The Fighter (2010)Öllum leyfð
Frumsýnd: 28. janúar 2011
Tegund: Drama, Æviágrip, Íþróttamynd
Leikstjórn: David O. Russell
Skoða mynd á imdb 7.9/10 278,343 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið. Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni, og varð stjarna heimabæjarins þegar hann sló sjálfan Sugar Ray Leonard niður í bardaga, en náði þó aldrei að verða meistari. Hann lenti ungur á glæpabrautinni, sem hafði einnig dópneyslu í för með sér sem dró hann næstum til dauða. Eftir að Dicky hafði losað sig undan fíkniefnunum reyndist hann Micky mikilvægur á leið hans á toppinn.
Tengdar fréttir
08.01.2016
Jóhann tilnefndur til BAFTA fyrir Sicario
Jóhann tilnefndur til BAFTA fyrir Sicario
Íslenska kvikmyndatónskáldið og Golden Globe verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson hefur verið tilnefndur til Bafta-verðlauna annað árið í röð - nú fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Eins og segir í frétt RÚV þá hefur tónlist Jóhanns hlotið mikið lof, en í BAFTA etur Jóhann kappi við tvö af þekktustu tónskáldum kvikmyndasögunnar - Ennio Morricone ( The...
29.12.2015
Nýtt í bíó - Joy!
Nýtt í bíó - Joy!
Kvikmyndin Joy verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 1. janúar í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Joy er fjölskyldusaga sem spannar fjórar kynslóðir og er saga konu sem rís til hæstu metorða sem stofnandi og stjórnandi valdamikils fjölskyldufyrirtækis. Aðalpersónan Joy, sem leikin er af Jennifer Lawrence, er stúlka sem stofnar viðskiptaveldi...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 89%
Melissa Leo og Christian Bale fengu bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. 7 tilnefningar til Óskarsverðlauna.
Svipaðar myndir