Undir trénu með 50 milljónir í tekjur

Það er óbreytt staða á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna. Kingsman: The Golden Circle er áfram í fyrsta sæti listans, og íslenska kvikmyndin Undir trénu heldur sig áfram í sæti nr. 2. Tekjur af sýningum hennar nema nú tæpum 50 milljónum króna, en myndin er búin að vera fjórar vikur í sýningum.

Þriðja sætið fellur svo The Lego Ninjago Movie í skaut, rétt eins og í síðustu viku. Þrjár nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni. Rómantíska gamanmyndin Home Again, með Reese Witherspoon, fer beint í fjórða sæti listans, leikið-við-dauðann tryllirinn Flatliners situr í sjöunda sæti eftir sýningar helgarinnar, og ný íslensk kvikmynd, Vetrarbræður, fer beint í 15. sæti listans. Vetrarbræður var opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík á fimmtudaginn síðasta.

Sjáðu listann í heild sinni: