Leikstjóri Clash of the Titans biðst afsökunar á 3D

Leikstjórinn Loius Laterrier biðst afsökunar á því að þrívíddartæknin hafi verið notuð í kvikmyndinni hans, Clash of the Titans. Þetta sagði Laterrier í nýlegu viðtali við Hollywood Reporter og vildi hann einnig meina að Warner Bros hafi einungis verið að ræna peningum af fólki í hita vinsælda þrívíddarinnar. „Warner Bros vildu gera mynd í þrívídd […]

Reiði guðanna hefst með stiklu!

Aðeins meira en einu og hálfu ári eftir útgáfu Clash of the Titans fáum við nú að sjá fyrstu stikluna fyrir miðjubarn seríunnar, Wrath of the Titans; en það mun líklegast líða svipaður tími þangað til að við fáum að sjá stikluna fyrir þriðju myndina sem mun án efa bera svipaðan sniðugan titil. Saga seinni […]

Worthington snýr aftur í Reiði guðanna

Reiði guðanna er kannski ekki alveg nákvæm þýðing á titlinum (Reiði risanna kannski?) en það breytir því ekki að stórmyndin Wrath of the Titans er á leiðinni hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Fyrri myndin, Clash of the Titans, féll hvorki í kramið hjá gagnrýnendum eða áhorfendum þótt hún hafi skilað góðri innkomu […]

Hop hoppar í efsta sætið í Bandaríkjunum

Páskakanínan í Hop stökk beint í fyrsta sæti bíóaðsóknarlistans í Bandaríkjum nú um helgina og þénaði 38,1 milljón Bandaríkjadali samkvæmt bráðabirgðatölum. Hop er fjölskyldumynd með Russel Brand í aðalhlutverki, en hann talar fyrir páskakanínu sem lendir fyrir bíl og ökumaður bílsins tekur hana með sér heim. Kanínan reynist svo hinn versti gestur. Hop gekk mun […]

Neeson talar um Clash of the Titans 2

Liam Neeson, sem fór með hlutverk Seifs í stórmyndinni Clash of the Titans, hefur nú staðfest að framhaldið er í vinnslu. Í nýlegu viðtali segir Neeson frá því að unnið er hörðum höndum að handritinu og að myndin muni bera heitið Wrath of the Titans. Clash of the Titans kom út fyrr á þessu ári […]