Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sunshine 2007

Frumsýnd: 6. apríl 2007

Dark days are coming.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 64
/100
Vísbending #4 Ekki enn búin/n að fatta? Þú getur fundið orðið meðal annars á forsíðu Kvikmyndir.is þar sem vídeóspilarinn er. Þú getur annaðhvort farið beint þangað eða endað á kvikmynd frá 1992 þar sem Robert Downey Jr. talaði einnig með breskum hreim

50 árum inn í framtíðina þá byrjar sólin að deyja, og sem afleiðing af því þá byrjar Jörðin að deyja einnig. Hópur geimfara er sendur til að lífga sólina við í geimfarinu Icarus I, en leiðangurinn misheppnast. Sjö árum síðar þá er nýr hópur sendur af stað í geimskipinu Icarus II til að ljúka verkefninu og þeir eru síðasta von Jarðar. Með í... Lesa meira

50 árum inn í framtíðina þá byrjar sólin að deyja, og sem afleiðing af því þá byrjar Jörðin að deyja einnig. Hópur geimfara er sendur til að lífga sólina við í geimfarinu Icarus I, en leiðangurinn misheppnast. Sjö árum síðar þá er nýr hópur sendur af stað í geimskipinu Icarus II til að ljúka verkefninu og þeir eru síðasta von Jarðar. Með í för er síðasta ofur kjarnorkusprengjan sem til er. Vegna mannlegra mistaka stýrimannsins þá verða miklar skemmdir á geimskipinu, og því er útilokað fyrir hópinn að snúa aftur til Jarðar, og ferðin er orðin tvísýn. Eftir að hafa heyrt neyðarkall Icarus II frá Merkúr, þá er gerður út leiðangur til að sækja sprengjuna. Þessi nýja björgunarferð reynist dýrkeypt. En það óvænta sem bíður þeirra um borð er jafnvel enn verra. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Danny Boyle er klárlega stærsti leikstjóri Breta um þessar mundir. Það skemmtilega við hann er ekki síst það að hann virðist vilja prófa að búa til allar gerðir kvikmynda. Hann er búinn að gera þriller, drama, hryllingsmynd, létta mynd og vísindaskáldsögu. Ég veit ekki hvort að hann sé með einhvern tékklista sem hann x-ar við eða hvort að þetta sé tilviljun. Skiptir ekki öllu. Sunshine er sem sagt sci-fi mynd. Plottið hljómar kunnulega og minnir á heimsendamyndir á borð við The Core og Armageddon. Í þetta skipti er sólin að deyja og það ógnar framtíð jarðarinnar. Hvað gera menn þá? Þeir taka að sjálfsögðu rúntinn til sólarinnar með sprengju á stærð við Kópavog og búa til „a star within a star“. Fullkomlega rökrétt.

Ég verð að segja að ég bjóst við betri mynd en þetta. Leikararnir stóðu sig vel, það er ekki við þá að sakast. Fyrsti klukkutíminn var mjög góður fannst mér, góð persónusköpun, áhugavert ferðalag og flott geimskip. Svo var mjög svalt sólarherbergið þar sem maður getur horft beint á sólina með ákveðnum filterum. Fyrir mitt leiti þá fór allt úrskeiðis eftir að þeir finna annað geimskip sem var fyrsta tilraunin í þessu verkefni (þetta var önnur). Ég skemmi ef ég segi meira en mér fannst Boyle gjörsamlega klúðra þessu á loka metrunum eins og myndin byrjaði vel.

„Mace: We should split up.
Harvey: I'm not sure that's such a good idea...
Mace: You're probably right. We might get picked off one at a time by aliens.“
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gefið Boyle fleiri verðlaun
Danny Boyle á margfalt meira hrós skilið en hann hefur fengið í gegnum ferilinn sinn. Mér persónulega finnst hann vera frábær leikstjóri, og meira en lítið hugmyndaríkur. Auðvitað eru ekki allar myndirnar hans meistaraverk, en það má finna nokkrar brjálæðislega góðar þarna. Gleymum ekki klassíkinni Trainspotting og svo að auki gerði hann margt þrælgott með 28 Days Later. Einnig eru fyrirferðaminni titlar hans fremur vanmetnir, og þá meina ég myndir eins og Shallow Grave, Millions og A Life Less Ordinary.

Allaveganna, sama hvað flestum finnst um hann, þá finnst mér erfitt að neita því hversu stórt stökk maðurinn hefur tekið með þessu nýjasta verki sínu, Sunshine. Meðan að grunnhugmynd þessarar myndar hljómi eins og samansafn af nokkrum helstu klisjum undanfarinna ára (The Core, kannski?), þá er afraksturinn svo langtum meira heldur en hann gefur til kynna.

Myndin er t.d. alveg einkennilega myrk og drungaleg allan tímann. Andrúmsloftið er vel mótað og heldur myndin uppi dúndurgóðri spennu nánast út lengd sína. Maður finnur mikið fyrir óttanum í þessari mynd, og það er eitt af því sem að gerir hana svona ógurlega ''intense'' á pörtum. Leikurinn er sömuleiðis áhrifaríkur, enda lykilatriði. Cillian Murphy hefur farið fram úr mínum björtustu vonum undanfarið og heldur sífellt áfram að sýna það að að hann er einn efnilegasti ungi leikarinn í dag. Ég hef ekkert út á gaurinn að setja, og finnst mér hann standa sig fullkomlega. Chris Evans er líka merkilega óvæntur. Hingað til hefur hann sýnt töluvert léttari hliðar að sér í ræmum eins og Fantastic Four eða jafnvel Cellular. Hér er hann kominn yfir í allt annan kalíber, og hann stendur sig helvíti vel. Aðrir leikarar eiga einnig gott orð skilið, en jafnframt hafa þessir tveir helstu leikarar náð að skyggja yfir marga aðra, þó svo að nánast enginn standi sig eitthvað illa. Alls ekki.

Tónninn helst einnig stöðugur jafnvel þótt myndin skipti heldur betur um gír í seinni helming (ekki á slæman hátt samt. Myndin verður bara... öðruvísi). Handritið nær þó sífellt að leggja sínar áherslur á mannlegu þættina í sögunni og væmni er alfarið í lágmarki. Nánast engin.

