X-Men: The Last Stand
2006
(X3, X-Men 3)
Frumsýnd: 26. maí 2006
Evolution will make a last stand.
104 MÍNEnska
57% Critics
61% Audience
58
/100 Þegar lækning er fundinn fyrir stökkbreytta, sem virðist geta breytt öllum stökkbreyttum í venjulega manneskju, er órói í samfélagi stökkbreyttra. Á meðan sumir stökkbreyttir eru hrifnir af hugmyndinni um lækningu, þar á meðal Rogue, þá finnst öðrum að það ætti ekki að vera til lækning. Magneto, sem enn telur að stríð sé í vændum, ræður til sín... Lesa meira
Þegar lækning er fundinn fyrir stökkbreytta, sem virðist geta breytt öllum stökkbreyttum í venjulega manneskju, er órói í samfélagi stökkbreyttra. Á meðan sumir stökkbreyttir eru hrifnir af hugmyndinni um lækningu, þar á meðal Rogue, þá finnst öðrum að það ætti ekki að vera til lækning. Magneto, sem enn telur að stríð sé í vændum, ræður til sín stóran hóp stökkbreyttra til að berjast gegn Warren Worthington II og lækningu hans. Það ætti að vera auðvelt fyrir X-Men að koma í veg fyrir þetta, en Magneto hefur eitt framyfir þau, sem Wolverine hefur ekki. Jean Grey hefur slegist í hóp með Magneto. The Phoenix hefur vaknað innra með henni, sem gefur henni vald til að eyðileggja allt sem er í vegi fyrir henni, jafnvel þó þetta "allt" sé X-Men. ... minna