárlega þegar steinaldarmennirnir voru að veiða Mammútinn, eða Mannakann, eins og hann hét greinilega í þá daga.
En best að hafa ekkert fleiri orð um þessa mynd. Hún á varla skilið nema 4 stjórnur af 10, þó ég geti ekki alveg sagt fyrir hvað þær stjörnur eru.
Það sem pirraði mig mest við þessa "stórmynd" var hvað menn töluðu stirðbusalega ensku. Líklega hefur það verið listræn ákvörðun leikstjórans til að reyna að telja manni trú um að menn hafi ekki talað oxford ensku þarna í eldgamla daga.
Myndin hefur yfir sér sterkan B-mynda brag og leikurinn er hálf stirður í flestum tilfellum. Aðalleikkonan þurfti reyndar mjög takmarkað að leika, og ekki sagði hún mörg orð að mig minnir.
Hápunktur myndarinnar var klárlega þegar steinaldarmennirnir voru að veiða Mammútinn, eða Mannakann, eins og hann hét greinilega í þá daga.
En best að hafa ekkert fleiri orð um þessa mynd. Hún á varla skilið nema 4 stjórnur af 10, þó ég geti ekki alveg sagt fyrir hvað þær stjörnur eru.
Eitt almesta rusl sem ég hef séð
Þessi mynd er rusl frá upphafi til enda. Ég á bágt með að skilja hvernig leikstjóri Independence Day gat komið með svona ömurlega mynd. Burtséð frá óteljandi staðreyndavillum í þessu rusli þá er leikurinn, handritið og eiginlega allt bara mjög illa gert. Það skín í gegn að metnaðarleikinn er enginn og ég er eiginlega agndofa yfir því að ég hafi setið í 110 mínútur og horft á þennan viðbjóð.
Það sem fer mest í taugarnar á mér að þetta tímabil (10.000 árum fyrir krist) býður uppá svo ótrúlega skemmtilegt kvikmyndaefni og mann virkilega langar að sjá myndir sem gerast á þessu tímabili. Í þessu tilviki þá er sú hugmynd kannski upprunalega til staðar en leikstjórinn nær engan veginn að útfæra það á hvíta tjaldið. Það versta við þetta er að það sem maður myndi halda að væri ljósasti punktur myndarinnar, tæknibrellurnar eru fokkin lélegar!
Ég skil ekki af hverju einhver sagði ekki á einhverjum tímapunkti "heyrðu...hvað erum við að gera hérna? Þessi mynd er algert krapp og mig langar ekki til að eyða tíma áhorfenda og skilja við þá pirraða og leiða í lok myndar". En því miður gerði það enginn, og þarafleiðandi flykkist fólk í bíó og borgar pening til að eyða tíma fyrir framan þetta rusl.
Sorglegasta við þetta er að þessi mynd er típísk mynd sem að 6-12 ára aldurshópurinn hefur gaman af, en myndin sjálf er bönnuð innan 12! Það er ekkert blóð í þessari mynd, bardagaatriðin eru ömurleg og þegar ég segi að hápunktur myndarinnar hafi verið þegar aðalpersónan át chili-pipar í fyrsta sinn þá veit maður að eitthvað fór úrskeiðis.
Til að auka ofaná pirringinn sem situr í manni þegar maður horfir á þessa mynd þá kemur sögumaður og talar ofaní allt. Þetta er greinilega leið leikstjórans til að tengja myndina saman svo maður fatti hvað er að gerast því hann gat ekki drullast til að gera það á einhvern annan hátt. Sögumaðurinn talar við áhorfendur eins og þeir séu mongólitar og geti ekki lagt saman 2 og 2(er þetta samt ekki sá sami og var í 300?)
Niðurstaða mín er sú að þessi mynd er algert rusl, það þarf mikið til þess að skilja við mig pirraðan í lok myndar en henni tókst það. Takið samt eftir því að þegar ég skrifa þessa umfjöllun þá er rúmlega sólarhringur síðan ég sá hana og vitiði hvað...ég er ennþá pirraður! 0 stjörnur, 0/10.
Þessi mynd er rusl frá upphafi til enda. Ég á bágt með að skilja hvernig leikstjóri Independence Day gat komið með svona ömurlega mynd. Burtséð frá óteljandi staðreyndavillum í þessu rusli þá er leikurinn, handritið og eiginlega allt bara mjög illa gert. Það skín í gegn að metnaðarleikinn er enginn og ég er eiginlega agndofa yfir því að ég hafi setið í 110 mínútur og horft á þennan viðbjóð.
Það sem fer mest í taugarnar á mér að þetta tímabil (10.000 árum fyrir krist) býður uppá svo ótrúlega skemmtilegt kvikmyndaefni og mann virkilega langar að sjá myndir sem gerast á þessu tímabili. Í þessu tilviki þá er sú hugmynd kannski upprunalega til staðar en leikstjórinn nær engan veginn að útfæra það á hvíta tjaldið. Það versta við þetta er að það sem maður myndi halda að væri ljósasti punktur myndarinnar, tæknibrellurnar eru fokkin lélegar!
Ég skil ekki af hverju einhver sagði ekki á einhverjum tímapunkti "heyrðu...hvað erum við að gera hérna? Þessi mynd er algert krapp og mig langar ekki til að eyða tíma áhorfenda og skilja við þá pirraða og leiða í lok myndar". En því miður gerði það enginn, og þarafleiðandi flykkist fólk í bíó og borgar pening til að eyða tíma fyrir framan þetta rusl.
Sorglegasta við þetta er að þessi mynd er típísk mynd sem að 6-12 ára aldurshópurinn hefur gaman af, en myndin sjálf er bönnuð innan 12! Það er ekkert blóð í þessari mynd, bardagaatriðin eru ömurleg og þegar ég segi að hápunktur myndarinnar hafi verið þegar aðalpersónan át chili-pipar í fyrsta sinn þá veit maður að eitthvað fór úrskeiðis.
Til að auka ofaná pirringinn sem situr í manni þegar maður horfir á þessa mynd þá kemur sögumaður og talar ofaní allt. Þetta er greinilega leið leikstjórans til að tengja myndina saman svo maður fatti hvað er að gerast því hann gat ekki drullast til að gera það á einhvern annan hátt. Sögumaðurinn talar við áhorfendur eins og þeir séu mongólitar og geti ekki lagt saman 2 og 2(er þetta samt ekki sá sami og var í 300?)
Niðurstaða mín er sú að þessi mynd er algert rusl, það þarf mikið til þess að skilja við mig pirraðan í lok myndar en henni tókst það. Takið samt eftir því að þegar ég skrifa þessa umfjöllun þá er rúmlega sólarhringur síðan ég sá hana og vitiði hvað...ég er ennþá pirraður! 0 stjörnur, 0/10.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
14. mars 2008