Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Rómantískar gamanmyndir þurfa ekki að vera væmnar og leiðinlegar, hér er sönnunin. Forgetting Sarah Marsahall er mynd sem veit að hún þarf að vera gamanmynd fyrst og svo rómantísk. Hér er stór hluti af Judd Apatow genginu. Jason Segel fer með aðalhlutverkið, þið ættuð að muna eftir honum úr Freaks and Geeks, Knocked Up og núna nýlega I Love You Man. Ég held að hann hafi ekki áður leikið aðalhlutverk en hann er greinilega alveg tilbúinn í það. Hann leikur s.s. gaur sem er kærasti sjónvarpsstjörnu sem svo segir honum upp. Hann fer í þunglyndi og ákveður að fara til Hawai í afslöppun. Þar er auðvitað kærastan líka ásamt nýjum kærasta. Jonah Hill og Paul Rudd eru í góðum, en frekar litlum, aukahlutverkum. Svo er það furðufuglinn Russel Brand sem leikur eiginlega sjálfan sig. Ég sá hann í Jay Leno um daginn og hann er í alvöru svona!
Þessi mynd er fyndin. Söguþráðurinn er reyndar mjög einfaldur og heldur ekki alveg vatni ef maður hugsar of mikið. Af hverju fór t.d. Sarah Marshall ekki bara á eitthvað annað hótel á Hawai? Þetta er fín paramynd. Rómantísk gamanmynd sem strákar geta líka haft gaman af, þær eru ekki svo algengar!
Strax komin í uppáhald...
Það er eitt að horfa á týpíska grófa gamanmynd, svo er annað að horfa á grófa gamanmynd þar sem mikil áhersla er lögð á persónusköpun. Judd Apatow (ofurframleiðandinn í gamanmyndageiranum) hefur alltaf verið meira gefinn fyrir það að gefa myndunum sem hann merkir sér nafni sínu talsvert meira innihald en maður vanalega býst við. Forgetting Sarah Marshall er algjör gimsteinn að mínu mati, og gefur hún myndum eins og Knocked Up og The 40-Year-Old Virgin ekkert eftir. Og hvað aðrar Apatow-matreiddar myndir varða, þá finnst mér hún mun betri en t.d. Walk Hard, Pineapple Express og Superbad. Það er eitthvað svo merkilega viðkunnanlegt við þessa mynd að hálfa væri nóg.
Hún er fyrst og fremst borin uppi af skemmtilegum leikurum, sem túlka óvenju trúverðugar persónur. Ég er ekki frá því að Seth Rogen ætti tímabundið að víkja sér frá, því Jason Segel er álíka góður, ef ekki fyndnari þegar kemur að hlutverki lúðans sem allir halda með. Segel (sem er líka oft fyndinn í How I Met Your Mother-þáttunum) fær hrós bæði fyrir góða kómíska tímasetningu og meðhöndlun á handritinu, sem er alfarið í hans höndum. Kannski maður ætti að bæta við öðru hrósi þar sem að hann er augljóslega ekki sperhræddur, sem er skemmtileg aukaáhersla á nokkrar senur myndarinnar. Kristen Bell kemur líka vel út sem persóna sem virkar frekar einhliða en leynir meira á sér. Sama má eiginlega segja um krúttið hana Milu Kunis (óhjákvæmalegt að tengja rödd hennar við Meg úr Family Guy) og hinn margfalt skrautlega Russell Brand ("ello, love"), sem stelur öllum sínum senum sem steikti kynlífsfíkillinn Aldous Snow. Johan Hill er líka alveg sígildur sem þjónn sem vill ekkert meira en að sofa hjá honum ("I just went from six to midnight").
En þrátt fyrir að vera rík á persónum er þessi mynd einfaldlega bara meiriháttar fyndin. Ekki flóknara en það. Húmorinn verður samt aldrei mjólkaður heldur verður bara fyndinn að sjálfu sér. T.d. þegar Aldous fer að muldra einhverja sýru í sambandi við skóinn sem hann týndi. Brilliant.
Myndin er auðvitað í lengri kantinum (eins og nánast allar myndir sem koma Apatow-nafninu við) og þjáist fyrir það örlítið. Myndin dalar aldrei neitt en söguþráðurinn er faktískt svo þunnur að myndin hefði mátt vera skorin niður örlítið. Þar að auki virkar myndin pínu stefnulaus upp úr miðju, en hún rís samt duglega upp úr því. Auk þess tekst myndinni ágætlega að forðast helstu klisjur, sem er alltaf gott að segja um hvaða mynd sem er.
Ef þið hafið ekki enn séð þessa mynd, kippið því í lag sem fyrst! Af því sem komið er, þá finnst mér þetta vera það fyndnasta sem ég hef séð á þessu ári.
8/10
PS. Lagið "Inside of you" sem Brand syngur er hættulega grípandi, og það feilar aldrei að ég fái það á heilann í marga klukkutíma.
Það er eitt að horfa á týpíska grófa gamanmynd, svo er annað að horfa á grófa gamanmynd þar sem mikil áhersla er lögð á persónusköpun. Judd Apatow (ofurframleiðandinn í gamanmyndageiranum) hefur alltaf verið meira gefinn fyrir það að gefa myndunum sem hann merkir sér nafni sínu talsvert meira innihald en maður vanalega býst við. Forgetting Sarah Marshall er algjör gimsteinn að mínu mati, og gefur hún myndum eins og Knocked Up og The 40-Year-Old Virgin ekkert eftir. Og hvað aðrar Apatow-matreiddar myndir varða, þá finnst mér hún mun betri en t.d. Walk Hard, Pineapple Express og Superbad. Það er eitthvað svo merkilega viðkunnanlegt við þessa mynd að hálfa væri nóg.
Hún er fyrst og fremst borin uppi af skemmtilegum leikurum, sem túlka óvenju trúverðugar persónur. Ég er ekki frá því að Seth Rogen ætti tímabundið að víkja sér frá, því Jason Segel er álíka góður, ef ekki fyndnari þegar kemur að hlutverki lúðans sem allir halda með. Segel (sem er líka oft fyndinn í How I Met Your Mother-þáttunum) fær hrós bæði fyrir góða kómíska tímasetningu og meðhöndlun á handritinu, sem er alfarið í hans höndum. Kannski maður ætti að bæta við öðru hrósi þar sem að hann er augljóslega ekki sperhræddur, sem er skemmtileg aukaáhersla á nokkrar senur myndarinnar. Kristen Bell kemur líka vel út sem persóna sem virkar frekar einhliða en leynir meira á sér. Sama má eiginlega segja um krúttið hana Milu Kunis (óhjákvæmalegt að tengja rödd hennar við Meg úr Family Guy) og hinn margfalt skrautlega Russell Brand ("ello, love"), sem stelur öllum sínum senum sem steikti kynlífsfíkillinn Aldous Snow. Johan Hill er líka alveg sígildur sem þjónn sem vill ekkert meira en að sofa hjá honum ("I just went from six to midnight").
En þrátt fyrir að vera rík á persónum er þessi mynd einfaldlega bara meiriháttar fyndin. Ekki flóknara en það. Húmorinn verður samt aldrei mjólkaður heldur verður bara fyndinn að sjálfu sér. T.d. þegar Aldous fer að muldra einhverja sýru í sambandi við skóinn sem hann týndi. Brilliant.
Myndin er auðvitað í lengri kantinum (eins og nánast allar myndir sem koma Apatow-nafninu við) og þjáist fyrir það örlítið. Myndin dalar aldrei neitt en söguþráðurinn er faktískt svo þunnur að myndin hefði mátt vera skorin niður örlítið. Þar að auki virkar myndin pínu stefnulaus upp úr miðju, en hún rís samt duglega upp úr því. Auk þess tekst myndinni ágætlega að forðast helstu klisjur, sem er alltaf gott að segja um hvaða mynd sem er.
Ef þið hafið ekki enn séð þessa mynd, kippið því í lag sem fyrst! Af því sem komið er, þá finnst mér þetta vera það fyndnasta sem ég hef séð á þessu ári.
8/10
PS. Lagið "Inside of you" sem Brand syngur er hættulega grípandi, og það feilar aldrei að ég fái það á heilann í marga klukkutíma.
Fín mynd
Fyndin mynd. Ég fýla allar myndir frá þessum leikstjórum sem hafa bara búið til snilldarmyndir. Nema Walk Hard. Fannst hún ömurleg
Fyndin mynd. Ég fýla allar myndir frá þessum leikstjórum sem hafa bara búið til snilldarmyndir. Nema Walk Hard. Fannst hún ömurleg
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
www.forgettingsarahmarshall.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
18. apríl 2008