Ég held að það sé óhætt að telja Sunshine vera meðal betri sci-fi mynda sem komið hafa út síðustu misseri. Myndin er höggþétt og gríðarlega spennandi, svo aðeins einhverjir kostir séu nefndir. Gallarnir eru til staðar, en sem betur fer litlir, og hafa þeir lítil áhrif á heildarniðurstöðuna eða afþreyingargildið sjálft.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík mynd, þvílík upplifun, þvílík leikstjórn. Ég er dolfallinn yfir þessu meistaraverki Danny Boyle's. Tæknibrellurnar í þessari mynd eru vel til óskarsverðlauna verðar og gefa 300 t.d. ekkert eftir. Cillian Murphy er stórkostlegur í hlutverki Capa og ef einhver leikari hefur átt skilið óskarinn fyrir frammistöðu í Sci-fi geimmynd þá er það hann. Það eru mjög fáar myndir sem hafa fengið mig til að fella tár og Sunshine tókst það.Eðli mannsins er sýnt í sinni örvæntingafyllstu mynd og allir leikarar vel valdir í hlutverk sitt enda ekki neitt hægt að setja út á leikinn í þessari mynd. Myndin er byggð á hvað ef kenningum og tekst henni það mjög vel enda hvað ef sólin mundi kulna út? hvað myndum við gera? hvað ef við hefðum þekkinguna til að búa til stjörnu inni í annari stjörnu? myndum við láta á reyna?Það er ekki mikið hægt að segja um Sunshine án þess að skemma fyrir en hér er á ferðinni ein besta Sci-Fi mynd allra tíma án vafa. Allir kvikmyndaáhugamenn sem og aðrir ættu ekki að láta Sunshine framhjá sér fara. Ef valið er Mr. Bean, Wild Hogs, TMNT og Sunshine þá er valið einfalt.Arnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrst góðu fréttirnar. Þetta er á margan hátt mjög flott gerð mynd. Útlitið er óaðfinnanlegt, senurnar þar sem yfirborð sólarinnar sést eru algerlega æðislegar, myndin er alveg bærilega spennandi og leikararnir eru ekki að túlka einhverjar róbotískar persónur heldur persónur sem eru í raun og veru nokkuð trúverðugar. Ábending myndarinnar má segja að sé sú að þegar allt kemur til alls sé veikleikinn hjá mönnunum sjálfum, sjálfsagt nokkuð til í því. Myndin heldur sig einnig við raunveruleikann að því leiti að geimfarið er ekki búið einhverskonar geimhoppsvél heldur verður það að svífa alla leið á hraða sem er lang, langt innan við ljóshraðann þannig að ferðatíminn virðist vera eitthvað um eitt ár sem sennilega er ekki fjarri lagi í raun og veru. Skipið er líka búið hitaskyldi sem er kringlóttur og snýr alltaf í átt að sólu þannig að restin af skipinu er í skugga af honum og kemur þannig í veg fyrir að skipið bráðni af sólarhitanum. Þetta er allt saman trúverðugt. Það sem er ekki er að skipið virðist búið gerfiþyngdarafli, þ.e. allir um borð labba eðlilega um skipið eins og þeir væru hér á yfirborði móður Jarðar. Eina þekkta leiðin til að skapa þyngd um borð í skipi er að snúa því, en hugsa mætti sér að áhöfnin byggi í hring sem lægi undir jaðri sólarskjaldarins allann hringinn meðfram þeim jaðri. Þyngdarleysi myndi þá ríkja í miðjunni, en breytileg þyngd þaðan í frá út að jaðrinum. Hægt væri að stilla snúninginn þannig að eðlileg þyngd ríkti í hringnum. Fleiri þætti má finna eins og að það er ekkert hljóð í loftlausum geimnum og sitthvað af smærri atriðim...enda skiptir ekki máli hvort að líklegt sé eða ekki að sólin slökkvi á sér eftir 50 ár fjórum milljörðum ára á undan áætlun eða hvort líklegt sé að hægt sé að kveikja aftur á henni með stórri sprengju. Ef fólk ákveður að fara á myndina þá hefur það ákveðið að láta sér þau atriði liggja í léttu rúmi. Aðall myndarinnar eru mjög flottar senur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sunshine hefur sama söguþráð og hver einasta heimsendamyndin og hefur einnig þá skemmtilega klisju að það þarf einhverja svakalega kjarnorkusprengju til þess að bjarga heiminum hvort það sé halastjarna sem ógnar jörðinni eða kjarni Jarðarinnar sem hættir að snúast eða í þetta skipti, sólin hætti að virka. Það sem Sunshine gerir hinsvegar öðruvísi/betur heldur en aðrar heimsendamyndir er að skapa trúverðugar og raunverulegar persónur sem þér þykir eitthvað vænt um, meðal þess þá fellur Sunshine ekki í neinar Hollywood gryfjur, það eru þó klisjur að eiga sér stað en á litlum skala. Auk þess að vera svakalega flott og ekki bundin við neinar grafískar takmarkanir (þar sem myndin er bresk guðs sé lof) þá er myndin mjög falleg og ógnvekjandi á sama tíma og ekki gleyma mjög gróf í alla staði. Framleiðslugæðin, myrkra andrúmsloftið og persónurnar gera myndina spennandi, þessi óhefðbundna aðferð á þessari heimsendaklisju lætur þig halda að hvað sem er gæti gerst. Heimsendamyndir enda allar eins, en Sunshine heldur hjartanu pumpandi alveg þar til í blálokin út af þessari óhefðbundnari aðferð. Danny Boyle nær að umbreyta þessum klisjukennda söguþræði og gera býsna vel heppnaða kvikmynd, hann hefði getað fallið í skrípaleikinn hvenær sem er eins og vanalega gerist í svona kvikmyndum en maðurinn veit greinilega nákvæmlega hvað hann er að gera. Ég mæli virkilega með Sunshine, sérstaklega þar sem bíósalurinn var mjög fámennur og þar sem Sunshine er ein af betri science fiction kvikmyndum seinustu ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.10.2022

Glæpadrama sigraði PIFF

„Viva il cinema“, sagði Hermann Weiskopf einn af kvikmyndagerðarmönnunum sem tóku þátt í Piff (Pigeon International Film Festival) um helgina. Á íslensku myndi það útleggjast sem lifi bíóið. „Þetta er kannski ek...

09.08.2021

Þetta eru öll lögin í The Suicide Squad

Á dögunum var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum og einnig á streymisveitu HBO Max. Um er að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn J...

16.02.2021

Mikilvægt að stíga út fyrir þægindarammann

„Ég held að ég hafi ákveðið að fara út í kvikmyndabransann þegar ég sá Evil Dead 2 og síðan ákveðið að leggja áherslu á handritaskrifin þegar ég sá Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tarantino spilar...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn