Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Black Swan 2010

Justwatch

Frumsýnd: 4. febrúar 2011

I just want to be perfect.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Natalie Portman fékk bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe styttuna sem og SAG verðlaunin sem besta leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Nina er ballettdansmær í New York City ballettinum og líf hennar snýst allt um ballettdans. Hún býr með stjórnsamri móður sinni, Ericu, sem er fyrrum ballerína. Þegar listræni stjórnandinn Thomas Leroy ákveður að skipta út aðalballerínunni Beth MacIntyre í opnunarstykki vetrarins, Svanavatninu, þá er Nina fyrsti kostur í hlutverkið. En nýr dansari veitir... Lesa meira

Nina er ballettdansmær í New York City ballettinum og líf hennar snýst allt um ballettdans. Hún býr með stjórnsamri móður sinni, Ericu, sem er fyrrum ballerína. Þegar listræni stjórnandinn Thomas Leroy ákveður að skipta út aðalballerínunni Beth MacIntyre í opnunarstykki vetrarins, Svanavatninu, þá er Nina fyrsti kostur í hlutverkið. En nýr dansari veitir henni harða samkeppni, Lily. Svanavatnið þarf dansara sem getur túlkað hvíta svaninn með reisn og sakleysi, en einnig svarta svaninn, sem stendur fyrir slægð og munúð. Nina passar fullkomlega í hlutverk hvíta svansins en Lilly er fullkomin í hlutverk svarta svansins. Ballerínurnar þróa með sér vinskap, þrátt fyrir samkeppnina, og Nina fer að þróa með sér dekkri hlilð sem gæti reynst henni dýrkeypt.... minna

Aðalleikarar

Ógleymanlegt meistaraverk
Með Black Swan er Darren Aronofsky algjörlega búinn að stimpla það að hann er frábær leikstjóri. Ég hef reyndar eins og er ekki séð Pi eða The Fountain en allar þrjár myndirnar sem ég hef séð frá honum (Black Swan, The Wrestler og Requiem For A Dream) eru frábærar og að mínu mati er Black Swan sú besta. Allt við þessa mynd er svo ótrúlegt að ég get ekki kallað myndina annað en ógleymanlega. Hún fer tilfinningalega inn í mann og helst þar á meðan myndin fokkar meira í manni eftir því sem líður á hana.

Handritið af myndinni er skrifað af John J. McLaughlin, Mark Heyman og Andres Heinz og hefur enginn af þeim mikla reynslu á að skrifa handrit. Jafnvel þótt það sé leiðinlegt að myndin sé sú eina, af þeim myndum sem fengu tilnefningu á Óskarnum fyrir bestu mynd, sem fékk ekki tilnefningu fyrir besta handrit þá eru þeir mjög efnilegir. Handritið er gott út myndina og byggir karakteranna og þemurnar vel. En þrátt fyrir gott handrit og mjög áhugaverða hugmynd á bak við þessa mynd, þá er handritið ekki aðalatriði myndarinnar, heldur leikstjórnin og leikurinn.

Aronofsky kemur hér með sýna best leikstýrðu mynd, ekki bara af því að myndin er vel leikin, heldur líka út af ótrúlega öflugu andrúmslofti og smáatriðum. Af öllum þeim hryllingsmyndum sem ég hef séð (sem eru reyndar ekki margar) er þetta ein af þeim öflugustu, bæði út af því sem aðalkarakterinn gengur í gegnum og sér, sem er á köflum mjög óhugnandi, heldur líka hversu falleg hún er. Tónlistin (sem er næstum öll eftir Tchaikovsky, höfund Swan Lake; útsett af Clint Mansell) setur líka ótrúlegt kick á marga staði. Ef þú hefur ekki öflugt heimabíó mæli ég eindregið með því að sjá hana í bíói og heyra tónlistina eins og hún á að vera spiluð í myndinni. Kvikmyndatakan er líka góð hjá Matthew Libatique. Ekki oft sem ég hef séð "shaky-cam" með eins mikin tilgang, enda skotin eins og maður fylgi aðalkarakternum út um allt, og skotin í ballet-atriðunum er meistaralega vel gerð. Andrúmsloftið, útlitið, tónlistin, kvikmyndatakan og klippingin blönduð saman lætur myndina vera mjög þunga að horfa á og versnar eftir því sem dregur á myndina.

Mila Kunis kemur með það besta sem ég hef séð frá henni í þessari mynd. Aldrei hefði ég búist við því að hún gæti endað sem frábær leikkona, en hún var alltaf að mínu mati sú sem lék verst úr hópnum úr þættinum That 70's Show. Vincent Cassel er líka frábær sem balletkennari með "einkennandi" kennsluaðferðir. Hann nær vel að koma með persónu sem er bæði óhugnalegur en maður skilur samt hvað hann meinar með aðferðum sínum. Barbara Hershey og Winona Ryder standa sig líka vel. En Natalie Portman algjörlega eignar sér þessa mynd. Að mínu mati er þetta besta frammistaða ársins, ekki spurning. Hvort sem það eru svipbrigðin hennar, tónninn, sá hluti af balletdönsunum sem hún gerir sjálf eða annað, þá er allt sem hún gerir í myndinni ótrúlega gott. Gott dæmi um hversu einstök hún er í myndinni er til dæmis rétt áður en hún fer að dansa Svarta Svaninn. Ég hef alltaf haft gott álit á henni en það hækkaði verulega eftir Black Swan. Ég virkilega vona samt að mynd frá Aronofsky fariloksins að fá Óskar fyrir frammistöðu.

Það koma nokkur atriði í myndinni sem hægt er að túlka á mismunandi hátt og ég hef tekið eftir mörgum pælingum um þessa mynd. Jafnvel þótt það þurfi ekki að hugsa mikið út í þessa mynd til að skilja hana, þá er frábært að sjá mynd sem skilur mikið eftir til umhugsunar. Sum atriði og meira að segja endirinn innihalda meira en eina hlið. Talandi um endinn, sá hluti myndarinnar er þar sem myndin virkilega sýnir hversu öflug hún er. Andrúmsloftið er best þar, kvikmyndatakan stórbrotin og sömuleiðis er leikstjórnin og Portman á sínu besta þar. Að sjá balletinn loksins var öflug upplifun enda sést vel hversu einbeitt og öflug Portman er, og sömuleiðis hversu góður staðgengill hennar er.

Þemur á borð við fullkomnun, afbrýðisemi, metnað, paranoiu og einangrun frá heiminum gera myndina ennþá eftirminnilegri. Fyrir nokkrum mánuðum taldi ég að engin mynd frá árinu átti eftir að toppa The Social Network, en síðan kom Black Swan og náði að toppa hana og er að mínu mati besta mynd sem ég sá frá árinu 2010. Skemmtilegt samt að báðar myndirnar fjalla um karakter sem er ágætlega einangraður frá heiminum og hugsar nær eingöngu um ástríðu sína, sem í þeirra tilvikum er annaðhvort Facebook eða ballet.

Myndin festist í hausnum á mér og verður hún betri eftir því sem ég horfi oftar á hana. Eina meira sem ég get sagt er: Sjáðu hana.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Black Swan er nýjasta verk Darren Aronofsky. Hún er byggð í kringum Svanavatnið, en hér er alls ekki um neina leiðinlega ballettmynd að ræða.

Myndin hefst á því að Nina, ein metnaðarfullasta ballerína borgarinnar , fær drauma sína (og móður sinnar) uppfyllta þegar hún fær aðalhlutverkið í Svanavatninu sem balletthópurinn er að setja upp. Smám saman fer þó hlutverkið að taka á hana sinn toll og Ninu finnst líka Lily nýja ballerínan vera að reyna að stela hlutverki hennar.

Black Swan er ekki týpísk Hollywood mynd og er mjög erfitt að flokka hana eins og aðrar myndir Aronofsky (þar má nefna Requiem for a dream) undir ákveðni tegund. Þetta er að mestu leyti dramatík en fólk ætti alveg að gera sér grein fyrir því að það eru óhugnaleg atriði í þessari mynd.

Black Swan er algjört meistaraverk, hún er frumleg, vel skrifuð og er frammistaða Natalie Portman óskarsverðlaunahæf. Myndin er þó ekki gallalaus eftir að hafa séð myndina er ekki búið að svara öllum spurningum manns um söguþráðinn. Það gerir að vísu þessa mynd mjög áhugaverða að ræða um því allir virðast vera með mismunandi kenningar um hana.

Black Swan er búin að fá ótal verðlaun og tilnefningar og á þær allar skilið. Natalie Portman fékk Golden Globe verðlaun um daginn fyrir stórkostlegu frammistöðu sína.
Hér er á ferðinni ein af betri myndum 2010 sem Íslendingar mega ekki láta framhjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dáleiðandi geðveiki
Því verður alls ekki neitað að Darren Aronofsky er hreint út sagt geðveikur leikstjóri, og þá á ég við báðar merkingar orðsins. Það eru fáir leikstjórar þarna úti sem geta sagt sturlaðar, erfiðar, grimmar en um leið mannlegar sögur á jafn áhrifaríkan og eftirminnilegan hátt og hann gerir. Myndirnar hans, hvort sem þér líkar vel við þær eða ekki, finna sér sess inni í heilanum á þér og halda sér þar í óákveðinn tíma. Þegar Aronofsky er í stuði, þá grillar hann í þér þangað til þú getur ekki komið út úr þér einföldum orðum (sbr. Pi, Requiem for a Dream og The Fountain), en hins vegar þegar hann tekur létt á þér (The Wrestler) þá tekst honum samt að skilja eftir sín spor. Black Swan undirstrikar aðeins það að þessi leikstjóri er alveg jafn hrifinn af tilfinningaríku kaosi í dag og hann var þegar hann byrjaði. Hann er aðeins meira á heimavelli hér en þegar hann gerði The Wrestler hvað andrúmsloft varðar en ekki nærri því jafn beittur og í Requiem. Myndin situr samt einhversstaðar þarna á milli, bæði efnislega og tæknilega séð, og hún er eiginlega afrakstur þess ef myndirnar tvær yrðu skelltar saman í blandara.

En þó svo að efniviðurinn sé kunnuglegur - þá aðallega fyrir leikstjórann - þá er Black Swan samt æðisleg mynd, og af öllum þeim 2010-myndum sem ég hef hingað til séð, þá er þessi sú sem fríkaði mig hvað mest út og hafði áhrifaríkasta endinn. Það er eitthvað við truflandi tæknivinnsluna, þessa myrku, mænd-fokk sögu og framúrskarandi frammistöðu hjá Natalie Portman sem gerir myndina næstum því ógleymanlega. Hún er svo "intense" allan tímann, nánast upp að þeim punkti að hún breytist hálfgerða hryllingsmynd, og rennur þannig hjá að maður er dáleiddur við skjáinn. Það mætti þó saka myndina fyrir að vera heldur of einblínd á ringulreiðina og blekkingarnar heldur en tilfinningalega kjarnann, og ef þessi mynd er borin t.d. saman við The Wrestler og Requiem for a Dream þá hafa þær það fram yfir þessa að lykilpersónurnar náðu það sterkt til manns að maður fór í rúst þegar eitthvað slæmt kom fyrir þær, sama hversu gallaðar þær voru. Black Swan gerir nánast allt rétt, nema það að leyfa sögupersónunni að tengjast manni betur. Hefði mér þótt jafn vænt um Portman hér og Mickey Rourke í The Wrestler þá hefði þessi perla fengið hjá mér fullt hús stiga án umhugsunar.

Portman er svo ólýsanlega góð í hverri einustu senu að myndin verður erfiðari á augun og andlegu heilsuna einungis vegna hennar. Alveg síðan ég sá hana fyrst í Léon vissi ég að þessi stelpa væri efni í góða leikkonu en áður en ég sá þessa mynd taldi ég að Closer sýndi það besta sem hún gæti. Hlutverkið hennar í Black Swan er svo skuggalega kröfuhart en samt nær Portman að hitta naglann á höfuðið og gerir e.t.v. meira en maður héldi að væri hægt við rulluna. Þó svo að það sé stutt liðið núna er ég viss um að þessi leikur verði minntur sem einn af þeim kröftugri sem munu sjást á þessum áratug. Það skemmir alls ekki að aukaframmistöður eru mjög svo öflugar líka, þá frá þeim Vincent Cassel, Milu Kunis (sem hefur aldrei verið jafn heit!), Winonu Ryder og Barböru Hershey. Allar þessar aukapersónur eru lagskiptar þrátt fyrir mismikinn skjátíma, og ég get lofað því að álit ykkar á þeim mun breytast út söguna frá fyrstu kynnum.

Eins og gengur og gerist í tilfinningalegum rússíbönum að hætti leikstjórans þá tekur myndatakan, klippingin og tónlistin fullan þátt í óþægindunum og er séð vel til þess að áhorfandanum sé tuskað til jafn mikið og persónan sem við fylgjumst með. Aronofsky veit alveg hvað hann syngur og ég er fullviss um að daginn sem hann gerir mynd sem situr ekki örlítið eftir í manni þá fer hæfileikum hans sígandi. Mér þætti það nokkuð athyglisvert að sjá hvernig The Wrestler og Black Swan myndu koma út ef maður horfir á þær í röð, enda eru þær óopinberar systkinamyndir sem spegla hvor aðra nokkuð mikið í innihaldi sínu. Hvað aðeins þessa mynd varðar ætla ég að skella sterkri áttu á kvikindið, sem þýðir að ég skipa ykkur að sjá hana, en helst ef þið kunnið gott að meta. Og til þeirra sem hafa þegar séð myndina: Sjáið hana aftur og athugið hvort það var eitthvað sem fór framhjá ykkur í fyrsta áhorfinu.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dimm en þó heillandi frásögn
Nýjasta mynd Darren Aronofsky's veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hún segir frá Ninu sem er upprennandi ballerína sem hefur fengið aðalhlutverkið í nýju verki.

Ég datt strax inn í söguna og hélt áhugann út alla myndina, auðveldlega! Myndin er mjög vel unnin, sérstaklega tæknilega.. Takan er stórkostleg og setur mann beint í miðja atburðarrásina. Klippingin er flott og aldrei of ,,mikið''. Tónlistin er vel valin, passar vel við og gefur myndinni svolítin fíling. Eins og öll myndin sé eitt stórt verk og það er líka tilgangur hennar að mínu mati en ég sleppi því að segja meira um það, þið skoðið það bara sjálf.

Natalie Portman er hér með eina bestu frammistöðu sína í langan tíma, ef ekki bestu allra tíma. Aðrir leikarar svo sem Vincent Cassel og Mila Kunis standa sig líka mjög vel. Mila var mjög trúverðug og líka mjög áhugaverður karakter sem fléttist vel inn í söguþráðinn. Handritið er vel skrifað og þökk því og tense andrúmsloftinu gæti maður jafnvel kallað þessa mynd hryllingsmynd. Það er allavega nóg af bregðum og hrollum.

Mjög góð mynd, áhugaverðar persónur og góðir leikarar, flottar danssenur. Ein besta lessusena allra tíma! 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þriðja besta mynd 2010
Darren Aronofsky er kvikmyndagerða-maður sem gerir allt með svakalegri tilfinningu og krafti. Hann getur tekið ómerkilegasta söguþráð í heim og breytt honum í gull, eða það held ég allaveganna. Ég er að segja það að ég treysti honum 100% og það eftir að hafa horft á þessa mynd. Ég held að hef einnhver annar hafi gert þessa mynd, þá hefði hún ekki verið svona góð. Darren gerir myndina svo ótrúlega, hann kemur manni alltaf á óvart og sjokkerar mann þegar hann ætlar sér það.

Það er alveg safli af góðum leikurum sem maður þarft varla að fara yfir því að það þau stóðu sig öll mjög vel. Það var líka svo shit skrítið hvað allir gátu verið alveg skuggalega krípí, þau bara náðu persónunum svo vel eða trúverðugar. Natalie Portman var tussu góð og Mila Kunis sérstaklega, sérstaklega ein sena með þeim, besta lessu-sena í heimi (er ekki að spoila, það sást í trailernum) gjörsamlega toppaði Mulholland Drive.

Tæknilega hliðin var algjör fjarsjóður. Klipping og tökurnar spiluðu sig mjög inní, Darren kann að láta mann lifa sig í inn í myndirnar sínar, tökurnar virkar eins og maður er að standa þarna sjálfur og sjá allan hrottan eða finna fyrir leikurunum (svo er það líka leikararnir sem að eru með í því, með þennan brilliant leik). Tónlistin var stórkostleg, hún var alveg eins og maður er að horfa á ballet-sýningu. Dansinn var líka sjúklega flottur, ein sérstök sena er alveg fáranleg. Hún varð grípandi og krípí á sama tíma.

Handritið sjálft var rosalega gott, maður hélt sig alvarlega við efnið og ég var sjúklega spenntur frá byrjun til enda. Ég vill ekki mæla með þessari mynd því að ég held að hún er ekki fyrir alla. En ég mæli með henni fyrir artí-faggana og kvikmyndafíkla (tveir mjög ólíkir hópar) því að hún er mjög listræn á sinn hátt og kvikmyndafíklar sem hafa heirt nafnið Darren Aronofsky, þá hljóta þeir að fíla myndirnar hans. Eina sem ég veit að hún er tussu-titt-fokking góð.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2021

Will Smith á Íslandi - Sjáðu sýnishornið

Eins og mörgum er eflaust kunnugt var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, en hann framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveit...

11.12.2020

Skoða eldfjöll á Íslandi fyrir Disney+

Eins og greint var frá í sumar var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt. Nú hefur fengist staðfest að verkefnið hafi verið á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, sem fram...

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn