Náðu í appið

Star Trek: Insurrection 1998

(Star Trek 9)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 1999

Meet the new face of evil

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 64
/100
Michael Welch fékk verðlaun á Young Artist Awards fyrir bestan leik í auka hlutverki.

Þegar geimverukyn, og öfl innan Starfleet, reyna að ná yfirráðum á plánetu sem býr yfir töfrandi eigindum, þá er það undir Picard skipstjóra og áhöfninni á Enterprise-E að verja fólkið á plánetunni, og einnig að verja hugmyndafræðina sem alheimssambandið byggir á.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)


Ég held bara að þeir séu að batna með hverri myndinni sem kemur út, svei mér þá! Ég hef ekkert yfir að kvarta yfir þessari mynd, persónurnar eru frábærar, grínið er frábært og góður söguþráður. Svo virðist vera að þeir StarTrek menn hafi gefist upp á því að vesenast við að gera myndina skiljanlega fyrir Ó-StarTrek sinnaða almenninginn. Flestir brandararnir snúast út á það að persónur eru að hegða sér ólíkt því sem þeir eru vanir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er að mínu mati óvenjulegasta Star Trek myndin en eins og alltaf er Star Trek aldrei leiðinleg. Insurrection er aðallega um hefnd og mjög óvenjulega leið til þess að sýna hana. Insurrection er mynd fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór að sjá Star Trek Insurrection í þeirri von að ég myndi sjá eitthvað áhugavert og skemmtilegt. Ég hafði ekki haft góða reynslu af Star Trek myndum áður og ég skil ekki ennþá afhverju ég lét plata mig í að sjá þessa. Í fyrsta lagi voru leikararnir algjörlega óhæfir um allt sem gæti talist til leiks. Þar sérstaklega Gates McFadden sem Beverly Crusher. Í öðru lagi var handritið svo lélegt og hallærislegt og Titanic-legt að það var ógeðslegt. Íbúarnir á þessari eilífðarplánetu voru svo ógeðslega leiðinlegir að ég var að vona að plánetan þeirra myndi springa sem fyrst. Ég hata þessa mynd, hún er ein af verstu myndum sem litið hafa dagsins ljós
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Níunda Star Trek myndin veldur ekki vonbrigðum. Í aðalatriðum gengur atburðarásin út á það að fólk á plánetu einni hefur skapað sér hálfgerða paradís og afneitað allri tækni - það lýsir hugsjón þeirra kannski best að vitna í eina persónuna sem segir að þegar vél sé smíðuð til að vinna verk manns þá sé verið að taka eitthvað frá manninum. Áhöfn Enterprise flækist inn í hættulega atburðarás þegar að kemur í ljós að ekki er í allt með felldu hvað varðar áhuga Stjörnuflotans á plánetunni og það kemur í ljós að hún býr yfir einstakri náttúruauðlind sem margir myndu drepa fyrir. Jonathan Frakes virðist hafa náð góðum tökum á því að leikstýra því að þetta er önnur Star Trek myndin þar sem hann gerir það og tekst vel til í bæði skiptin. Reyndar er þessi mynd samt ekki eins góð og sú síðasta, sem var langsamlega besta Star Trek myndin að mínu mati, en enga að síður mjög góð skemmtun. Ef yfir einhverju er að kvarta er það helst að hún verður dálítið væmin á köflum en það er í sjálfum sér smekksatriði hvort það sé ókostur. Mæli með henni fyrir Star Trek aðdáendur og þá sem hafa gaman af vísindaskáldskap.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn