Star Wars 7 – Fyrsta kitla!

Fyrsta sýnishornið úr nýju Star Wars myndinni, Star Wars: The Force Awakens, var frumsýnt fyrr í dag.  Í sýnishorninu fáum við að sjá ýmsa kunnuglega hluti; stormsveitarmenn, vélmenni, X-vængjur, geislasverð, og svo það sem allir þekkja, Star Wars lagið eftir John Williams, og geimskipið Millenium Falcon.

star

Um er að ræða 88 sekúndna langa kitlu sem var frumsýnd fyrst í 30 bandarískum kvikmyndahúsum, en fór svo á netið.

Mikil leynd hefur hvílt yfir þessari mynd sem JJ Abrams leikstýrir, og margir bíða spenntir eftir, en erfitt er að ráða nokkuð í söguþráð myndarinnar út frá kitlunni.

Myndin er væntanleg í bíó 18. desember á næsta ári.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: