Bossar í bíómyndum

Fyrr í vikunni birtum við mynd af leikaranum Ashton Kutcher í hlutverki Steve Jobs, en myndin jOBS um Steve Jobs stofnanda Apple tölvufyrirtækisins verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar nk. Til gamans þá eru hér að neðan myndir af fleiri leikurum sem leikið hafa forstjóra í bíómyndum:   James Woods lék síðasta forstjóra […]

Ra’s Al Ghul snýr aftur – Josh Pence hreppir hlutverkið

Nýjustu fréttir af The Dark Knight Rises hafa komið mörgum á óvart, en nýlega var staðfest að leikarinn Josh Pence muni fara með hlutverk Ra’s Al Ghul. Eins og flestir muna fór Liam Neeson með hlutverkið í Batman Begins, en Pence mun leika skúrkinn á hans yngri árum. Pence fór síðast með hlutverk Tyler Winklevoss […]

Ra's Al Ghul snýr aftur – Josh Pence hreppir hlutverkið

Nýjustu fréttir af The Dark Knight Rises hafa komið mörgum á óvart, en nýlega var staðfest að leikarinn Josh Pence muni fara með hlutverk Ra’s Al Ghul. Eins og flestir muna fór Liam Neeson með hlutverkið í Batman Begins, en Pence mun leika skúrkinn á hans yngri árum. Pence fór síðast með hlutverk Tyler Winklevoss […]

Hammer úr Social Network verður prins í Mjallhvíti

Bandaríski leikarinn Armie Hammer sem sló eftirminnilega í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni The Social Network þar sem hann lék báða Winklevoss tvíburana, hefur landað hlutverki í nýrri mynd sem byggð er á sögunni um Mjallhvíti. Hammer, sem er 24 ára gamall, mun leika Prins Andrew Alcott, en myndin hefur ekki enn fengið nafn. Í myndinni á […]

Fincher sýnir Cleopötru áhuga

Leikstjórinn David Fincher, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína the Social Network, er nú viðræðum við Sony þess efnis að leikstýra væntanlegri stórmynd um Kleopötru. Upprunalega stóð til að James Cameron tæki myndina að sér áður en hann ákvað að einbeita sér að Avatar-seríunni merkilegu, en Sony-menn vilja ólmir koma myndinni í framleiðslu. […]

Reznor fer úr Facebook yfir í vampírur

Trent Reznor vann á dögunum til Óskarsverðlauna fyrir vinnu sína við hina stórgóðu The Social Network, en hann skrifaði tónlistina í myndinni ásamt samstarfsmanni sínum Atticus Ross. Vefsíðan BadAssDigest hermir að Reznor muni semja tónlistina fyrir hina væntanlegu spennumynd Abraham Lincoln: Vampire Hunter. Eins og titillinn gefur til kynna mun myndina fjalla um Bandaríkjaforsetann Abraham […]

Hvað segja notendur kvikmyndir.is um Óskarsverðlaunamyndirnar?

Umfjallanir notenda kvikmyndir.is eru mikilvægur hluti af efni síðunnar. Nú líður að Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fer fram þann 27. febrúar nk. Það er því vel við hæfi að vekja hér athygli á þeim umfjöllunum sem búið er að skrifa um þær myndir sem tilnefndar eru sem Besta mynd. Eins og sést hér að neðan eru komnar […]

Spider-Man fær titil

Hin væntanlega ‘endurræsing’ á Spider-Man seríunni hefur nú fengið fastan titil, en myndin mun bera heitið The Amazing Spider-Man. Þetta tilkynnti Sony nú fyrir stuttu, en þeir létu fyrsta opinbera skotið af Köngulóarmanninum fylgja með. Eins og flestir vita er það Andrew Garfield, úr the Social Network, sem fer með hlutverk hetjunnar liðugu, en honum […]

Stamandi Firth bestur á BAFTA – King´s Speech var sigurvegari hátíðarinnar

Hið konunglega dramastykki The King´s Speech var aðalsigurvegarinn á „bresku Óskarsverðlaununum“, BAFTA, um helgina, en myndin vann sjö verðlaun, þar á meðal verðlaunin fyrir bestu mynd síðasta árs, besta leikara í aðalhlutverki, Colin Firth, og bestu leikkonu og leikara í aukahlutverkum, sem eru þau Helena Bonham Carter, sem lék drottinguna, og Geoffrey Rush, sem leikur […]

Reznor og Fincher saman á ný

Trent Reznor, fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Nine Inch Nails, og Atticus Ross vöktu heldur betur athygli með tónlistinni sem þeir sömdu fyrir kvikmyndina The Social Network. Margir spá þeim Óskarstilnefningu fyrir verkið, en leikstjóri myndarinnar, David Fincher, var ekkert minna sáttur með piltana. Næsta verkefni Fincher er endurgerð á The Girl With the Dragon Tattoo, sænsku […]

Frábært en yfirþyrmandi að máta Spider-Man búninginn

Blendnar tilfinningar bærðust í brjósti bandaríska Spider-Man leikarans Andrew Garfield þegar hann fór í fyrsta skipti í Spider-Man búninginn sem hann mun nota í nýju Spider-Man myndinni. Aðspurður um það sagði hann: „Það var mjög spennandi. Það var frábært, það var meiriháttar, en um leið ógnvænlegt og yfirþyrmandi,“ sagði leikarinn þegar hann var gripinn glóðvolgur […]

Fésbókarmynd aftur í bíó og á DVD

Columbia Pictures tilkynntu í dag að „fésbókarmyndin“ The Social Network, væri að skríða yfir 200 milljóna dollara markið í aðsóknartekjur á heimsvísu, og að myndin væri væntanleg aftur í kvikmyndahús. Myndin er einnig væntanleg á DVD og BluRay. Samkvæmt tilkynningunni þá hefur myndin þénað meira en 93 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum og 104 milljónir utan […]

Fincher ætlar að gera 3D fyrir Disney

Leikstjórinn David Fincher, þekktur fyrir myndir eins og Fight Club, Seven og Social Network, segir í samtali við vefmiðilinn Collider að hann sé að gíra sig upp í að gera sínu fyrstu þrívíddarmynd. Í viðtalinu, sem fjallar aðallega um útgáfu a Social Network á DVD og Bluray og helstu aðferðir Finchers sem kvikmyndaleikstjóra, segir hann […]

Tilnefningarnar skoðaðar – drama- eða spennumynd

Tilnefningarnar fyrir hvern flokk Kvikmyndaverðlauna Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða skoðaðar nánar næstu daga, einn flokk í einu, til að hjálpa lesendum að glöggva sig á hverjum flokki fyrir sig. Hér verða tilnefningarnar fyrir Bestu drama- eða spennumynd skoðaðar. Í stafrófsröð: The Ghost Writer Þessi nýjasta mynd Romans Polanski náði að drekkja deilum um persónu […]

TILNEFNINGARNAR OPINBERAÐAR: KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða haldin í fyrsta sinn í lok janúar, en eftir umfangsmikið forval, bæði meðal penna blaðsins og fleiri fróðra manna og margra af dyggustu notendum vefsins, eru tilnefningarnar tilbúnar og eru birtar hér. Það er sérstaklega gaman að því hversu fjölbreyttar íslensku tilnefningarnar eru, enda hafa sjaldan verið gefnar út […]

Timberlake berst fyrir Óskarnum

The New York Post greinir frá því að söngvarinn/leikarinn Justin Timberlake berjist nú hart fyrir því að fá Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í The Social Network. Í myndinni lék Timberlake stofnanda Napster, Sean Parker, en talið er líklegt að meðleikarar hans úr myndinni þeir Jesse Eisenberg og Andrew Garfield verði tilnefndir til Óskarsins þegar að […]

Due Date langvinsælust á Íslandi

Gamanmyndinni Due Date tókst það á Íslandi sem henni mistókst í Bandaríkjunum um helgina: að verða vinsælasta myndin í bíó. Á meðan Robert Downey Jr. og hinn burknaelskandi Zach Galifianakis þurftu að lúta í lægra haldi fyrir teiknaða ofurhetjugríninu Megamind vestanhafs var Due Date ótvíræður sigurvegari helgarinnar hér á landi. Fékk Due Date meira en […]

Megamind vinsælust í Bandaríkjunum um helgina

Megamind, sem fjallar um ofurskúrkinn Megamind sem sér ekki tilgang í lífinu eftir að hafa sigrað erkióvin sinn, og er með Brad Pitt og Will Ferrel m.a. í aðalhlutverkum, fór beint á topp bandaríska bióaðsóknarlistans um helgina, en tekjur myndarinnar námu 47,6 milljónum Bandaríkjadala. Due Date, grínmyndin með þeim Robert Downey Jr. og Zach Galifianakis, […]

Uglurnar fljúga hæst á Íslandi

Það gerist sjaldan að mynd sem er í þriðja sæti á frumsýningarhelgi sinni nái toppsætinu vikuna á eftir, en það gerðist á Íslandi um nýliðna helgi, þegar teiknimyndaævintýrið Legend of the Guardians, eða Konungsríki Uglanna, eins og verkið heitir á hinu ástkæra ylhýra, skellti sér í toppsæti aðsóknarlista íslenskra bíóhúsa. Nánast jafnmargir fóru á myndina […]

Facebook leikari notar ekki Facebook

Jesse Eisenberg sem leikur tölvuséníið og stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg í myndinni The Social Network, notar ekki Facebook sjálfur og kann ekkert á tölvur. „Ég nota aldrei Facebook,“ sagði Eisenberg við AP fréttastofuna í Róm, þar sem hann er staddur vegna sýningar myndarinnar á kvikmyndahátíðinni þar í borg. „Ég notaði Facebook í tvær vikur þegar […]

Þrívíður Jigsaw á toppinn í Bandaríkjunum

Geðsjúki fjöldamorðinginn Jigsaw fór beint á topp bíóaðsóknarlistans í Bandaríkjunum nú um helgina, en eins og líklega flestir vita er Jigsaw aðalpersónan í Saw hryllingsmyndunum. Þessi nýjasta, og reyndar síðasta mynd í Saw myndaflokknum, heitir Saw 3D og þénaði um 24,2 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt fyrstu áætlunum. Það þýðir að tekjur af myndinni eru 10 milljónum […]

The Social Network hélt toppsætinu á Íslandi

Feisbúkkmyndin gengur greinilega vel ofan í Íslendinga eins og aðra. Aðra helgina í röð var The Social Network vinsælust í bíóum hér á landi og stóðu hún og íslenska unglingamyndin Órói af sér ásókn fjögurra nýrra mynda í toppsætið. Voru þær fyrir ofan teiknimyndina Legend of the Guardians, spennumynd Baltasars Kormáks, Inhale, gamanmyndina The Switch […]

Facebook tvíburar sáttir við The Social Network

Facebook tvíburarnir, Cameron og Tyler Winklevoss, sem koma mikið við sögu í Facebook bíómyndinni The Social Network, segja að í myndinni sé sagt satt og rétt frá aðdragandanum að stofnun Facebook. Bræðurnir sem eru 29 ára eineggja tvíburar, eiga í málaferlum við Facebook og segja að þeir hafi átt hugmyndina að Facebook þegar þeir voru […]

Hrollvekjandi toppmynd í Bandaríkjunum

Hrollvekjan Paranormal Activity 2 var toppmyndin í bandarískum bíóhúsum um helgina, með tekjur upp á 41,5 milljón Bandaríkjadali, en í myndinni koma við sögu draugar sem nást á mynd með eftirlitsmyndavélum. Myndin ýtti þar með toppmynd síðustu viku, Jackass 3D af toppnum, en hún varð í öðru sæti þessa helgina með 21,6 milljón Bandaríkjadali í […]

Tengslanetið á toppnum

Nýjasta mynd meistarans David Fincher, The Social Network smellti sér í toppsæti aðsóknarlista nýliðinnar helgar hér á Íslandi og náði fínustu aðsókn. Hafði hún betur en íslenska unglingamyndin Órói, en báðar þessar myndir hafa fengið afar góða dóma og þykja með betri myndum ársins. Tæplega 5.000 manns fóru á Tengslanetið, eins og hin íslenskaða IMDb-síða […]

Jackass 3D öruggir beint á toppinn í Bandaríkjunum

Asnakjálkarnir í Jackass skutust beint á topp bandaríska aðsóknarlistans um helgina, þegar nýjasta Jackass myndin, sú þriðja í röðinni, var frumsýnd þar vestanhafs, og sönnuðu þar með að fólk hefur endalaust gaman af hrekkjum og sprengingum í kvikmyndum. Jackass 3D gerði mun betur í miðasölunni en spáð hafði verið og þénaði 50 milljónir Bandaríkjadala yfir […]

Emma Stone verður kærasta Peter Parker

Nýstirnið Emma Stone hefur landað hlutverki í nýju Spiderman myndinni sem frumsýna á árið 2012. Stone er 22 ára og hefur leikið í myndum eins og Zombieland og Easy A, sem var frumsýnd nú í september. Stone mun leika aðalkvenhlutverkið í myndinni, hlutverk Gwen Stacy, að því er fram kemur í tilkynningu frá Columbia Pictures […]

The Social Network vinsælust í Bandaríkjunum

Feisbúkk er líka vinsælt í bíó. Það er myndin The Social Network í það minnsta, en David Fincher og félagar áttu í litlum vandræðum með að hirða toppsætið af sjálfum Douglasinum og Wall Street: Money Never Sleeps um helgina í Bandaríkjunum. Myndin fékk 23 milljónir dollara í kassann, en aðeins Panic Room og The Curious […]

Októberblað Mynda mánaðarins komið út

Í dag kemur októberblað Mynda mánaðarins út á allar leigur, í bíó og á fleiri staði. Blaðið er heilar 96 síður að þessu sinni, en aðeins afmælisblaðið í síðasta mánuði var stærra. Forsíðumynd Bíóblaðsins er The Social Network og í tengslum við þá mynd erum við með opnuviðtal við aðalleikara myndarinnar, hinn efnilega Jesse Eisenberg. […]

Wall Street 2 á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið.Wall Street: Money Never Sleeps varð tekjuhæsta myndin í bíóhúsum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Hafði hún betur en teiknimyndin Legend of the Guardians: The Owls of Ga’Hoole og The Town, en sú síðarnefnda var í sinni annarri sýningarviku. Wall Street tók um 19 milljónir dollara í kassann á […]