Finna barn í árabát

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd The Place Beyond the Pines leikstjórans Derek Cianfrance, The Light Between, er komin út.

light

Myndin, sem er drama, fjallar um vitavörð á afvikinni í eyju undan ströndum Ástralíu sem, ásamt eiginkonu sinni, bjargar tveggja mánaða gömlu barni sem þau finna í árabát og ala upp sem sitt eigið. Síðar meir þurfa þau að standa frammi fyrir áleitnum spurningum.

Með aðalhlutverk fara Michael Fassbender, Alicia Vikander og Rachel Weisz.

Myndina átti upphaflega að frumsýna á síðasta ári, en nú er stefnt að frumsýningu í september nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: