Reiði guðanna hefst með stiklu!

Aðeins meira en einu og hálfu ári eftir útgáfu Clash of the Titans fáum við nú að sjá fyrstu stikluna fyrir miðjubarn seríunnar, Wrath of the Titans; en það mun líklegast líða svipaður tími þangað til að við fáum að sjá stikluna fyrir þriðju myndina sem mun án efa bera svipaðan sniðugan titil.

Saga seinni myndarinnar gerist tíu árum eftir þá fyrstu og er hann Perseus að lifa einföldu lífi sjómanns og elur upp 10 ára gamlan son sinn Helius. Eftir að títanarnir ráða til sín guðina Hades og Ares til að ræna Seifi og sleppa lausu helvíti á jörðu; verður Perseus að stinga sér með höfuðið fyrst niður í Undirdjúpin til að frelsa hann og stöðva títanana.

Að þessu sinni mun Jonahan Liebesman taka við af Louis Leterrier sem leikstjórinn og þeir Dan Mazeau og David Leslie Johnson skrifuðu handritið fyrir þessa og standa nú í því að skrifa næstu. Sam Worthington snýr aftur sem Perseus, ásamt helstu guðunum.

Wrath of the Titans er væntanleg 30. mars á næsta ári.