Star Trek: First Contact
1996
(Star Trek 8)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
There is no thrill like First Contact
111 MÍNEnska
92% Critics
89% Audience
71
/100 Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir förðun.
Sagan gerist á 24. öldinni og nú er hið glænýja Enterprise - E komið til sögunnar. Skipstjóri er Jean-Luc Picard, og honum hefur verið skipað að skipta sér ekki af bardögum á milli Cube skips Borganna og geimskipa bandalagsins.
Þrátt fyrir það, og þar sem Picard sér að skip bandalagsins eru að tapa orrustunni, þá óhlýðnast Picard skipunum og tekur yfir... Lesa meira
Sagan gerist á 24. öldinni og nú er hið glænýja Enterprise - E komið til sögunnar. Skipstjóri er Jean-Luc Picard, og honum hefur verið skipað að skipta sér ekki af bardögum á milli Cube skips Borganna og geimskipa bandalagsins.
Þrátt fyrir það, og þar sem Picard sér að skip bandalagsins eru að tapa orrustunni, þá óhlýðnast Picard skipunum og tekur yfir stjórnina. Picard býr yfir upplýsingum um veikleika Cube, og nær að gereyða því.
Nokkrum Borgum tekst þó að flýja og ákveða í kjölfarið að ráðast á Jörðina. The Enterprise eltir þá og lendir í tímarugli sem Borgarnir búa til. Þeir enda á miðri 21. öldinni og eini möguleikinn fyrir þá að stöðva Borgana í að hernema Jörðina er að hjálpa Zefram Cochrane í að fara í fyrstu ferð sína á meiri hraða en ljóshraða, til stjarnanna.
... minna