Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Reader 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. febrúar 2009

Hversu langt myndir þú ganga til að vernda leyndarmál?

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

The Reader hefst í Þýskalandi stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar unglingurinn Michael Berg (David Kross) verður veikur og er hjálpað heim af Hönnu (Kate Winslet), konu sem er tvöfalt eldri en hann. Hann jafnar sig og leitar Hönnu uppi til að þakka henni hjálpina. Þau ná saman og eiga um tíma í ástríðufullu en leynilegu ástarsambandi. Þrátt fyrir... Lesa meira

The Reader hefst í Þýskalandi stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar unglingurinn Michael Berg (David Kross) verður veikur og er hjálpað heim af Hönnu (Kate Winslet), konu sem er tvöfalt eldri en hann. Hann jafnar sig og leitar Hönnu uppi til að þakka henni hjálpina. Þau ná saman og eiga um tíma í ástríðufullu en leynilegu ástarsambandi. Þrátt fyrir sterk tengsl þeirra lætur Hanna sig skyndilega hverfa einn daginn og Michael situr sár eftir. Átta árum síðar mætast leiðir þeirra á ný þegar Michael er í laganámi og er að fylgjast með nasistaréttarhöldum. Þar sér hann Hönnu meðal sakborninga og uppgötvar djúpstætt leyndarmál sem mun hafa mikil áhrif á þau bæði. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Vel leikin og gerð mynd
The Reader er byggð á samnefndri bók sem varð mjög vinsæl þegar hún var gefin út. Myndin fjallar um 15 ára strák, Michael Berg og ástarsamband hans við mun eldri konu, Hönnu Schmitz. Michael verður skyndilega veikur úti á götu og sér Hanna þetta gerast og hjálpar honum.

Eftir að hafa legið í rúminu í nokkra mánuði og náð aftur góðri heilsu sendir mamma Michael hann til Hönnu með blómvönd til að þakka honum fyrir. Þá elskast þau í fyrsta sinn og eftir það les hann fyrir hana úr bókum sínum, það er upphafið að löngu og dramatísku lestrar og ástarsambandi. Hönnu er boðin stöðuhækkun úr vinnunni sinni sem miðaklippari í sporvagni og þegar það gerist hverfur hún skyndilega og kveður Michael ekki. Eftir það fer Michael í lögfræðinám og er að læra á réttarkerfið þegar Hanna er sakfelld út af þáttöku í gyðingapyntingum í seinni heimsstyrjöldinni. Michael einn veit leyndarmál Hönnu sem gæti bjargað henni úr fangelsi og þá er spurningin hvernig hann vinnur úr því.

Mér fannst myndin áhugaverð og var leikur Kate Winslet allra verðlaunanna sem hún hlaut virði. Myndin er vel gerð en fer það virkilega í taugarnar á mér í þessari mynd eins og öðrum, þegar sagan á að gerast í landi eins og til dæmis Þýskalandi og þá tala allir ensku með þýskum hreim þar á meðal Kate Winslet sem hljómaði hálf kjánalega með þessum hreim sínum. Annars var þetta mynd sem var þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin byrjar í Þýskalandi eftir seinni heimstyrjöldina árið 1958. Kate Winslet leikur ólæsa konu sem byrjar í ástarsambandi við ungan dreng. Hann les fyrir hana sögur og volah...The Reader. Mörgum árum síðar hittast þau aftur undir öðrum kringumstæðum. Myndin er virkilega vönduð og áhrifamikil. Hún vekur spurningar um beina og óbeina sekt og mynnir mann á það brjálæði sem þessar útrýmingarbúðir nasista voru. Myndin sýnar líka hversu erfitt það var fyrir Þjóðverjana að átta sig á hvað hafði gerst og hvernig þeir gátu látið þetta gerast. David Kross er mjög góður sem ungi drengurinn og framtíðar leikari. Ralph Fiennes er alltaf góður en hann er í minna hlutverki en ég bjóst við. Kate Winslet er ein besta leikkonan í Hollywood og á góðan séns á að vinna óskarsverðlaun fyrir þessa mynd. Það væri vissulega verðskuldað. Mögnuð drama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skilur ekkert eftir sig
Það er einkennilegt hvernig breska leikstjóranum Stephen Daldry tekst að gera sífellt vandaðar og gífurlega vel leiknar kvikmyndir, sem eru síðan ekkert minnisstæðar. Þannig leit ég a.m.k. á Billy Elliot, The Hours og núna The Reader.

Myndin er mest megnis borin uppi af leik og flottu útliti. Sagan er ágæt, aldrei leiðinleg, en ekki heldur grípandi á neinn hátt. Myndin segir frá siðferðislegum vandamálum eftirstríðsáranna frá sjónarhorni einnar konu ásamt strák sem átti í ástarsambandi við hana. Efniviðurinn hljómar ekki illa, en ég tengdist aldrei við persónurnar og hélt hvorki upp á þær sjálfar né "baráttu" þeirra, sem er sennilega stór mínus, þar sem að lykilpersónurnar tvær eru þungamiðja sögunnar.

Kate Winslet sýnir enn og aftur að hún er gjörsamlega ófær um að leika illa. Hún er sömuleiðis ófær um að leika í kvikmynd sem inniheldur EKKI kynlífssenu - ekki að ég kvarti, hún er vel falleg. Allavega, þá stendur hún sig virkilega vel í þessari mynd, þó svo að persóna hennar hafi aldrei verið nægilega áhugaverð að mínu mati. Mér fannst eins og mér hafi átt að líka betur við hana en ég gerði. Handritið gerir persónu hennar að erfiðri en samt saklausri týpu - en mér var óvenju sama. Það er eflaust aukaatriði en ég var reyndar hrifnari af leiknum hennar í Revolutionary Road. Kannski vegna þess að hún hafði meira til að vinna úr þar, en eins og ég sagði, allt annar handleggur.

Hinn 18 ára David Kross (helst ekki rugla nafninu saman við grínistann David Cross úr Arrested Development) fær það erfiða hlutverk að þurfa að bera uppi stóran hluta af myndinni einn og sér, og stendur hann sig prýðilega. Ralph Fiennes er síðan auðvitað sterkur eins og ávallt, en hlutverkið hans er voða afslappað og hefur hann lítið að gera.

Ég get svarið að ef svona góðir leikarar væru ekki til staðar væri þessi mynd þegar orðin gleymd og væri jafnvel farin að safna ryki einhvers staðar. Akademían hefði einnig látið hana í friði. Hún virkar dálítið á mann eins og sjónvarpsmynd, og þótt ég sé ekki beint að hrauna yfir innihald hennar með þeirri fullyrðingu, þá dregur hún óneitanlega úr mikilvægi myndarinnar.

The Reader er engu að síður áhugaverð að vissu leyti. Hún er einnig vel tekin upp og leikurinn er svo sterkur að það er eiginlega skylda að hífa hana aðeins upp úr meðalmennskunni. Myndin er fín, en skilur engin djúp spor eftir sig - engin. Hún er líka með öllum líkindum slakasta mynd sem ég hef séð í mörg ár sem hefur verið tilnefnd til Óskars sem besta myndin.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn