Lincoln veiðir vampírur

Önnur stiklan fyrir Abraham Lincoln: Vampire Hunter var að detta á netið. Um er að ræða þrívíddar hasarmynd sem kemur út núna í sumar,  og segir frá hingað til leyndum ævintýrum 16. forseta Bandaríkjanna sem  vampírubana. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að þetta sé alvöru kvikmynd sem stórt kvikmyndaver ákvað að eyða brjálað miklum pening í.

Nöfn framleiðandans Tim Burton og leikstjórans Timur Bekmambetov (Wanted) hafa sennilega vegið þungt í ákvörðun jakkafatamannanna, sem og spennan fyrir skáldsögunni eftir Seth Grahame-Smith (Pride & Prejudice & Zombies). Við verðum bara að meta hvert fyrir sig hvort sú ákvörðun að hella 100 milljónum bandaríkjadala í þetta teljist rétt.

Með titilhlutverkið fer hinn tiltölulega óreyndi Benjamin Walker, á meðan að  Mary Elizabeth Winstead stígur í spor eiginkonu hans. Tékkið á stiklunni hér:

Er einhverjum öðrum sem finnst kaldhæðnislegt að þessi skuli komi í bíó á undan hinni öllu alvarlegri ævisögumynd Steven Spielbergs um Lincoln… sem hann er búinn að vera með í vinnslu í að verða áratug? Hvernig ætli Walker muni standast samanburðinn við Daniel Day Lewis?

Og hvað er líka málið með Johnny Cash og markaðsetninguna fyrir þessa mynd?