Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Robin Hood: Prince of Thieves 1991

Sometimes the only way to uphold justice...is to break the law.

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lag í kvikmynd: Michael Kamen, tónlist, Bryan Adams, texti, Robert John Lange, texti, fyrir lagið "(Everything I Do) I Do It for You". Alan Rickmann vann BAFTA verðlaunin fyrir leik í aukahlutverki.

Eftir að hafa verið handsamaður af Tyrkjum í einni af krossferðum sínum, þá ná þeir Robin af Locksley ( Hrói höttur ) og Márinn Azeem, að flýja heim til Englands þar sem Azeem heitir því að fara ekki fyrr en hann hefur launað Robin lífgjöfina. Á sama tíma hefur faðir Hróa verið myrtur af fógetanum í Notthingham, og þegar Hrói snýr aftur heim þá... Lesa meira

Eftir að hafa verið handsamaður af Tyrkjum í einni af krossferðum sínum, þá ná þeir Robin af Locksley ( Hrói höttur ) og Márinn Azeem, að flýja heim til Englands þar sem Azeem heitir því að fara ekki fyrr en hann hefur launað Robin lífgjöfina. Á sama tíma hefur faðir Hróa verið myrtur af fógetanum í Notthingham, og þegar Hrói snýr aftur heim þá heitir hann því að hefna dauða föður síns. Jafnvel þó að Marian, vinkona hans úr æsku, geti ekki hjálpað honum, þá flýr hann í Sherwood skóg, og gengur í lið með útlögum og verður leiðtogi þeirra. Með hjálp þeirra þá hefst hann nú handa við að hreinsa til og losa landið af óþjóðalýð og þorpurum, og hinu illa sem fógetinn hefur komið til leiðar. ... minna

Aðalleikarar


Góð mynd með Kevin Costner, Morgan Freemann og Christian Slater. Kevin og Morgan eru fangar í Jerúsalem þegar þeir flýja til Englands og þá kemst kevin af því að faðir hans var drepinn og svo flýja þeir undan lögreglustjóranum í Notthingham til skírisskógar og fara yfir á og eftir það verðið þið að sjá þessa mynd. Kevin Costner og Christian Slater leika bræður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var staddur úti á videoleigu og varð að finna mér eina gamla til að taka frítt með annarri nýrri. Ég sá allt í einu Robin Hood: Prince of Thieves. Það var mjög langt síðan ég sá hana síðast og mér datt í hug að taka hana með. Sem betur fer! Robin Hood er algjör ævintýramynd með öllum ævintýramyndaklisjum og persónum. En hún er ofsalega vel gerð ævintýramynd með flottri myndatöku, góðum leikurum og skemmtilegri sögu. Ég ætla ekki að fara að mikið út í söguþráðinn en verð bara að taka það fram að Kevin Costner er alveg fullkominn í hlutverkið. Mér finnst það hálfleiðinlegt að Costner sé búinn að rústa ferli sínum svona illa með Postman og For Love of the Game, en maður á samt alltaf gömlu myndirnar. Eina persónan sem fór í taugarnar á mér var Azeem, sem Morgan Freeman lék þó mjög vel. Azeem er þessi týpíska "wise-man" stereótýpa sem veit allt og getur allt. Mary Elizabeth Mastrantonio er leikkona sem fleiri ættu að kannast við (þið getið byrjað á því að sjá fullkomnunina The Abyss) og er hún frábær sem Maid Marion. En sá sem stelur myndinni algjörlega er Alan Rickman sem The Sheriff of Nottingham. Hann er alveg frábært illmenni og eitt það fyndnasta, án þess að vera þó klaufi eða með lélega fimmaurabrandara. Rickman er fyndinn. Það kom mér mjög á óvart að sjá Maggie Smith, þessa líka fínu bresku leikkonu, undir svona miklum farða sem nornin Mortianna. Það tók mig smá tíma að fatta að þetta væri hún. Sá eini sem stóð sig verulega illa var Christian Slater sem er hér í 100% óþörfu hlutverki sem á greinilega að höfða til yngri kynslóðarinnar en það tekst bara ekki. Slater er hörmung í öllu og nær að eyðileggja nær öll atriði sem hann sést í. Einnig fannst mér tónlist Michael Kamen fara of oft út í vellulega Bryan Adams lags-stefið, ughhh. Kevin Reynolds hefur hér tekist að búa til góða, gamaldags ævintýramynd sem mun vonandi lifa áfram góðu lífi á myndbandaleigunum og hvet ég alla þá sem ekki hafa séð þessa mynd að sjá hana strax. Þeir sem hafa séð hana ættu kannski að endurnýja kynnin!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.01.2016

Alan Rickman látinn

Breski leikarinn Alan Rickman er látinn 69 ára að aldri, en hann hefur verið einn ástsælasti leikari Breta sl. 30 ár. Banamein hans var krabbamein. Rickman sló í gegn sem Hans Gruber í spennumyndinni Die Hard, en hann fé...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn