Machete drepur klikkaðan milljarðamæring – Fyrsta stikla

Margir bíða nú spenntir eftir framhaldinu af bíómyndinni Sin City, Sin City – A Dame to Kill For,  eftir Robert Rodriguez og Frank Miller, sem kemur í bíó í haust. Rodriguez hefur greinilega ekki setið auðum höndum að undanförnu því hann frumsýnir aðra mynd á árinu, sem fjöldamargir bíða einnig spenntir eftir,  Machete Kills.

machete

Nú er komið út fyrsta sýnishornið úr myndinni, en auk aðalleikarans, Danny Trejo, er  myndin sneisafull af stórstjörnum eins og Mel Gibson, Charlie Sheen og Lady Gaga svo einhverjar séu nefndar.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Cuba Gooding Jr., Sofia Vergara, Vanessa Hudgens, Amber Heard, Michelle Rodriguez, Zoe Saldana, Edward James Olmos, William Sadler, Mark Zaror og Demián Bichir.

Myndin fjallar um fyrrum leyniþjónustumanninn Machete, sem er ráðinn af forseta Bandaríkjanna til að fara í sendiferð sem myndi vera ógjörningur fyrir nánast alla dauðlega menn – en verkefnið er að drepa klikkaðan uppreisnarforingja og sérvitran milljarðamæring og vopnasala, sem ætlar að koma af stað stríði og stjórnleysi um allan heiminn.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 13. september.