Timberlake berst fyrir Óskarnum

The New York Post greinir frá því að söngvarinn/leikarinn Justin Timberlake berjist nú hart fyrir því að fá Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í The Social Network. Í myndinni lék Timberlake stofnanda Napster, Sean Parker, en talið er líklegt að meðleikarar hans úr myndinni þeir Jesse Eisenberg og Andrew Garfield verði tilnefndir til Óskarsins þegar að því kemur.

Kvikmyndaverin sem framleiða myndir fjármagna herferðir leikstjóra og leikara sinna til Óskarstilnefninga en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Timberlake tekið verkefnið í eigin hendur. Hann hefur þá leitað aðstoðar hjá stórleikurum á borð við Tom Hanks og Kevin Spacey.

Á Justin Timberlake Óskarstilnefninguna skilið? Jafnvel sigurinn?

– Bjarki Dagur