Sveiflaði sér á toppinn

Köngulóarmennirnir í teiknimyndinni Spider-Man: Across the Spiderwerse sveifluðu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar um sjö þúsund manns mættu í bíó til að upplifa ævintýrið. Það sama gerðist í Bandaríkjunum. Þar námu tekjurnar um 121 milljón Bandaríkjadala. Á Íslandi voru tekjurnar tólf milljónir króna.

Spider-Man: Across the Spider-Verse (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.7
Rotten tomatoes einkunn 95% Rotten tomatoes einkunn94%

Eftir að hafa hitt Gwen Stacy á ný er Miles Morales - hinum vinalega köngulóarmanni í Brooklyn - slengt yfir fjölheima. Þar hittir hann hóp köngulóar-fólks sem þarf að berjast fyrir eigin tilveru. En þegar hetjunum greinir á um hvernig eigi að fást við nýja ógn, lendir Miles upp...

Toppmynd síðustu viku, Disney kvikmyndin The Little Mermaid, datt niður í annað sætið með um 2.500 áhorfendur.

Í þriðja sæti er ný mynd, The Boogeyman. Rúmlega níu hundruð gestir börðu hrollvekjuna augum.

Vinsælir bræður

Tekjuhæsta myndin á listanum er The Super Mario Bros. Movie með tæplega 72 milljónir króna í tekjur samtals eftir níu vikur í sýningum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: