Fincher sýnir Cleopötru áhuga

Leikstjórinn David Fincher, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína the Social Network, er nú viðræðum við Sony þess efnis að leikstýra væntanlegri stórmynd um Kleopötru.

Upprunalega stóð til að James Cameron tæki myndina að sér áður en hann ákvað að einbeita sér að Avatar-seríunni merkilegu, en Sony-menn vilja ólmir koma myndinni í framleiðslu. Leikkonan Angelina Jolie hefur tekið titilhlutverkið að sér og vilja þeir ekki missa hana.

Sony vonar að Fincher samþykki, en framleiðandi Clepötru yrði Scott Rudin, sem framleiðir einnig næstu mynd Finchers, The Girl with the Dragon Tattoo.

– Bjarki Dagur