Náðu í appið
4
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Star Trek: The Wrath of Khan 1982

(Star Trek 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

At the end of the universe lies the beginning of vengeance.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Sagan gerist á tuttugustu og þriðju öldinni. Höfuðsmaðurinn James T. Kirk er farinn að eldast; hann á að fylgja gamla skipinu sínu The Enterprise, sem nú er aðallega notað til kennslu hjá Starfleet skólanum, í tveggja vikna ferð, og það er ekki að hjálpa til við að láta honum líða yngri. En þessi æfingaferð breytist í stórhættulega ferð þegar... Lesa meira

Sagan gerist á tuttugustu og þriðju öldinni. Höfuðsmaðurinn James T. Kirk er farinn að eldast; hann á að fylgja gamla skipinu sínu The Enterprise, sem nú er aðallega notað til kennslu hjá Starfleet skólanum, í tveggja vikna ferð, og það er ekki að hjálpa til við að láta honum líða yngri. En þessi æfingaferð breytist í stórhættulega ferð þegar Khan birtist óvænt eftir áralanga útlegð og hefur í farteskinu sköpunarmáttinn sjálfan. ... minna

Aðalleikarar


Mjög góð Star Trek mynd sem inniheldur mikilvæga kafla Star Trek sögunnar. Söguþráðurinn er alltof langur til að skrifa um en myndiner í top af sínu ríki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Margt hefur breyst síðan að atburðirnir í Star Trek: The Motion Picture gerðust, Kirk hefur hætt störfum sem skipstjóri Enterprise geimskipsins og Spock hefur tekið við starfinu en Enterprise skipið er núna aðalega notað til að þjálfa nýliða, einn þeirra er Vulcanin Saavik sem er leikin af Kirstie Alley. Skipið að aðstoða við Genesis verkefni sem, ef ég skildi söguþráðinn rétt getur skapað líf. Annað skip er að fljúga um geiminn að leita af plánetu sem er algerlega auð til að prúfa Genesis. Skipið finnur plánetu sem er næstum því alveg auð, það er bara pínu lítið líf sem sést á ratsjáum. Þeir senda menn niður á plánetuna til að athuga hvað er þar og finna útlagann Khan. Khan var víst sendur á plánetuna af Kirk fyrir mörgum árum og hefur verið að skipuleggja hefnd síðan.


Það er flest betra við Wrath of Khan heldur en The Motion Picture. Eitt það augljósasta eru búningarnir, Enterprise liðið er ekki lengur í hinum forljótu pastel lituðu bolum, þau eru komin í frekar smekklega vínrauðar peysur. Það er líka gert meira á mannlegu hliðar persónanna, í The Motion Picture voru tæknibrellurnar það sem voru aðalatriðið. Það eru auðvitað mikið af tækni- og sjónbrellum sérstaklega í skotbardaga atriðunum í geimnum en það er eitt sem ég hef aldrei alveg skilið við Star Trek myndirnar og þættina, það er hægt að búa til geimskip sem geta farið á ofurhraða fram og aftur um himingeiminn en einu vopnin sem þau hafa geta bara rétt látið nokkra neista koma úr tölvunum í hinu skipinu og nokkrir detta. Ég mundi halda að vopnin yrðu aðeins fullkomnari.


Khan, leikin af Ricardo Montalban, er skemtilegt illmenni. Hann er ofurgáfaður og sterkur. Ricardo leikur Khan eins og hann væri James Bond illmenni, hann svífst einskis til að ná fram hefndum en grípur samt ekki gæsina þegar hún gefst. Spock er stærri hlutverk í þessari heldur en í The Motion Picture og er í mörgum minnistæðustu atriðunum. !SPILLIR BYRJAR! Þá sérstaklegasta í einu atriði í enda myndarinnar þar sem hann fórnar lífi sínu með því að fara inn í geislavirkt herbergi til að laga Enterprise skipið til þess að það geti komist frá mikilli sprengingu. Það fylgir auðvitað geim(jarðar)för þar sem líki Spocks er kastað útí geiminn. !SPILLIR ENDAR! The Wrath of Khan er hröð og skemtileg ævintýramynd. Hún er ein besta Star Trek myndin ef ekki sú besta. Hún inniheldur frábærar tæknibrellur og góðan söguþráð og er vel gerð í alla staði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd í bíó á sínum tíma, og hef verið Trekkari síðan. :) Þessi mynd er hreinasta snilld; frábær ævintýramynd. Tæknibrellurnar eru frábærar, einnig eru búningarnir einstaklega vel heppnaðir. Af leikurum finnst mér bestur hann Ricardo Montalban, sem hreint fer á kostum sem hinn illi Khan. Einnig sýnir Leonard Nimoy (Spock) snilldarleik, en hann og DeForest Kelley heitinn (Dr. McCoy) standa að mínu mati upp úr af gamla Star Trek-genginu.

Semsagt frábær skemmtun, og ef þú fílar Star Trek, þá VERÐURÐU að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn