Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Sleepy Hollow 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. mars 2000

Heads Will Roll.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Sagan gerist snemma í sögu Bandaríkjanna, þegar ungur lögreglumaður, Ichabod Crane er sendur frá New York, til litla bæjarins Sleepy Hollow til að rannsaka röð af hryllilegum morðum. Þegar hann kemur í bæinn þá segir bæjarráðið honum frá því að þrjú fórnarlambanna hafi verið drepin úti á berangri, og höfuðin væru horfin - þau hefðu verið tekin... Lesa meira

Sagan gerist snemma í sögu Bandaríkjanna, þegar ungur lögreglumaður, Ichabod Crane er sendur frá New York, til litla bæjarins Sleepy Hollow til að rannsaka röð af hryllilegum morðum. Þegar hann kemur í bæinn þá segir bæjarráðið honum frá því að þrjú fórnarlambanna hafi verið drepin úti á berangri, og höfuðin væru horfin - þau hefðu verið tekin af höfuðlausum draugi ríðandi á hesti sem sé hugsanlega ábyrgur fyrir morðunum. Ichabod er ekki sannfærður um að þetta sé rétt, en kemst að meiru um hinn hryllilega hestamann - að hann er draugur frá Hessien ( heiti á býskum hermönnum sem Englendingar leigðu til að berjast gegn Ameríkönum í frelsisstríðinu.) og rauðstakkar hafi náð honum og gert hann höfðinu styttri, með hans eigin sverði. Þegar Ichabod sér drauginn drepa einn af bæjarráðsmönnum, þá gufa efasemdir hans upp - og hann kemst fljótt að því að draugur hestamannsins er með vanhelg tengsl við Balthus Van Tassel, auðugan bónda - en Ichabod rennir hýru auga til dóttur hans ...... minna

Aðalleikarar


Tim Burton og Johnny Depp saman kemur ávallt eitthvað mjög gott, flott og mög listrænt. Sleepy Hollow segir frá því þegar Ichabod Crane (Depp) er sendur í bæinn Sleepy Hollow út af morðum sem framin hafa verið og hausinn ávallt tekinn af fornarlömbum. Ichabod Crane gistir hjá Van Tassel fjölskyldunni (Van Tassel eru þessi ríkustu) og Hessian Horseman (Chris Walken) er hermaður í stríði og svo fellur hann og deyr. Nokkrum árum seinna þá kemur hann Horseman uppúr gröfinni og fer að hálshöggva fólk og tekur svo höfuðið með sér. Ichabod Crane er lögreglumaður og er ekki vanur að vera ávallt hræddur um að vera næsta fórnarlamb og á sama tíma verður hann að stoppa hauslausa Horseman. Ichabod vaknar oft við þá vondu minningu þegar að faðir hans drap móður hans á mjög hrottalegan hátt.

Katrina Van Tassel (Ricci) er dóttir Baltus Van Tassel (Michael Gambon) og stjúpdóttir Lady Van Tassel (Miranda Richardson) Katrina og Ichabod eru smá hrifin af hvort öðru og Ichabod þarf að stoppa öll morðin og líka að drepa Horseman sem er þegar dauður
Það eru allir undir grun að hjálpa Horseman en enginn vill viðurkenna það. Svo þegar að Ichabod fer að reyna að stöðva Horseman þá reyna nokkrir að stoppa hann með því að hræða hann.

Sleepy Hollow er mjög flott og listræn mynd og vel heppnuð samt frekar dökk mynd það gerir hana bara skemmtilegri.
Það fer ekki milli mála að þetta er Tim Burton mynd því að hann á sinn flotta kvikmyndasmekk og þegar þeir Tim og Johnny Depp vinna saman þá kemur í langflestum tilfellum einhver listræn, flott, vönduð og góð mynd. Sleepy Hollow stenst þetta allt saman

Einkunn: 7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Icabod Crane(Johnny Depp)er rannsóknarlögreglumaður um 1800 og þarf að fara í Hollendigabæinn Sleppy Hollow til að rannsaka óhugnanlegmorðmál sem hauslaus riddari er sagður hafa framið en hann var jarðaður nálægt bænum fyrir nokkrum tugum ára.

Crane kynnist stúlku(Christina Ricci sem er virkilega óþolandi í hlutverki sínu hefði verið fínt að fá aðra leikkonu í staðinn) en hún er dóttir eins valdamesta og mikilvægasta manni bæjarins og hann fær að búa hjá þeim.

En líkin fara að hrúgast upp og Crane þarf að rannsaka morðin á meðan hann gæti orðið næsta fórnarlabm.

Humm hljómar eins og hrollvekja en eftir Tim Burton?

Það er einmitt það þetta er ævintýra mynd en hún er virkilega spennandi og hrollvekjand á köflum og nokkur flottatriði þá má helst nefna tréð sem blæðir og flashback í líf Cranes.

Eins og tók fram þá var Christina Ricci óþolandi og passaði engan veginn inn í hlutverk sitt.

Myndin er skemmtileg þó um er að ræða trylli en kannski ekki beint ævintýrtamynd.

Eftir að vera búinn að gera Edward schissorhands og Ed Wood með Johnny Depp(myndir sem ég hef ekki séð því miður)þá valdi Tim Burton Johhny Depp í aðalhlutverkið afur svo á þessu ári komu út Corpse bride og Charlie and the chocolate

factory þar sem þeir félagar vinna saman aftur.

Þetta er kannski ekki ein af hans frægustu myndum en það er alveg þess virði að sjá þessa hún er góð skemmtun þótt að þetta sé kannski ekki ein af bestu myndum Burtons.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er stutt síðan ég horfði á þessa mynd aftur, var ekki búin að sjá hana í nokkur ár. Mér fannst hún ennþá jafn skemmtileg. Johnny Depp leikur hér enn eina furðulegu persónuna og gerir það vel eins og venjulega. Myndin hefur hinn týpiska Burtoniska stíl en ég er allveg á þeirri skoðun að hann sé með betri leikstjórum samtíðarinnar. Myndin er uppfull af góðum hugmyndum og maður fær svona væga gæsahúð yfir nokkrum creepy atriðum. Mæli með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyndin, óvænt og smá hrollvekjandi mynd um lækni/rannsóknarlögreglumann sem sendur er til bæjar til að rannsaka dularfull morð og uppgvötar að ekki allir í bænum eru það fyrirmyndarfólk sem það á að vera. Jhonny Depp fer á kostum í þessari hrollvekjandi grínmynd. Vel leikin, vel gerð mynd, og umhverfið flott og má minna á að myndin er tekin upp á bláa linsu þannig allt blóð varð að vera appelsíngult í alvöru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Óeðlilega vel leikstýrð,fyndin,vel leikin,óhugnaleg,blóðug og allt sem hryllingsmynd þarf. Tim Burton er ótrúlega góður leikstjóri og hefur greinilega sparað kraftan fyrir þessa. Hún er ekki fyrir viðkvæma og hjartveika því hún er ótrúlega óhugnaleg og ofbeldisfull en þannig gerast hrollvekjur bestar. Johnny Depp (Pirates Of The Caribbean,Edward Scissorhands) leikur rannsóknarlöggu sem á að rannsaka morð í smáþorpinu Sleepy Hollow. Þegar hann kemur í bæinn sér hann að morðinginn er afhausaður draugur,sem er fagmannlega leikinn af Christopher Walken. Með betri myndum Burtons, algjört meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.12.2018

Superman búningur Cage opinberaður í fyrsta skipti

Á tíunda áratug síðustu aldar var framleiðslufyrirtækið Warner Bros með nýja Superman kvikmynd í burðarliðnum, Superman Lives, sem Tim Burton átti að leikstýra og Nicolas Cage að leika aðalhlutverkið, Ofurmennið...

09.08.2001

Superman & Batman

Samkvæmt frétt frá Variety hefur Warner Bros. kvikmyndaverið fengið hinn frábæra handritshöfund Andrew Kevin Walker ( Seven , Sleepy Hollow ) til þess að skrifa fyrir sig handritið að kvikmynd um Batman og Superman. Ek...

23.04.2016

Afi Superman fær sjónvarpsþátt

Bandaríska sjónvarpsstöðin Syfy hefur pantað prufuþátt frá Ian Goldberg og David Goyer ( Man of Steel, Batman v Superman: Dawn of Justice ) úr nýrri seríu sem heitir Krypton, með persónum úr DC Comics heiminum. Að venju...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn