Superman & Batman

Samkvæmt frétt frá Variety hefur Warner Bros. kvikmyndaverið fengið hinn frábæra handritshöfund Andrew Kevin Walker ( Seven , Sleepy Hollow ) til þess að skrifa fyrir sig handritið að kvikmynd um Batman og Superman. Ekki er ljóst hvort þeir eiga að vera fjandmenn eða bandamenn í myndinni en Warner hefur þegar haft samband við Wolfgang Petersen ( The Perfect Storm ) um að leikstýra verkefninu komist það einhvern tíma á það stig. Einhvern veginn verða þeir að nýta þessar persónur, sérstaklega þar sem Superman Lives verkefnið virðist vera alveg dautt, og síðustu tvær Batman myndir ollu vægast sagt gríðarlegum vonbrigðum meðal aðdáenda.