Afinn kýldur í andlitið – Fyrsta kitla

afiafafUm daginn birtum við fyrsta plakatið fyrir íslenska gaman-dramað Afinn þar sem Sigurður Sigurjónsson leikur Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Nú er komið að því að birta fyrstu kitluna úr myndinni. Kitlan er aðeins 16 sekúndna löng en gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Hún byrjar á því að yfirmaður Afans, eða Guðjóns eins og hann heitir, spyr hvort hann vilji ekki minnka við sig vinnu og eftir það sjáum við Guðjón sveifla golfkylfum í gríð og erg.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan:

Af­inn verður frum­sýnd þann 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Með aðalhlutverk fer Sigurður Sigurjónsson en helstu leikarar aðrir eru Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Þor­steinn Bachm­an, Steindi Jr. og Tinna Sverr­is­dótt­ir. Leik­stjóri er Bjarni Hauk­ur Þórs­son.

Kvik­mynd­in seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Ísland og á Land­spít­al­ann.