Leikstjóri Clash of the Titans biðst afsökunar á 3D

ClashTitansLeikstjórinn Loius Laterrier biðst afsökunar á því að þrívíddartæknin hafi verið notuð í kvikmyndinni hans, Clash of the Titans. Þetta sagði Laterrier í nýlegu viðtali við Hollywood Reporter og vildi hann einnig meina að Warner Bros hafi einungis verið að ræna peningum af fólki í hita vinsælda þrívíddarinnar.

„Warner Bros vildu gera mynd í þrívídd og þessu var ýtt af stað án þess að ég hafði nokkuð um það að segja. Þrívíddinn í myndinni var hræðileg. Þetta gekk ekkert upp, þetta var einungis gert í hita vinsælda þrívíddarinnar og þetta var gert til þess að ræna peningum af fólki. Ég er heiðarlegur maður og ég vil ekki að þessi mynd sé stíluð á mig.“ segir Louis Leterrier.

Leterrier er nú á fullu að kynna nýjustu mynd sína, Now You See Me, sem er ekki gerð með þrívíddartækni. Með aðalhlutverk fara Morgan Freeman, Jesse Eisenberg, Mark Ruffalo, Woody Harrelson, Isla Fisher og Michael Caine.

Now You See Me verður frumsýnd þann 7. júní næstkomandi.