Náðu í appið

Heiðin 2008

(Small Mountain)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. mars 2008

95 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 2
/10

Myndin, sem gerist á einum kosningadegi, segir frá Albert sem heimsækir sveitina sína eftir langa fjarveru í námi og hvernig viðtökur hann fær á æskustöðvunum. Faðir Alberts, Emil, er þennan sama dag beðinn um að fara með kjörkassa útá flugvöll, en hann missir af vélinni. Engin dýr voru sköðuð við gerð myndarinnar.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Skilar sér ekki til áhorfandans
Sögusvið myndarinnar er alíslensk náttúra eins og við þekkjum hana öll, en það er bara ekki nóg. Myndin byrjar ágætlega og hefði eflaust verið mun skemmtilegri sem kómedía, en hún fer hina leiðina og fjallar á semi-dramatískan hátt um aðalpersónurnar. Samband aðalpersónanna er eitthvað sem nær aldrei að skila sér til áhorfandans og í rauninni áttaði ég mig ekkert á sambandi allra persónanna út myndina. Þrátt fyrir að byrja vel þá missir hún dampinn og nær aldrei að koma honum upp aftur.

Sögusviðið, þ.e. kassinn er gott efni í stuttmynd en ekki viðfangsefni í 90 mínútna mynd (þó svo að samband persónanna eigi náttúrulega að vera umfjöllunarefnið). Maður var hálföskrandi allan tímann á þá að skila kassanum, drífa sig í veisluna og þá hefðum við verið að tala saman!

Myndin var með potential og handritið eiginlega líka, en hún bara nær ekki að skila sér til áhorfandans, svo einfalt er það. Ef hún hefði gert það þá værum við að tala um algera snilld. Myndatakan er með því skársta og leikurinn er fínn. 1 stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn