Reznor fer úr Facebook yfir í vampírur

Trent Reznor vann á dögunum til Óskarsverðlauna fyrir vinnu sína við hina stórgóðu The Social Network, en hann skrifaði tónlistina í myndinni ásamt samstarfsmanni sínum Atticus Ross. Vefsíðan BadAssDigest hermir að Reznor muni semja tónlistina fyrir hina væntanlegu spennumynd Abraham Lincoln: Vampire Hunter.

Eins og titillinn gefur til kynna mun myndina fjalla um Bandaríkjaforsetann Abraham Lincoln, sem þráir ekkert heitar en að losa heiminn við vampírur fyrir fullt og allt. Reznor mun ekki aðeins semja tónlistina fyrir myndin heldur mun hann einnig fara með lítið hlutverk í henni.

– Bjarki Dagur