Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Vicky Cristina Barcelona 2008

(Midnight in Barcelona)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. janúar 2009

Life is the ultimate work of art.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Penélope Cruz fékk Óskarsverðlaunin og BAFTA verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fjöldi annarra tilnefninga og verðlauna.

Tvær vinkonur fara í sumarfrí til Spánar og heillast þar af málara en vita ekki að fyrrverandi eiginkonan, sem málarinn hefur átt í stormasömu sambandi við, er að koma aftur inn í myndina.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Öðruvísi Woody Allen
Vicky Christina Barcelona eftir Woody Allen er fyrsta myndin hans sem ég fílaði.
Hún segir frá tveimur vinkonum Vicky og Christinu eins og titillinn gefur til kynna. Vicky er að læra katalónsk fræði og Christina er mjög ævintýragjörn. Þær ákveða því að eyða sumrinu hjá frænku Vicky í Barcelona. Þegar þangað er komið hitta þær fljótlega málarann Juan Antonio sem er mjög frægur fyrir verk sín en sérstakleg þekktur fyrir að hafa átt í stormasömu hjónabandi þar sem konan hans reyndi að drepa hann. Stelpurnar samþykkja að eyða einni helgi með honum sem endar á því að þær fara að endurskoða ástarlíf sín alveg upp á nýtt.

Ég hafði mjög gaman af Vicky Christina Barcelona, þetta er voðalega spes mynd sem ég held að þeir sem hafi gaman af independent myndum muni fíla frekar en aðrir. Hún er stutt og laggóð, það er skemmtilegur narrator og sagan er fersk og frumleg. Scarlett Johansson og Rebecca Hall standa sig með prýði sem Vicky og Christina en það eru Javier Bardem og Penelope Cruz með sitt fáranlega góða chemistry sem standa upp úr. Penelope Cruz fékk óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í þessari mynd.

Ég mæli með þessari mynd fyrir Woody Allen aðdáendur sem og þá sem hafa ekki fílað Woody Allen myndir fyrr, því þessi mynd líkist gömlu myndum hans ekki neitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þá er það nýja Woody Allen myndin. Það er alveg merkilegt hvað þessi litli skrítni náungi hefur gert margar góðar myndir. Þessi mynd fjallar um tvær bandarískar vinkonur í Barcelona sem hitta leyndardómsfullan mann, leikinn af Javier Bardem. Við tekur vefur sem ég ætla ekki nánar út í, það gæti skemmt fyrir. Viðfangsefnið er kynlíf, framhjáhald, sambönd og tilgangur lífsins. Persónur fara að efast um sín eigin gildi og öllu er snúið á haus. Leikurinn er framúrskarandi sem er eins gott af því að myndin stendur og fellur með leikurunum. Þessi mynd er nokkuð hæg en hélt samt áhuga mínum. Mér fannst hún góð en þó ekki ein af bestu myndum Allen.

Penelopé Cruz er tilnefnd til óskarsverðulauna fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir þessa mynd. Ég myndi frekar velja Marisa Tomei í The Wrestler. Cruz var samt góð sem einskonar sexí jezebel bitch.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær nútíma ástarsaga!!!
Vicky Cristina Barcelona er nýjasta mynd leikstjórans Woody Allen. Allen hefur átt mjög misjafnt gengi með myndir sínar. Sumar hafa verið fínar, aðrar hafa bara verið annaðhvort miðlungs eða bara hreint og beint hræðilegar. En með þessari ræmu nær hann sér á flug aftur, og sýnir hversu góður leikstjóri hann er.

Sagan: Vicky og Cristina eru á leið í sumarfrí til Spánar til að skemmta sér rétt áður en Vicky giftist. Þau skoða listasýningar og njóta verunnar á Spáni. Á veitingastað einum kynnast þær Juan Antonio. Hann sýnir þeim um borgina og nær að kynnast þeim báðum verulega vel. En þegar fyrrum eiginkona Antonios, Maria Elena kemur aftur, fara hlutirnir verulega að ruglast.

VCB er ástarsaga sem er færð yfir í nútímann, og maður getur alveg totally trúað á söguna. Allen sýnir hér að ástin er virkilega blind, og virkar á svo marga vegu að hálfa væri nóg.

Leikararnir allir standa sig frábærlega. Rebecca Hall og Scarlett Johansson eru mjög góðar í hlutverkum sínum sem Vicky og Cristina. Javier Bardem er einnig frábær sem sjarmerinn Juan Antonio. Svo er Penelope Cruz góð sem brjálaða kærastan Maria Elena.

Svo er útlitið alveg frábært. Virkar perfectly fyrir þessa mynd.

Þannig að þetta er pottþétt mynd sem ég mæli með ykkur að fara á, hvort sem það sé einn eða pör.

Ég var allavega mjög heillaður af þessari mynd.

9/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gullaldartími Allens er langt að baki
Það er ekki hollt fyrir neinn leikstjóra að gera eina mynd á hverju ári, og Woody Allen hefur enn og aftur undirstrikað þá staðreynd. Stundum getur hann verið góður, einstaka sinnum frábær, en langoftast situr hann fastur í miðjumoðinu.

Ég hef sjaldan vitað til þess að "voice over" notkun geti eyðilagt kvikmynd, en hún er hættulega nálægt því í þessu tilfelli. Woody kýs að láta asnalegan þul (Christopher Evan Welch - sem hefur heldur ekki bestu rödd í heimi fyrir þannig lagað) tala með myndinni og segja okkur allt það sem persónurnar hugsa og gera. Með þessu er Woody að svindla svolítið og taka "styttri leiðina," þ.e.a.s. að láta þulinn fylla upp í allar þær upplýsingar sem einföld samtöl hefðu rétt eins getað gert, Þulurinn er hvort eð er, oftar en ekki, bara að segja hið augljósa. Þetta er eins og að horfa á myndina með commentary-hljóðrás í gangi, nema bara mjög leiðinlegri.

Þulurinn er samt ekkert að spilla fyrir neinni klassík hérna. Vicky Cristina Barcelona er ekkert sérstök mynd. Hún reynir að vera blanda af gamanmynd og léttu drama, en feilar á hvoru tveggja. Myndin er ekkert fyndin og alvarlegu augnablikin eru nánast alltaf þurr.
Persónurnar eru allar einkennilega óminnisstæðar og flestar bara leiðinlegar týpur. Mér finnst reyndar alltaf pínu fyndið hvernig Woody skrifar kvenfólk í myndum. Eins hátt álit og ég hef á manninum, þá sérstaklega fyrir gamla tímann sinn, þá verður að segjast að færni hans til að sökkva sér ofan í kvenpersónur er áberandi takmörkuð. Meðalkona í Woody Allen-mynd er einhæf, stöðluð og kvartar mjög mikið. Ég held að ég hafi ekki orðið vitni að sterkri kvenpersónu í Allen-mynd síðan Annie Hall, og jafnvel sú persóna var kynkaldur sérvitringur sem reykti mikið af grasi. Spes, finnst ykkur ekki?

En svo ég fókusi aftur á Vicky Cristina Barcelona, þá fannst mér leikurinn ágætur. Scarlett Johansson er fín leikkona en hún vinnur ekki úr miklu hérna. Sama má segja um Penelope Cruz. Eina persónan sem hafði vott af einhverri dýpt var Vicky, sem Rebecca Hall lék.
Javier Bardem kom líka frekar vel út og stal mestallri myndinni, enda gæti hann ekki staðið sig illa þótt hann reyndi.

Ég skil engan veginn að þessi mynd skuli hafa hreppt Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu gamanmyndina. Ég sá akkúrat ekkert heillandi við hana, fyrir utan fáeina leikara, fallegt landslag og eftirminnilegan koss á milli Johansson og Cruz.
Ég vænti þess að Woody muni reyna áfram að toppa hina frábæru Match Point, en að mínu mati hefur hann farið sígandi núna. Vicky Cristina Barcelona hefur greinilega heillað einhverja, ef marka skal erlendu dómana, en persónulega myndi ég frekar kjósa að horfa aftur á Scoop eða jafnvel Hollywood Ending, og þá er nokkuð mikið sagt.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði mjög gaman af því að sjá þessa mynd. Hún fjallar um tvær stelpur sem fara til Barcelona, þær heita auðvitað Vicky og Cristina. Þar kynnast þær listamanni sem heitir Antonio. Þetta snérist aðalega um daðrið og ástarlífið þeirra þriggja, en á mjög skemmtilegann hátt. Antonio var mjög djarfur og sannsögull. Það sem stóð uppúr í lokinn var hvað fólk er oft andstæðan við það sem manni finnst í fyrstu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn