Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

2012 2009

(Farewell Atlantis)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. nóvember 2009

We Were Warned.

158 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Epísk stórmynd sem segir af endalokum heimsins og baráttu fólks til að lifa af. Dr. Adrian Helmsley er hluti af alþjóðlegu teymi vísindamanna sem er að rannsaka áhrif sólarstorma á geislavirkni á Jörðinni. Hann kemst að því að kjarni Jarðar er að hitna. Hann varar Bandaríkjaforseta, Thomas Wilson við, og segir að kjarni Jarðar sé að hitna og verða óstöðugur... Lesa meira

Epísk stórmynd sem segir af endalokum heimsins og baráttu fólks til að lifa af. Dr. Adrian Helmsley er hluti af alþjóðlegu teymi vísindamanna sem er að rannsaka áhrif sólarstorma á geislavirkni á Jörðinni. Hann kemst að því að kjarni Jarðar er að hitna. Hann varar Bandaríkjaforseta, Thomas Wilson við, og segir að kjarni Jarðar sé að hitna og verða óstöðugur og ef ekkert verður að gert til að reyna að bjarga þó ekki nema litlum hluta mannkyns, þá er allt mannkyn í hættu á að gereyðast. Á sama tíma rekst rithöfundurinn Jackson Curtis á sömu upplýsingar. Á sama tíma og leiðtogar heimsins reyna að byggja "arkir" fyrir fólk til að lifa hamfarirnar af, þá reynir Curtis að bjarga sinni eigin fjölskyldu. Á sama tíma hefjast eldgos og jarðskjálftar af áður óþekktri stærðargráðu um allan heim. ... minna

Aðalleikarar

Augnakonfekt
Þessi mynd Emmerichs er svo sannarlega ekki gallalaus, en eins og fram kemur hjá Tómasi V er afþreyingargildið gott. Það kæfir niður klysjuna. Að sjálfsögðu á maður ekki að vera pirra síg á söguþræðinum þegar um svona fína bíómynd er að ræða. Að forseti Bandaríkjanna sé aðalhetjan í amerískri bíómynd er engin nýlunda. En því miður lifði hann það ekki af að fá heilt flugmóðurskip í hausinn í öllum látunum. Sannarlega hetjulegur dauðdagi. Hérna áður fyrr þótti það góður þriller ef svona yrðu drepnir fyrir hlé, en í þessari mynd er ekki beint auðvelt að glöggva sig á mannfalllinu. Enda ekkert minna en heimsendir á ferðinni.
Leikarnir skiluðu ágætu dagsverki í ræmunni. John Cusack er alltaf þéttur, sem og Danny Glover. Woody Harrelson er ekki einn af mínum uppáhaldsleikurum, ekki í þessari mynd a.m.k. Var að vísu ágætur í People vs. Larry Flint. Er hreinlega alltof aulalegur fyrir minn smekk. Rússalegri Rússa var ekki hægt að hugsa sér. Sá sem lék þennan rússneska milljarðera fær gott prik frá mér.
Mynd þessi er tæknilega séð ´outstanding´. Að sjá skýjakljúfana falla eins og eldspýtustokka, hraðbrautirnar liðast út og suður eins lakkrís var algjört augnakonfekt. Þrátt fyrir næstum þriggja tíma setu, þá virkar myndin ekki langdregin. Hvet alla til að sjá herlegheitin í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg og flott en gölluð
Roland Emmerich heldur áfram að brjóta allt og bramla og í þetta sinn tekur hann fyrir spána um heimsendi árið 2012. Þetta er töluvert skárri mynd en hin gleymanlega Godzilla og horbjóðurinn 10000 B.C. og aðeins betri en The Day After Tomorrow og Independece Day(sem eru miðlungsmyndir, lítið meira), tæknibrellurnar hér eru alveg frábærar og sagan er sögð nokkuð skemmtilega en persónurnar eru leiðinlega skrifaðar og leikurinn hálf pirrandi þó að hér séu fínir leikarar á ferð. Woody Harrelson er sá eini í myndinni sem kemur vel út, skrautlegur karakter en of lítill skjátími. 2012 er framan af fín mynd, í fyrri partinum er andrúmsloftið rafmagnað af skelfingu og örvæntingu en svo stöðvast það einhvernveginn seinni partinn og hún fer að minna óþægilega á Titanic. Sem er ekki gott. Nei. Einnig verður þessi mynd hálf langdregin og undir það síðasta var ég orðinn hálf þreyttur á henni. Þú getur alveg séð 2012 og átt góða stund en mundu bara að bestu partarnir eru fyrir hlé. Rétt slefar yfir meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta dooms-day myndin?
í dag er blednar tilfinningar gagnvart Roland Emmerich, sjálfur fýla ég hann (hef þó ekki séð 10000 bc.). En fýlaði ég þessa mynd? Já að vissu leyti. Myndin var geðveik fyrir hlé og algjör rússíbani. Tæknibrellurnar voru ótrúlegar og sömuleiðis var maður ótrúlega spenntur á sumum pörtum. Svo kom hlé og ég eigilega leiddist smá yfir henni eftir hlé.

Leikararnir voru fínir. John Cusack og Amanda Peet mjög solid . Aukaleikararnir voru mis góðir. Ég elskaði rússneska milljarðamæringinn þó það sé frekar ófrumlegur karakter þá var hann ótrúlega skemmtilegur og hann var eiginlega ,, kjáninn" í myndinni. Woody Harrelson skilar sínu vel í litla hlutverkinu sem hann gegnir en þó mikilvæga. Danny Glover í hlutverki forsetans er áhugavert. Sjálfur lék hann vel en mér fannst forsetinn alveg ótrúlega leiðinlegur karakter og allar senurnar með honum voru ótrúlega væmnar og leiðinlegar. Eitt fyndið við bandarískar bíómyndir eru hvað börnin eru alltaf ótrúlega gáfuð miðað við aldur! Ég var ekki að trúa því að stelpan átti að vera 7 ára. Enn og aftur sjáum við samband fósturpabbans og pabbans byggjast á abrýðisemi og reiði af hvejru ekki bara að gera þetta eins og í Taken?

En nóg um leikarana. Það voru auðvitað nokkrir gallar. Aðallega voru samtölin að fara í taugarna á mér. Klisjurnar komu líka og nokkrar painful senur sem maður hugsaði .. virkilega? Eitt sem mér fannst bráðfyndið. Allan tíman hélt ég að þau voru að fara út í geim og ég var að bíða eftir að þau mundu fara á flug en svo byrjuðu þau að sigla. Annað hvort var ég rosanlega utan við mig en ég meina þau kölluðu þetta spaceship eða eitthvað álíka. Fleiri féllu fyrir þessu og ég heyrði fólk tala um þetta eftir myndina.

Nóg um það. Er myndin eftir allt saman worth it? Ég mundi segja já! Ef þið ætlið ykkur að sjá þessa mynd þá farið þið á hana í bíó. Þetta er flugeldasýning fyrir augun. Las vegas senan og california voru magnaðar!

Eftir þessa mynd verður ekki hægt að gera aðrar dooms day myndir. Ég gef henni ótrausta 7u

ps. Hvað er málið með að ,, fullkomnasta tækið" Í kvikmyndum hefur alltaf einn risa galla?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rugl skemmtilegur heimsendir
Ég hef áhyggjur af geðheilsu Rolands Emmerich. Hann hefur greinilega einhverjar uppsafnaðar sálarflækjur og eina útrásin sem hann fær er að gera hávaðasamar stórmyndir þar sem hann leikur sér að því að eyðileggja hluti, og ef hann er ekki að eyðileggja byggingar, minnismerki, Hvíta húsið (sem hann er núna búinn að gera... TVISVAR!) og þ.a.l. drepa milljónir manna án þess að sýna það beint, þá eyðileggur hann orðspor þeirra fagmanna sem vinna með honum. Bardagaörin gróa t.d. hægt eftir að ég fór á 10,000 B.C. Ég hef svo mikið innbyggt hatur gagnvart þeirri mynd að orð fá því ekki lýst. Independence Day og Godzilla fílaði ég heldur ekki, en í samanburði voru þær Óskarsverðlaunamyndir.

Emmerich er samt ekki alslæmur og þegar hann á sína góðu daga þá má hafa bara nokkuð heimskulega gaman af myndunum hans. The Day After Tomorrow var t.d. fín og það kom mér eiginlega nokkuð mikið á óvart hversu mikið ég hafði gaman af 2012 líka. Kannski það sé vegna þess að myndirnar eru nokkuð svipaðar, að vissu leyti. 2012 er samt miklu brjálaðri og grimmari, og það er afar óhugnanlegt hvað tölvubrellur geta skapað trúverðugan heimsendi. Myndin hefur auðvitað sína galla, og nóg af þeim, en afþreyingargildið er í raun svo gott að maður einblínir ekki eins mikið á þá, sem er eitthvað það jákvæðasta sem hægt er að segja um mynd sem er eins "amerísk" og þessi. Málið er bara að myndin nær að halda svo góðum dampi, þrátt fyrir að vera 158 mínútur að lengd, og væri ekki fyrir nokkuð öflugan lokahálftíma hefði sú lengd farið rosalega í mig. En hún gerði það ekki.

Helsti galli myndarinnar er handritið (hvað annað?), en Emmerich þarf alvarlega að hætta sem penni. Hann er jafn lélegur í að skrifa samtöl í dag og hann var fyrir áratugi síðan. Hann hefur fengið Harald Kloser aftur í lið með sér til að sjá um handritið, sem er spes þar sem að Kloser er fyrst og fremst tónskáld. Einu myndirnar sem hann hefur (með)skrifað er þessi og 10,000 B.C. (ugh!), og þrátt fyrir að 2012 sé MARGFALT betri mynd sé ég ekki fyrir mér að kallinn eigi sér bjarta framtíð í handritsskrifum. Það hefði bjargað heilmiklu að fá einhvern hæfari penna til að lesa yfir þetta handrit, því sagan er í sjálfu sér fín og á köflum mjög spennandi, en það eru bara persónulegu augnablikin sem missa marks. Það er heldur ekki leikurunum að kenna, því John Cusack, Amanda Peet, Chiwetel Ejiofor, Danny Glover (eldist þessi maður ekkert???), Oliver Platt, Thandie Newton ásamt öðrum eru alls ekki slæm. Það er bara dramað sem er að klikka, þökk sé handritinu. Ég skal játa með fullri samvisku að það hafi verið miklu gervilegra heldur en öll tölvugerðu atriðin.

Ástæðan af hverju flestir munu sjá þessa mynd er sú að hún inniheldur helling af stórslysaatriðum sem fá mann til að missa kjálkann á gólfið. Það er heldur ekki skrítið að brellurnar séu svona svakalega flottar, enda kostaði ræman einhverjar $260 milljónir! Ég get hiklaust sagt það að fólk fær nákvæmlega það sem það vill fyrir peninginn sinn. Myndin er heldur ekki bara flott, heldur alveg ljómandi "intense" á köflum og það gerir áhorfið ennþá betra. Það á að sjálfsögðu ekki að taka neitt af þessu alvarlega og ef menn ætla að kaupa sumar hugmyndirnar (sem jaðra við það að vera eitthvað úr vísindaskáldskap) er ekki aðeins nauðsynlegt að slökkva á heilanum, heldur taka hann úr sambandi.

Það er eiginlega tilgangslaust fyrir kvikmyndagerðarmenn í framtíðinni að gera stórslysamynd aftur, sérstaklega þegar aðaláherslan er að tæta allt í sundur. Ég veit ekki betur en að 2012 sé móðir allra stórslysamynda. Það er heldur ekki hægt að toppa þetta sjónarspil, enda bókstaflega ekkert eftir til að eyðileggja! Takið alla flottustu bútanna úr The Day After Tomorrow, Armageddon og Poseidon og margfaldið þá með 10 og þá hafið þið einhverja hugmynd um hvað er hér að finna. En alveg sama hversu gölluð, hallærisleg (og trúið mér! Hún er svaka hallærisleg, eins og þessir endalausu heimsendafrasar sem þykjast vera svo sniðugir, þar sem persónur vísa í heimsendi í allt öðru samhengi) eða yfirdrifin þessi mynd var þá skemmti ég mér afskaplega vel. Það er líka mikilvægt að fólk passi sig hvar væntingar eru stilltar, og ég rétt ætla að vona að enginn sé að búast við einhverri Coen-bræðra mynd. Að mínu mati tókst Emmerich loksins að búa til þennan stórskemmtilega Hollywood-rússíbana sem ég hef lengi beðið eftir frá honum. Ég skal m.a.s. alveg segja að þetta sé besta myndin hans, en það segir náttúrulega meira um hann sem leikstjóra heldur en myndina.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn