The Fighter (2010)Öllum leyfð
Frumsýnd: 28. janúar 2011
Tegund: Drama, Æviágrip, Íþróttamynd
Leikstjórn: David O. Russell
Skoða mynd á imdb 7.9/10 258,709 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið. Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni, og varð stjarna heimabæjarins þegar hann sló sjálfan Sugar Ray Leonard niður í bardaga, en náði þó aldrei að verða meistari. Hann lenti ungur á glæpabrautinni, sem hafði einnig dópneyslu í för með sér sem dró hann næstum til dauða. Eftir að Dicky hafði losað sig undan fíkniefnunum reyndist hann Micky mikilvægur á leið hans á toppinn.
Tengdar fréttir
19.01.2014
Weinstein vill minna ofbeldi
Weinstein vill minna ofbeldi
Harvey Weinstein er einn þekktasti framleiðandi veraldar og á baki kvikmyndir á borð við Pulp Fiction, Gangs of New York og The Fighter. Kvikmyndir hans hafa margar hverjar verið ofbeldisfullar í gegnum tíðina þó Weinstein sé fremstur í fararbroddi á móti byssuleyfum í Bandaríkjunum. Weinstein er m.a. að framleiða kvikmynd þessa dagana með Meryl Streep, sem ber heitið The...
08.01.2014
American Hustle frumsýnd um helgina
American Hustle frumsýnd um helgina
American Hustle er nýjasta mynd leikstjórans Davids O. Russell sem á m.a. að baki verðlaunamyndirnar Silver Linings Playbook, The Fighter og Three Kings. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn og bíða eflaust margir spenntir eftir því að sjá Christian Bale í hlutverki svindlarans Irving Rosenfeld. Með önnur hlutverk fara m.a. með Amy Adams, Bradley Cooper og Jennifer Lawrence. Myndin...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 89%
Melissa Leo og Christian Bale fengu bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. 7 tilnefningar til Óskarsverðlauna.
Svipaðar myndir