MORÐ, SPILLING, SVIK, GRÆÐGI, ÁST og HEFND hafa verið um margra áratugaskeið drifkraftur flestra Bandarískra kvikmynda, en oftar en ekki hafa tilraunir kvikmyndaframleiðanda til þess að toga inn áhorfendur ekki virkað nægilega vel eða bara einfaldlega fallið. Þessi mynd um greifan af Monte Cristo virðist hafa staðist mínar kröfur um afþreyjingu og skemmtun. Hún er vel upp byggð, vel skrifuð og leikstýringinn nær að skila kröftugu sjónarspili búninga, umhverfis og leiks. Myndinn náði góðu flugi sem heldur sig út mestmegnis af myndinni en byrjar að falla þegar að endalokunum kemur, en þá fellur myndinn niður í dramatíska Hollywood gryfju sem svo margar aðrar góðar myndir gera. En, engu síður, var ég nokkuð ánægður með hana og sé ekki eftir dýrmætum aurum erfiðs vinnudags í hana.
Handritið var flott; vel skrifað, ekki vikið mjög langt frá bókinni og skemmtilega uppbyggt.
Ég get ekki kvartað undan leiknum heldur.. allaveganna ekki mjög mikið. Guy Pierce var með eindæmum góður í hlutverki sínu, þótt leikurinn hafi skiljanlega ekki verið tilnefndur til óskarsverðlauna. Hann skilar sínu hlutverki vel af sér þrátt fyrir staka ofleik en hann nær samt aldrei að blómstra sem vondi kallinn í myndinni. James Caviszel er allt í lagi, ekki vondur, alls ekki slæmur, en skortir reynslu. Hann má eiga það. En samt, karakterinn hans, Dante, kemur mjög grunnur út í byrjun á myndinni og látinn vera svoldið sljór. En, aftur á móti, breytist hann aðeins með myndinni og nær að virkja heilann á meðan dvölinni í D´if á stendur. Dagmara Domincyk virðist vera að sækja veðrið í glamúrborginni og ná alltaf í bitastæðari hlutverk með hverri mynd sem hún leikur í. Hún er svona eins og Cameron Diaz, byrjar í einni mynd og verður betri og trúverðugri með hverri mynd eftir það. Óopnuð rós í hafsjó túlipana.
Ég mæli með myndinni við hvern þann sem hefur gaman af ævintýrum, svikum og spennu. Jafnvel þótt að þetta sé engan veginn plott mynd í líkingu við The Game eða Fight Club má vel sjá af 800 krónum í hana. Semsagt, ágætis ævintýra mynd með sæmilegri framvindu og nice spennu. Nú er bara að brjóta upp sparibaukinn hjá litla bróður (eða systur..) og skella sér í bíó til að mynda eigið álit á The Count Of Monte Cristo.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei