Náðu í appið

Norð Vestur 2010

(North West: The Day of the Avalanche))

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. október 2010

Íslandssaga eins og á að segja hana

100 MÍNÍslenska

Norð Vestur rekur atburðarrás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð fell á bæinn aðfaranótt 26. október 1995. Áður en aðstoð barst Flateyringum voru þeir einir í nærri fimm klukkustundir að leita, finna og grafa upp nágranna sína, vini og ættingja, og skipuleggja aðgerðir. Margar hindranir voru í vegi björgunarsveita úr nágrannabyggðum... Lesa meira

Norð Vestur rekur atburðarrás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð fell á bæinn aðfaranótt 26. október 1995. Áður en aðstoð barst Flateyringum voru þeir einir í nærri fimm klukkustundir að leita, finna og grafa upp nágranna sína, vini og ættingja, og skipuleggja aðgerðir. Margar hindranir voru í vegi björgunarsveita úr nágrannabyggðum og af landinu öllu, bæði veðurofsi og snjóflóðahætta. Snjóflóðið reyndist eitt mannskæðasta snjóflóð á Íslandi og markaði árið 1995 tímamót í hamfarasögu landsins, en alls fórust 35 manns í flóðum það ár. Þessi einstæði atburður er mörgum í fersku minni, en frá honum segja yfir 40 einstaklingar, heimafólk frá Flateyri, aðstandendur, björgunar- og fjölmiðlafólk og fjöldi þjóðþekktra Íslendinga. Einnig einstaklingar sem lentu í flóðinu og voru grafnir undir snjó í allt að 9 klukkustundir.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn