Ekki messa í Michael

Nýtt atriði hefur verið birt úr verðlaunavestranum Slow West þar sem Michael Fassbender fer með hlutverk útlagans dularfulla Silas sem ferðast með ungum manni, sem leikinn er af Kodi Smit-McPhee, sem leitar að konunni sem hann elskar. Myndin gerist snemma á 19. öldinni í Bandaríkjunum.

fassbender

Það er ljóst miðað við atriðið sem við sjáum hér að neðan að maður messar ekki við Michael Fassbender!

Leikstjóri er John Maclean.

Slow West verður frumsýnd 26. júní nk. í Bretlandi, en hún hefur verið að ferðast á milli kvikmyndahátíða í Bandaríkjunum síðustu mánuðina eftir að hún vann til World Cinema Jury Prize: Dramatic Winner verðlaunanna á Sundance hátíðinni þar í landi í janúar.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: