Matt Damon enn fúll vegna Avatar

Matt Damon er enn fúll yfir því að hafa þurft að hafna hlutverki í vinsælustu mynd allra tíma, Avatar. Damon var fyrsti valkostur leikstjórans James Cameron í hlutverk Jake Sully en leikarinn varð að afþakka vegna þess að hann var búinn að skuldbinda sig annars staðar. „Mig langaði mikið að vinna með James Cameron og […]

Stöðvaður með piparúða

Sam Worthington var nýlega handtekinn eftir að hafa lent í átökum á bar. Avatar-leikarinn er sagður hafa lent í slagsmálum á bar í Atlanta í Bandaríkjunum og á endanum dugði ekkert nema piparúði til að stöðva hann. Samkvæmt slúðursíðunni TMZ lenti Worthington í rifrildi fyrir utan barinn The Vortex eftir að honum hafði verið neitað […]

Reiði guðanna hefst með stiklu!

Aðeins meira en einu og hálfu ári eftir útgáfu Clash of the Titans fáum við nú að sjá fyrstu stikluna fyrir miðjubarn seríunnar, Wrath of the Titans; en það mun líklegast líða svipaður tími þangað til að við fáum að sjá stikluna fyrir þriðju myndina sem mun án efa bera svipaðan sniðugan titil. Saga seinni […]

Man on a Ledge – stikla

Sam Worthington er allavega að prófa nýja hluti eftir Avatar, hér er stikla fyrir næstu mynd hans, en hann eyðir meirihluta hennar standandi á gluggasyllu á háhýsi í New York. Myndinni er leikstýrt af dananum Asger Leth, og ásamt Worthington eru Ed Harris, Jamie Bell og Elizabeth Banks í stórum hlutverkum. Worhtington og Bell leika […]

Verður Worthington síðasti glæpamaðurinn?

Leikstjórinn F. Gary Gray, sem gaf seinast frá sér spennumyndina Law Abiding Citizen, vinnur nú hörðum höndum að myndinni The Last Days of American Crime. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu og gerist í náinni framtíð þar sem ríkisstjórnin hefur samþykkt lög sem gera þeim kleift að notast við heilaþvott til að koma í veg […]

Neeson talar um Clash of the Titans 2

Liam Neeson, sem fór með hlutverk Seifs í stórmyndinni Clash of the Titans, hefur nú staðfest að framhaldið er í vinnslu. Í nýlegu viðtali segir Neeson frá því að unnið er hörðum höndum að handritinu og að myndin muni bera heitið Wrath of the Titans. Clash of the Titans kom út fyrr á þessu ári […]

Worthington vill fá slöngulokka í næstu Clash of the Titans

Kvikmyndaleikarinn Sam Worthington vonar að framhaldið af Clash of the Titans, muni „leiðrétta mistökin“ sem gerð voru í fyrstu myndinni. Hinn ástralski Worthington, sem einnig hefur leikið í stórmyndunum Terminator og Avatar, lék Perseus í fyrstu Clash of the Titans. Gagnrýnendur hökkuðu myndina í spað, en áhorfendur voru á öðru máli og flykktust í bíó […]

Tökur hafnar á Maður á syllu

Samkvæmt tilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu Summit Entertainment þá eru tökur hafnar í New York á spennumyndinni Maður á syllu, eða Man on a Ledge. Söguþráðurinn er nokkuð áhugaverður. Fyrrum lögga og nú eftirlýstur flóttamaður, leikinn af Sam Worthington, sem þekktur er fyrir leik sinn í Avatar og Terminator, stendur á syllu á háhýsi á meðan samningamaðurinn, […]