Börn og meiri börn

Ekkert lát er á vinsældum Storka á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin er nú aðra vikuna í röð vinsælasta myndin á Íslandi.

Eins og allir vita eru storkar hættir að koma með börnin og sendast nú með alls konar pakka þess í stað. Dag einn ýtir hins vegar storkurinn Júníor á rangan takka og framleiðir óvart litla stúlku sem hann verður nú að koma til einhverra foreldra.

storks

Sömuleiðis er óbreytt staða í öðru sæti listans, en Bridget Jones´s Baby heldur því sæti sínu frá síðustu viku. Spennutryllirinn og ráðgátan The Girl on the Train skipar svo þriðja sætið, ný á lista.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, Middle School: The Worst Years of My Life, en hún fer beint í 10. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice