Hvað segja notendur kvikmyndir.is um Óskarsverðlaunamyndirnar?

Umfjallanir notenda kvikmyndir.is eru mikilvægur hluti af efni síðunnar. Nú líður að Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fer fram þann 27. febrúar nk.
Það er því vel við hæfi að vekja hér athygli á þeim umfjöllunum sem búið er að skrifa um þær myndir sem tilnefndar eru sem Besta mynd. Eins og sést hér að neðan eru komnar umfjallanir um allar myndirnar 10, flestar um Inception, sem hlaut langflest verðlaunin á Kvikmyndaverðlaunum Mynda mánaðarins og kvikmyndir.is sem fram fór fyrir viku síðan, en fæstar um The Kids are Alright og Winter´s Bone. Tómas Valgeirsson, aðalgagnrýnandi kvikmyndir.is sem fagnar 10 ára gagnrýnendaafmæli sínu á þessu ári, er eins og sést hér að neðan, sá sem hefur skrifað um flestar myndanna.

Við hvetjum notendur til að vera duglega að skrifa umfjallanir, enda er gaman að lesa um ólíka skoðanir fólks og mismunandi sýn á hvað það er sem gerir bíómynd góða, eða slæma.

Black Swan: 5 umfjallanir alls. Höfundar eru: Tómas Valgeirsson, Jónas Hauksson, Sæunn Gísladóttir, Heimir Bjarnason og Sölvi Sigurður.
The Fighter: 2 umfjallanir alls. Höfundar eru: Tómas Valgeirsson og Heimir bjarnason.
Inception: 9 umfjallanir alls. Höfundar eru: Tómas Valgeirsson, Ívar Jóhann Arnarson, Daníel Ágúst Gautason, Sigurjón Eðvarðsson, Finnbogi Steinarsson, Sölvi Sigurður, Heimir Bjarnason, Sævar B. Ólafsson, Sæunn Gísladóttir.
The Kids Are All Right: 1 umfjöllun Höfundur: Heimir Bjarnason.
The King’s Speech: Tvær umfjallanir alls: Höfundar eru: Tómas Valgeirsson og Sæunn Gísladóttir.
127 Hours: 2 umfjallanir: Höfundar eru: Tómas Valgeirsson og Axel Bragi.
The Social Network: 5 umfjallanir alls: Höfundar eru: Tómas Valgeirsson, Sæunn Gísladóttir, Heimir Bjarnason, Sölvi Sigurður og Sigurjón Ingi Hilmarsson.
Toy Story 3: 5 umfjallanir. Höfundar eru: Tómas Valgeirsson, Axel Birgir Gústavsson, Sæunn Gísladóttir, Heimir Bjarnason og Þórður Davíð Björnsson.
True Grit: 1 umfjöllun: Höfundur er: Tómas Valgeirsson.
Winter’s Bone: 1 umfjöllun: Höfundur er: Jónas Hauksson.