The Counselor – Fyrsta stikla

Í dag lofuðum við fyrstu stiklunni úr nýju Ridley Scott myndinni The Counselor með Michael Fassbender í titilhlutverkinu, ásamt Brad Pitt, Javier Bardem, Cameron Diaz og Penelope Cruz í öðrum hlutverkum.

Hér er hún komin:

Höfundur handrits er rithöfundurinn Cormac McCarthy, sem skrifaði m.a. bókina No Country for Old Men, sem Coen bræður gerðu kvikmynd eftir.

javier bardem fassbender

Myndin fjallar um lögfræðing, sem leikinn er af Fassbender, sem fer út í hluti sem hann ræður ekki við þegar hann í óvitaskap sínum flækist inn í starfsemi eiturlyfjahrings.

The Counselor kemur í bíó 25. október nk.