Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég er sucker fyrir ofurhetjumyndum og þessi klikkar ekki.Mæli eindregið með henni!!!
Fín mynd. Góður lokasprettur á skemmtilegri sögu. Ég bjóst alveg eins við að hún yrði algjört flopp, en hér hefur greinilega verið vandað til verka. Kjarninn er ekki alveg eins öflugur og í fyrri myndunum, en margar nýjar persónur komu til sögunnar, þar af hvað eftirminnilegastir hinn 'blái' Beast og hinn 'formfasti' Juggernaut, sem lyftu myndinni heilmikið upp og gáfu henni meiri sjarma. Ég get ekki gefið The Last Stand minna en þrjár og hálfa þar sem hún hefur að geyma allt það sem ég sækist eftir í myndum; sterkar persónur, góðan húmor, fínan leik, þrusugóðar tæknibrellur, og síðast en ekki síst þann boðskap að ofbeldi leysi ekki vandamál... eða sýndi hún kannski ekki fram á það... jæja henni er samt ætlað að sannfæra fólk um að friður er betri en ósætti, og mér finnst það takast. Það var mjög kraftmikið hvernig það var sýnt hversu erfitt getur verið að stjórna gríðarlegum kröftum, eins og í tilfelli Jean/Phoenix. Mér finnst það svo vera ágætis áminning á raunveruleikann þegar aðalpersónur lenda í lífshættulegum hremmingum sem þær komast ekki endilega úr.
Ég er ánægð með lokauppgjör X-men og skil sátt við þessa áhugaverðu ævintýrasögu. Takk takk.
X-Men: The Last Stand hefði getað verið svo miklu meira en það sem hún var, myndin hegðar sér eins og klessa af hasar með smá sögu inn í sér. Reynt er að fara í gegnum söguþráðinn eins hratt og hægt er til þess að komast að næsta bardagaatriði, ekki slæmur hlutur, aðeins gert of hratt á mörgum stöðum og það sést greinilega. X3 þarf eiginlega svipaða lengd og X2 til þess að geta gefið allt sem var að gefa. Það eru einfaldlega alltof margar persónur sem komu til kynna sem voru alveg hundleiðinlegar og óathyglisverðar og gerðu nákvæmlega ekki neitt mikilvægt. Svo er hið óútskýrða hvarf Nightcrawlers alveg ferlegt, hinsvegar þá er Beast vel heppnaður með Kelsey Grammer. Colossus var þá illa nýttur miðað við möguleikana, ég vona að þetta sé ekki síðasta X-Men myndin því það er svo miklu meira og betra hægt að gera með X-Men. Þetta er skemmtileg mynd, mjög flott en kemur ekki nálægt X2, góð mynd sem kom samt að vombrigðum að einhverju leiti.
Ágæt skemmtun en svekkjandi lokakafli.
Ég verð að segja, að þrátt fyrir að þessi þriðja og mögulega síðasta mynd (eða hvað?) í X-Men seríunni hafi reynst vera fínasta afþreying þá tel ég mig vera afar örlátan á þessari einkunn sem ég gef henni. Ég var nú reyndar ekki beint bjartsýnn eftir að ég frétti að Bryan Singer hafi yfirgefið X-men heiminn og ákveðið að snúa sér að Superman Returns í staðinn (eins gott að hún sé þess virði!). Ég tel mig vera sæmilegan X-Men aðdáanda, en ég var sömuleiðis mjög hrifinn af því hvernig Singer meðhöndlaði þetta ýkta efni og gerði það trúverðugt. Honum tókst mjög vel að gefa að koma í veg fyrir að þetta gæti orðið voða hallærislegt allt saman, sem það hefði léttilega getað orðið.
Fyrsta myndin var býsna vel heppnuð og framhald hennar skaraði jafnvel ennþá lengra framúr í gæðum. Ég vissi ekki hvernig ég átti að stilla mínar væntingar gagnvart Brett Ratner. Þrátt fyrir að hafa gert allt það sem hann gat gert með Rush Hour-myndirnar og staðið sig ágætlega með Family Man og Red Dragon, þá var ég samt ekki svo viss um að hann væri rétti maðurinn í þetta verk. Það er nefnilega eitt að taka við seríu og gera sjálfstæða framhaldsmynd. Það er allt, allt annað að klára þríleik sem annar leikstjóri hafði byggt upp með sínum eigin stíl.
Ég fór semsagt á X-Men. The Last Stand bæði með tilhlökkun og áhyggjum. Ég settist niður og vonaði innilega að myndin færi ekki í vaskinn, enda hefði ófullnægjandi niðurstaða og slæmur afrakstur getað skemmt hinar tvær myndirnar fyrir mér. Þetta tengist nú allt saman. Á endanum er erfitt að segja annað en að myndin hafi ollið miklum vonbrigðum þegar maður horfir á hana sem lokakaflann í hluta af stærri sögu, en hvað pjúra afþreyingargildi varðar er hún alveg nógu viðburðarík til að halda athygli manns.
Það er erfitt að segja hvort heildarniðurstaðan hafi verið Ratner að kenna eða framleiðslunni fyrir að hafa verið soddan óreiða. Fox-menn voru víst aðeins of mikið að flýta sér að koma þessari mynd út, og það hefur mikið bitnað á vinnubrögðunum. Eftir að Singer yfirgaf leikstjórastólinn, þá tók Matthew Vaughn (Layer Cake) við. Svo fór hann, og Ratner var ráðinn til að sortera úr þessu öllu á mettíma, sem getur ekki verið auðvelt þegar um svona rándýra mynd er að ræða. Kannski var þessu ekki viðbjargandi en ljóst var að þessi mynd hefði þurft á miklu meiri tíma að halda í undirbúningi. Ratner fær svosem prik fyrir að gera hraðskreiða ofurhetjumynd sem kemur sér beint að efninu, en miðað við alla þá söguþræði sem eru í gangi verður myndin bara einum of hröð, og hleypur þar af leiðandi yfir senurnar í stað þess að taka sinn tíma með þær. Fyrir vikið verður myndin bara tilfinningalega fjarlæg og meira óspennandi að auki.
Tónninn á þessari mynd var líka aðeins öðruvísi heldur en í hinum tveimur, og má deila um hvort að það sé gott eða slæmt. Engu að síður þá var þessi mynd á köflum meira áberandi tilgerðarleg, ef svo má orða það. Singer náði einhvern veginn að gera allt þetta myndasöguefni svo jarðbundið og eðlilegt í raunverulegu andrúmslofti. Hér leið mér eins og þetta væri allt beint sprottið upp úr teiknimynd. Tæknibrellurnar voru líka fínar en ég má hundur heita ef þær voru ekki aðeins verri í þetta sinn heldur en áður. Sumar komu a.m.k. ekkert sérstaklega vel út og voru jafnvel hálf skrípalegar. Kannski enn eitt merkið um fljótfærnina?
Handritið í sjálfu sér var ekki slæmt, og eins og áður sagði er flæði myndarinnar aðeins of mikið í flýti. Myndin er nefnilega alltof stutt. Hún rennur vel áfram en með eins margar persónur og hér er um að ræða, svo ég tali nú ekki um öll sub-plottin, þá virkar eins og allir séu að berjast fyrir skjátímanum. Sumar persónur, eins og Angel (leikinn af Ben Foster), koma bara og fara og fá litla sem enga persónudýpt og virka þær hálf tilgangslausar í kjölfarið.
Föstu leikararnir sýna hlutverkum sínum ennþá mikinn áhuga og það er ekkert nema góður hlutur. Annars er það sjálfur Fraiser, hann Kelsey Grammer, sem stelur senunni að þessu sinni sem Hank McCoy/Beast. Ég syrgi það samt smá að Rebecca Romijin (Mystique) hafi ekki haft mikið að gera, líkt og James Marsden (Cyclops), sem er enn og aftur illa nýttur. Líkar bara engum við hann??
Lokauppgjörið er jafnframt vel þess virði að bíða eftir. Eftir að hafa átt erfiðleika með að melta ýmsa smáþætti í fyrri hlutanum þá var þetta klárlega hápunkur myndarinnar, og hefði uppbyggingin og handritið farið aðeins betur að, þá hefði þetta getað orðið sömuleiðis að hápunkti seríunnar, en myndin fer of hratt yfir og gjörsamlega ekur útaf þegar dramatíkin á að snerta við manni.
Skoðanir mínar á X-Men: The Last Stand, eru gríðarlega skiptar. Ég skemmti mér vel á myndinni, og smákrakkinn í manni öskrar af ánægju vegna þess að það líður mjög stutt á milli hasarsena núna. Hins vegar, hvort sem um er að ræða lokakafla eður ei, þá hefði þetta getað orðið svo langtum betra og áhrifaríkara. Í stað þess að fá mun betri mynd heldur en X2, eða öllu heldur í stað þess að fá þennan frábæra, epíska lokahnykk sem við áttum skilið að fá, þá sitjum við uppi með ágæta sumarhasarmynd sem skilar sínu aðeins í skömmtum.
6/10
Ég verð að segja, að þrátt fyrir að þessi þriðja og mögulega síðasta mynd (eða hvað?) í X-Men seríunni hafi reynst vera fínasta afþreying þá tel ég mig vera afar örlátan á þessari einkunn sem ég gef henni. Ég var nú reyndar ekki beint bjartsýnn eftir að ég frétti að Bryan Singer hafi yfirgefið X-men heiminn og ákveðið að snúa sér að Superman Returns í staðinn (eins gott að hún sé þess virði!). Ég tel mig vera sæmilegan X-Men aðdáanda, en ég var sömuleiðis mjög hrifinn af því hvernig Singer meðhöndlaði þetta ýkta efni og gerði það trúverðugt. Honum tókst mjög vel að gefa að koma í veg fyrir að þetta gæti orðið voða hallærislegt allt saman, sem það hefði léttilega getað orðið.
Fyrsta myndin var býsna vel heppnuð og framhald hennar skaraði jafnvel ennþá lengra framúr í gæðum. Ég vissi ekki hvernig ég átti að stilla mínar væntingar gagnvart Brett Ratner. Þrátt fyrir að hafa gert allt það sem hann gat gert með Rush Hour-myndirnar og staðið sig ágætlega með Family Man og Red Dragon, þá var ég samt ekki svo viss um að hann væri rétti maðurinn í þetta verk. Það er nefnilega eitt að taka við seríu og gera sjálfstæða framhaldsmynd. Það er allt, allt annað að klára þríleik sem annar leikstjóri hafði byggt upp með sínum eigin stíl.
Ég fór semsagt á X-Men. The Last Stand bæði með tilhlökkun og áhyggjum. Ég settist niður og vonaði innilega að myndin færi ekki í vaskinn, enda hefði ófullnægjandi niðurstaða og slæmur afrakstur getað skemmt hinar tvær myndirnar fyrir mér. Þetta tengist nú allt saman. Á endanum er erfitt að segja annað en að myndin hafi ollið miklum vonbrigðum þegar maður horfir á hana sem lokakaflann í hluta af stærri sögu, en hvað pjúra afþreyingargildi varðar er hún alveg nógu viðburðarík til að halda athygli manns.
Það er erfitt að segja hvort heildarniðurstaðan hafi verið Ratner að kenna eða framleiðslunni fyrir að hafa verið soddan óreiða. Fox-menn voru víst aðeins of mikið að flýta sér að koma þessari mynd út, og það hefur mikið bitnað á vinnubrögðunum. Eftir að Singer yfirgaf leikstjórastólinn, þá tók Matthew Vaughn (Layer Cake) við. Svo fór hann, og Ratner var ráðinn til að sortera úr þessu öllu á mettíma, sem getur ekki verið auðvelt þegar um svona rándýra mynd er að ræða. Kannski var þessu ekki viðbjargandi en ljóst var að þessi mynd hefði þurft á miklu meiri tíma að halda í undirbúningi. Ratner fær svosem prik fyrir að gera hraðskreiða ofurhetjumynd sem kemur sér beint að efninu, en miðað við alla þá söguþræði sem eru í gangi verður myndin bara einum of hröð, og hleypur þar af leiðandi yfir senurnar í stað þess að taka sinn tíma með þær. Fyrir vikið verður myndin bara tilfinningalega fjarlæg og meira óspennandi að auki.
Tónninn á þessari mynd var líka aðeins öðruvísi heldur en í hinum tveimur, og má deila um hvort að það sé gott eða slæmt. Engu að síður þá var þessi mynd á köflum meira áberandi tilgerðarleg, ef svo má orða það. Singer náði einhvern veginn að gera allt þetta myndasöguefni svo jarðbundið og eðlilegt í raunverulegu andrúmslofti. Hér leið mér eins og þetta væri allt beint sprottið upp úr teiknimynd. Tæknibrellurnar voru líka fínar en ég má hundur heita ef þær voru ekki aðeins verri í þetta sinn heldur en áður. Sumar komu a.m.k. ekkert sérstaklega vel út og voru jafnvel hálf skrípalegar. Kannski enn eitt merkið um fljótfærnina?
Handritið í sjálfu sér var ekki slæmt, og eins og áður sagði er flæði myndarinnar aðeins of mikið í flýti. Myndin er nefnilega alltof stutt. Hún rennur vel áfram en með eins margar persónur og hér er um að ræða, svo ég tali nú ekki um öll sub-plottin, þá virkar eins og allir séu að berjast fyrir skjátímanum. Sumar persónur, eins og Angel (leikinn af Ben Foster), koma bara og fara og fá litla sem enga persónudýpt og virka þær hálf tilgangslausar í kjölfarið.
Föstu leikararnir sýna hlutverkum sínum ennþá mikinn áhuga og það er ekkert nema góður hlutur. Annars er það sjálfur Fraiser, hann Kelsey Grammer, sem stelur senunni að þessu sinni sem Hank McCoy/Beast. Ég syrgi það samt smá að Rebecca Romijin (Mystique) hafi ekki haft mikið að gera, líkt og James Marsden (Cyclops), sem er enn og aftur illa nýttur. Líkar bara engum við hann??
Lokauppgjörið er jafnframt vel þess virði að bíða eftir. Eftir að hafa átt erfiðleika með að melta ýmsa smáþætti í fyrri hlutanum þá var þetta klárlega hápunkur myndarinnar, og hefði uppbyggingin og handritið farið aðeins betur að, þá hefði þetta getað orðið sömuleiðis að hápunkti seríunnar, en myndin fer of hratt yfir og gjörsamlega ekur útaf þegar dramatíkin á að snerta við manni.
Skoðanir mínar á X-Men: The Last Stand, eru gríðarlega skiptar. Ég skemmti mér vel á myndinni, og smákrakkinn í manni öskrar af ánægju vegna þess að það líður mjög stutt á milli hasarsena núna. Hins vegar, hvort sem um er að ræða lokakafla eður ei, þá hefði þetta getað orðið svo langtum betra og áhrifaríkara. Í stað þess að fá mun betri mynd heldur en X2, eða öllu heldur í stað þess að fá þennan frábæra, epíska lokahnykk sem við áttum skilið að fá, þá sitjum við uppi með ágæta sumarhasarmynd sem skilar sínu aðeins í skömmtum.
6/10
Já ég fór á þessa mynd í gær og varð fyrir vonbrigðum, þessi mynd er bara hreinasta hollywood og er mjög léleg miðað við fyrri myndirnar, mest allt aðalfólkið deyr eða verða lækknuð með eitthverjum lyfjum. Þetta er eins og að drepa Súperman eða Kóngulóarmanninn(spiderman) á tjaldinu sem er bara bannað en...þeir sem gerðu þessa mynd ætluðu víst bara ljúka við X-men seríuna. Því miður er ég neikvæður um þessa mynd því að hún er ekki eins vel sögufærð og hinar tvær en látið mig ekki stoppa ykkur að fara á hana.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. maí 2006
- Juggernaut: You gonna let me outta here? I need to pee!