Aðalleikarar
Leikstjórn
Star Trek bregst manni aldrei. Í þessari er undarlegt plot eins mikilvægt í hinum. Mér líkaði líka sérstaklega vel við tæknibrellunar. Afskaplega góðar á þessum tíma. Star Trek 6 er top mynd.
Eftir frekar misheppnaða mynd nr. 5 kemur hér síðasta myndin með gamla Star Trek-genginu, og þessi er alveg ágæt. Þannig að gamla genginu tókst að enda með reisn þrátt fyrir allt. Í þessari mynd segir frá því þegar Kirk og félögum er falið að fylgja klingonska kanslaranum Gorkon til Jarðar til þess að sitja leiðtogafund. En skömmu eftir að kanslarinn og hans fylgdarlið hefur setið kvöldverð með áhöfn Enterprise, er hann myrtur á dularfullan hátt. Allt bendir til þess að einhverjir á Enterprise hafi framið ódæðið. Kirk og dr. McCoy eru handteknir og dæmdir til ævilangrar vistar í fanganýlendunni Rura Penthe, þar sem enginn hefur átt afturkvæmt. Þar hitta þeir Martiu (Iman, konu Bowies), sem reynist ekki öll þar sem hún er séð. - En eru þeir sekir? Hver er morðinginn? Það er nú það. - Þessi mynd er mjög vel heppnuð, handrit og leikur er fínn og tónlistin er mögnuð og passlega draugaleg. Iman stendur sig nokkuð vel, og takið eftir Kim Cattrall (Sex and the City) sem Vúlkanastúlkan Valeris. Finnst ykkur hún ekki hafa breyst. :) Þarna er einnig gamla kempan Christopher Plummer (Chang), og Michael Dorn (Worf í TNG) stendur sig einnig vel. - Ég tek það fram að ég er að skrifa um hina lengri special edition af myndinni; hún var ekki sýnd í bíó en hinsvegar gefin út á myndbandi. Ég mæli með því að fólk reyni að sjá þá útgáfu frekar en hina, því hún er miklu betri. Þar má meðal annars sjá Rene Auberjonois (Odo í DS9) í litlu hlutverki, sem var klippt út, en skiptir að mínum dómi töluverðu máli. - En semsagt, fín mynd fyrir Star Trek-aðdáendur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Mark Rosenthal, Lawrence Konner, Leonard Nimoy
Kostaði
$27.000.000
Tekjur
$96.900.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG