Abraham Lincoln: Vampire Hunter (2012)16 ára
Tegund: Hrollvekja, Spennutryllir, Ævintýramynd
Leikstjórn: Timur Bekmambetov
Skoða mynd á imdb 6.0/10 110,981 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Are you a patriot or a vampire?
Söguþráður
Myndin segir söguna sem hingað til hefur legið í þagnargildi, um einn frægasta forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln. Forsetinn kemst að því að blóðþyrstar vampírur ætla sér að ræna völdum í Bandaríkjunum. Lincoln setur sér það markmið að eyða vampírunum, og verða mesti vampírudrápari sögunnar. Abraham Lincoln, sextándi forseti Bandaríkjanna, hefur hatað vampírur síðan hann var barn og komst að því að þessar óvættir höfðu drepið bæði afa hans og móður. Aðeins 12 ára að aldri tókst honum að hefna fyrir dauða móður sinnar með því að drepa sína fyrstu vampíru og síðan hefur hann barist við þær hvar sem hann hefur fengið til þess tækifæri. Þegar Abraham var 16 ára særðist hann illa í einum bardaganum en var hjúkrað til lífs af Henry Sturges sem síðan kenndi honum sitthvað um vampírur og þjálfaði hann í vopnfimi, þar á meðal í að handleika uppáhaldsvopn sitt, exi ...
Tengdar fréttir
21.10.2013
Beetlejuice 2 með Burton og Keaton?
Beetlejuice 2 með Burton og Keaton?
Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að leikstjórinn Tim Burton eigi í viðræðum um að leikstýra nýrri Beetlejuice mynd, en hann leikstýrði fyrri myndinni, og að Michael Keaton muni snúa aftur sömuleiðis í hlutverki draugsins spaugsama og hrekkjótta; Beetlejuice. Seth Grahame Smith er búinn að skrifa handrit myndarinnar og mun framleiða hana ásamt félaga sínum David...
26.08.2013
Timur vill mannætuíkorna
Timur vill mannætuíkorna
Wanted og Abraham Lincoln: Vampire Hunter leikstjórinn Timur Bekmambetov er með tvö mjög áhugaverð en mjög ólík verkefni á borðinu hjá sér þessa dagana. Öðru þeirra myndi hann leikstýra sjálfur ef samningar nást við MGM kvikmyndaverið, en það er endurgerð á hinni sígildu Ben Húr: A tale of the Christ, sem gera á eftir handriti The Way Back höfundarins Keith Clarke. Ef...
Trailerar
Stikla #3
Stikla bönnuð börnum
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 35% - Almenningur: 51%
Svipaðar myndir