Sveiflaði sér á toppinn

Ný kvikmynd um Spider-Man, Spider-Man: Far from Home, er komin í bíó, og gerði aðalhetjan, sjálfur köngulóarmaðurinn, sér lítið fyrir og sveiflaði sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.  Toppmynd síðustu tveggja vikna, Toy Story 4 , þarf því að sætta sig við annað sæti listans þessa vikuna.

Spider-man og kærastan.

Hrollvekjan Annabelle Comes home situr svo í þriðja sæti listans, en var í öðru sætinu í síðustu viku.

Tvær nýjar kvikmyndir til viðbótar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Hundur hennar hátignar hljóp geltandi í áttunda sæti listans og gamandramað Mid90´s fór beint í það tólfta.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: